Síða 1 af 1

Varðandi val á sjónvarpstæki

Sent: Fös 14. Ágú 2015 00:15
af Svarthvitahetjan
Sælir spjallverjar.
Er að drepast úr valkvíða varðandi að velja sjónvarp...Búinn að eiga 42" Philips FullHD síðustu 5 ár, og núna er kominn tími til að fara endurnýja.
Get ekki gert upp huga minn hvort ég eigi að kaupa FullHD eða 4K. Er að spá svona 250K max, og svo kannski 42"-58". Allar ráðleggingar vel þegnar.
Spila mikið PS4 ef það hjálpar til við valið..

Hef mest verið að spá í einhverjum tækjum frá sjónvarpsmiðstöðinni, svo sem Philips eða Panasonic. Hef aðeins skoðað Elko líka og leist mjög vel á þetta tæki tildæmis http://www.elko.is/elko/is/vorur/Vinsae ... etail=true

En á í miklum erfiðleikum með að gera upp hvort ég eigi að taka FullHD eða 4K...sjónvarpið er aðallega hugsað fyrir PS4 spilun.

Allar ábendingar vel þegnar!

Re: Varðandi val á sjónvarpstæki

Sent: Lau 15. Ágú 2015 18:33
af Svarthvitahetjan
Enginn vel að sér í sjónvarpsmálum?

Re: Varðandi val á sjónvarpstæki

Sent: Sun 16. Ágú 2015 12:02
af kfc

Re: Varðandi val á sjónvarpstæki

Sent: Sun 16. Ágú 2015 13:42
af Svarthvitahetjan
Á maður frekar að taka FullHD heldur en 4K?

Re: Varðandi val á sjónvarpstæki

Sent: Sun 16. Ágú 2015 13:58
af mind
Ég sé bara ekki niðurhliðina við að kaupa sér 4K þegar þau kosta svona lítið meira.

http://ht.is/product/58-uhd-led-smart-tv
Ekki 200þús fyrir 4K tæki

En með sjónvörp eins og skjái þá mæli ég alltaf með að kíkja bara á rúntinn og sjá þau, þetta er svo persónubundinn hlutur. Getur reyndar held ég ekki fengið að prufa þau með leikjatölvu, en kannski geturðu bara tekið með þér USB kubb með gameplay video og reynt að bera saman 4k og fullhd.

Re: Varðandi val á sjónvarpstæki

Sent: Sun 16. Ágú 2015 14:17
af hjalti8
þetta sony tæki sem þú linkaðir á fékk slæma dóma, myndi ekki fara í það

mæli frekar með sony 48" w700 eða samsung 55" J5500, þetta tæki sem kfc benti á er líka virkilega gott en heldur dýrt, J5500 ætti svo að vera nokkuð svipað.

gætir svo eytt soldið meira og farið í 4k samsung tæki(er sýnist mér uppselt hjá elko en fæst hugsanlega í samsungsetrinu), upplausnin gagnast þér sennilega lítið, amk fyrir ps4, en miðað við það sem ég hef lesið þá eru þessi 4k tæki með ca 25ms input lag á meðan 1080p tækin sem ég linkaði hér að ofan hafa ca 45ms input lag, sem er ágætis munur en spurning hvort þú takir eftir þessu með controller. Það eina slæma við þessi 4k tæki frá samsung er að þau hafa aðeins verri contrast en gömlu 1080p tækin frá þeim.

Re: Varðandi val á sjónvarpstæki

Sent: Sun 16. Ágú 2015 14:32
af Svarthvitahetjan
Lýst mjög vel á þessi Samsung tæki, það sem ég er bara að velta fyrir mér, er það hvort maður ætti ekki að taka 4K tæki, þarsem það munar nokkrum þúsund köllum á þeim og FullHD, þar sem að ég endurnýja sjónvarpið á kannski 5+ ára fresti.

Re: Varðandi val á sjónvarpstæki

Sent: Sun 16. Ágú 2015 15:13
af hjalti8
Svarthvitahetjan skrifaði:Lýst mjög vel á þessi Samsung tæki, það sem ég er bara að velta fyrir mér, er það hvort maður ætti ekki að taka 4K tæki, þarsem það munar nokkrum þúsund köllum á þeim og FullHD, þar sem að ég endurnýja sjónvarpið á kannski 5+ ára fresti.


það munar amk 50k á þessum samsung tækjum(4k vs 1080p). En þú verður að meta þetta sjálfur. 4k upplausn gagnast þér lítið sem ekkert fyrir PS4 tölvuleiki. Þú þarf svo helst að sitja í minna en 2m fjarlægð frá 55" 4k tæki svo þú sjáir einhvern mun á 4k og 1080p efni. Annars hefur JU6400 töluvert minna input lag heldur en J5500 svo að jafnvel þó upplausnin nýtist þér takmarkað þá er 4k tækið betra í tölvuleikjum(hefur líka fleiri hdmi og usb port).

Re: Varðandi val á sjónvarpstæki

Sent: Sun 16. Ágú 2015 15:35
af Svarthvitahetjan
En uppá framtíðina, eins og með sjónvarpið sem ég á núna, hef ég átt í 5 ár, og ég sé alveg fram á það að eiga næsta sjónvarp jafn lengi, ef ekki lengur. Er þá ekki betra að taka 4K uppá framtíðina?

Re: Varðandi val á sjónvarpstæki

Sent: Sun 16. Ágú 2015 17:18
af Svarthvitahetjan

Re: Varðandi val á sjónvarpstæki

Sent: Sun 16. Ágú 2015 18:04
af hjalti8
Ef þú sérð fram á að í framtíðinni munir þú nota 4k myndefni OG horfa á tækið(55") í minna en 2m fjarlægð þá getur vissulega verið sniðugt að taka 4k tæki :happy




AX630E notar IPS panel svo ég myndi ekki kaupa það.
Það er mjög lítið til af upplýsingum á netinu um hin tækin. Persónulega myndi ég aldrei kaupa tæki sem hefur ekki verið review-að af virtum síðum, alveg eins og ég kaupi ekki tölvu ef ég fæ ekki að vita hvaða íhlutir eru í henni.

Re: Varðandi val á sjónvarpstæki

Sent: Sun 16. Ágú 2015 18:27
af Svarthvitahetjan
[quote="hjalti8"]Ef þú sérð fram á að í framtíðinni munir þú nota 4k myndefni OG horfa á tækið(55") í minna en 2m fjarlægð þá getur vissulega verið sniðugt að taka 4k tæki :happy


Haha þú meinar, þannig að það er ekkert svo stutt í að 4K verði dominerandi? Þannig að kannski taka bara aðeins dýrara FullHD tæki í staðin? Með hverju mælirðu þar?