Á ég að nota hdmi, dvi eða Scart?
Sent: Lau 29. Ágú 2015 12:29
af Ramcharger
Sælir.
Er með skjá sem hefur ekki hdmi tengi en er með vga og dvi.
Ef ég ætla nota hdmi frá afruglara ætti ég að nota dvi eða bara gamla scartið?
Re: HDMI
Sent: Lau 29. Ágú 2015 12:48
af Skari
DVI alla leið
fá sér bara
http://www.elko.is/elko/is/vorur/myndsn ... etail=true að vísu uppselt hjá þeim en ætti að geta fundið þetta í annari verslun.
Re: HDMI
Sent: Sun 30. Ágú 2015 16:29
af Ramcharger
En hvað með hljóðið, það fer ekki með DVI.
Re: HDMI
Sent: Sun 30. Ágú 2015 19:31
af hagur
Er skjárinn með innbyggða hátalara? Ef svo er, þá er spurning hvort hann sé ekki með analog hljóðinngang líka, þ.e 2xRCA eða 3.5mm minijack. Þá geturðu mögulega tekið hljóðið úr afruglaranum þannig og í skjáinn (fer samt eftir því hvernig afruglara þú ert með).