Quemar skrifaði:Mig minnir að ég sé með 2,5 mm á mínu systemi. Official hátalarasnúrur, en ég fékk líka top verð í gegnum sambönd og keypti 100m rúllu :-p
Það er líka bull að þetta sé allt eins. En samt er klárlega verið að leggja svínslega mikið á "hátalarasnúrur", svo það má deila um hvort verðmunurinn sé þess virði.
Mesta muninn fann ég á að upgreida scart tengin mín á sínum tíma, VÁ!!!, mikill munur, það er líka alveg analog og því fræðilega sambærilegt við hátalarasnúru pælingarnar...
Er samt sammála með digital tengin, sé ekki alveg hvernig það mini hafa áhrif... betra að setja peninginn í gott DAC.
Ef ég má spyrja fyrst þú getur fullyrt þetta svona án vandamála, hefur þú einhverja menntun á þessu sviði (rafmagni?) ,Þurft að reikna út skin effect í köplum , rýmd osfr ?
Ég get sagt þér að ef kopar-kapall seldur sem slíkur er ekki amk 99% hreinn kopar þá fær hann ekki vottun í mörgum nágrannaríkjum okkar , þeir eru testaðir vel og vandlega. Og þessir "audio" kaplar sem þú kaupir útí búð lenda ekki í svona grimmum prófunum því það er frekar ólíklegt að þeir drepi fólk séu þeir utan marka . Líklega er einhver kínverjinn að scama þig .
En ok,, segjum sem svo þú hafir super grade ofc kopar leiðara í hátalarann. Helduru að audiomerkið hafi ferðast frá uppsprettu um og gegnum magnarann þinn gegnum sömu gæði leiðara og fancy audio kapallinn þinn ?
Eða magnet vírarnir og tíðnisíur séu gerðar úr eðalmálmum
Hefuru séð vísindaleg gögn um að þessi súrefnis "óhreinindi" í kaplinum hafi mælanleg áhrifá audio signal range ( <30KHz)
Og ps . SCART samnýtir bæði analog og digital merki ... auk þess eru þeir ekki SAMBÆRILEGIR því scart er hannað fyrir töluvert hærri tíðnir . Kannski ættiru að kynna þér muninn á RF tíðni og audio tíðni .