isr skrifaði:Er með samsung 7000 tv og er að reyna að ná inn stöðvum í gegnum stafræna móttakara,veit einhver hvernig á að stilla þetta,það eru miljón stiilingar og möguleikar og ég finn ekki neitt,það kemur bara Satellite signal not found eða no chanel found.
Nú er ég ekki sérfræðingur á þessu sviði, en DVB-T2 er ekki gervihnattasjónvarp heldur stendur T fyrir "terrestrial" það er útsendingar frá Jörðu. Þær útsendingar eru á tíðnini ca 50 MHz til 860 MHz. Gervihnattasjónvarp er kallað DVB-S2 og er á tíðninni 950MHz til 2000 MHz. Sendarnir eru staðsettir út um allt land. Hér er kort af öllum sendum :
https://vodafone.is/sjonvarp/sjonvarpst ... stusvaedi/ Ef þú smellir nokkrum sinnum á t.d. Reykjavíkursvæðið sérðu u.þ.b. 4 senda. Ef þú smellir á einn þeirra færðu upp lítinn glugga sem segir m.a. rásarnúmerin. Í þessu tilfelli 26, 27 og 28. Þannig geturðu stillt sjónvarpið á þessar þrjár rásir og flýtt verulega mikið fyrir þér. Þessar rásir eru á bilinu 540 MHz til 560 MHz.