Síða 1 af 1

oz appið stöð 2 og stöð 2 sport.

Sent: Sun 01. Nóv 2015 19:46
af dbox
Er það rétt skilið hjá mér að ég þurfi mótakara?
Er ekki hægt að greiða bara áskrift í gegnum appið?

Re: oz appið stöð 2 og stöð 2 sport.

Sent: Sun 01. Nóv 2015 22:22
af hagur
Er nokkuð viss um að appið sé eingöngu addon fyrir þá sem eru nú þegar með áskrift og myndlykil. Þetta virkar í raun bara eins og auka-myndlykill.

Re: oz appið stöð 2 og stöð 2 sport.

Sent: Sun 01. Nóv 2015 22:52
af depill
dbox skrifaði:Er það rétt skilið hjá mér að ég þurfi mótakara?
Er ekki hægt að greiða bara áskrift í gegnum appið?


sjá 365.is

https://365.is/spurt-og-svarad skrifaði:Ef þú ert með OZ áskrift getur þú sleppt myndlykli og horft á sjónvarpið í snjalltækinu þínu (iOS 6+ eða Android).

Re: oz appið stöð 2 og stöð 2 sport.

Sent: Mán 02. Nóv 2015 00:16
af dbox
depill skrifaði:
dbox skrifaði:Er það rétt skilið hjá mér að ég þurfi mótakara?
Er ekki hægt að greiða bara áskrift í gegnum appið?


sjá 365.is

https://365.is/spurt-og-svarad skrifaði:Ef þú ert með OZ áskrift getur þú sleppt myndlykli og horft á sjónvarpið í snjalltækinu þínu (iOS 6+ eða Android).


Takk fyrir. fann ekki þessar upplýsingar.

Re: oz appið stöð 2 og stöð 2 sport.

Sent: Mán 02. Nóv 2015 10:27
af emmi
Verst hvað þetta OZ dæmi er mikið drasl bara. ;)

Re: oz appið stöð 2 og stöð 2 sport.

Sent: Mán 02. Nóv 2015 22:06
af dbox
Hvað er samt að frétta með þetta okur hjá 365?
Mér fannst nógu dýrt að borga 4000 kr fyrir stöð 2 sport nú kostar sportpakkinn 14.900 heimild: https://365.is/sjonvarp/sportpakkinn
Þessi dýru áskriftagjöld þekkjast hvergi i heiminum nema hér á íslandi.

Re: oz appið stöð 2 og stöð 2 sport.

Sent: Mán 02. Nóv 2015 22:18
af depill
dbox skrifaði:Hvað er samt að frétta með þetta okur hjá 365?
Mér fannst nógu dýrt að borga 4000 kr fyrir stöð 2 sport nú kostar sportpakkinn 14.900 heimild: https://365.is/sjonvarp/sportpakkinn
Þessi dýru áskriftagjöld þekkjast hvergi i heiminum nema hér á íslandi.


Allt draslið kostar 18.990 ( ég veit þetta er dýrt ), en hins vegar er TV efni sérstaklega sportið sífellt að vera dýrara. Eg var síðast að skoða Sky og það er bara dýrara.

82 pund fyrir Sky ( með MUTV ) + 20 fyrir BT Sports ( og nærð samt ekki laugardagsleikjunum ) eða 102 pund. Það er 20.228 kr.

Re: oz appið stöð 2 og stöð 2 sport.

Sent: Þri 03. Nóv 2015 01:48
af dbox
Ef þeir myndu hætta að telja innlent gagnamagn og lækka verðið á tilboðspökkunum um 2000 kr myndu þeir öruggla tvöfalda kúnna hópinn.
Ég held að þessir sem eru að stýra þessari sjónvarps internet deild þurfa að hugsa sinn gang.
Þeir gætu gætu örugglega farið langt með að tvöfalda veltuna með því að gera þetta myndi ég giska á.
En hvað veit ég. Ég er engin viðskiptafræðingur.