Síða 1 af 1

Lg 55 tomma

Sent: Lau 15. Ágú 2015 18:34
af Kjarolaf
Langar að fá skoðun ykkar á smá hlut. Er með nýtt 55 tommu smart tv frá Lg. Það sem er að angra mig er að hornin eru með sérkennilegan skugga sem sést best á hvítum eða björtum skjá og ég tek líka eftir því að það er einhver undarleg svört lína allan hringinn eins og auka rammi utan um myndina. Ég er mikið að spá í því að fara og skipta tækinu út og fá annað tæki. Er þetta "pjatt" í mér ?

Set hér link á mynd af sjónvarpinu þar sem allur bakgrunnurinn er hvítur, þá sést þetta mest.

https://goo.gl/photos/acF6T9XKA4M7caDV6

Re: Lg 55 tomma

Sent: Sun 16. Ágú 2015 11:11
af nidur
Svarta línan hringinn í kring er eðlileg, er á mörgum skjám.

En þessi dökku horn geta komið í lcd/led skjám í framleiðslunni, ef þú fengir að skipta því út þá gætirðu fengið annað eins/verra eða betra.

Re: Lg 55 tomma

Sent: Sun 16. Ágú 2015 11:23
af lukkuláki
Þetta er ömurlegt ég er bara með ódýrt Philips 55" og það er ekki svona.

Re: Lg 55 tomma

Sent: Sun 16. Ágú 2015 11:27
af depill
Ég er með LG 4K 55" tommu tæki. Þetta er ekki svona hjá mér.

Mér finnst annars gaman að horfa á Buying & Selling á Netflix og ég fékk panic við að horfa á Season 1 þá er greinilega ein vélin sem þeir taka uppá með föstum / dauðum pixel, hélt fyrst að þetta væri í sjónvarpinu, sjaldan verið jafn stutt frá því að grenja.

Re: Lg 55 tomma

Sent: Sun 16. Ágú 2015 12:01
af beatmaster
Þessi mynd sýnir þetta ágætlega, ég hugsa að það sé langbest fyrir þig að tala við þá sem seldu þér sjónvarpið sýna þeim myndina og spyrja hvort að þetta sé ásættanlegt eða galli?

Re: Lg 55 tomma

Sent: Sun 16. Ágú 2015 16:31
af Kjarolaf
Takk fyrir svörin
Ég var ekki viss um hvort þetta væri smámunasemi hjá mér eða eðlilegur pirringur. Ég skoða þetta betur eftir helgina.