Álit á Salora sjónvarpi?


Höfundur
Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Reputation: 14
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Álit á Salora sjónvarpi?

Pósturaf Blackened » Mán 18. Maí 2015 23:53

https://tolvutek.is/vara/salora-49-full-hd-led-sjonvarp

Nú er ég að spá í að fá mér sjónvarp inn í herbergi og var að velta því fyrir mér hvort að einhver hefði reynslu af þessu tiltekna tæki?

Ég er með 48" Samsung í stofunni og er al sáttur með það.

Er algjör vitleysa að spá í svona "noname" tæki? á maður bara að eyða örlítið meira fé og fara í samsung?



Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2105
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Álit á Salora sjónvarpi?

Pósturaf DJOli » Þri 19. Maí 2015 00:11

Í botninn hvolft er tækið líkt og öll önnur raftæki á Íslandi með tveggja ára lögbundna raftækjaábyrgð, svo lengi sem það sé skráð á kennitölu aðila en ekki fyrirtækis.
Það gilda reglur um að vörum sem uppfylla ekki kröfur vöru í flokkinum sé hægt að skila (flettu því upp í neytendalögum).

Ég sé 49" sjónvarp með öllu sem ég þyrfti í dag og myndi ekki hika við að kíkja allavega í búðina og prófa það. Sjá hvernig kvikmyndir koma út á því, skoða birtu, contrast ofl stillingar.


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|

Skjámynd

brain
</Snillingur>
Póstar: 1050
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 146
Staða: Ótengdur

Re: Álit á Salora sjónvarpi?

Pósturaf brain » Þri 19. Maí 2015 07:14

Salora er ekki "noname" !

Hafa gegum árin verið gæðatæki. Þau hétu Luxor hér áður og voru sænsk hönnum og framleiðsla.

Myndi hiklaust skoða þetta, því verðið er frábært.



Skjámynd

jonno
Ofur-Nörd
Póstar: 207
Skráði sig: Mán 04. Ágú 2008 22:40
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Álit á Salora sjónvarpi?

Pósturaf jonno » Þri 19. Maí 2015 09:03

.
Persónulega myndi ég fara í samsung tæki Td þetta hér :

http://www.start.is/index.php?route=pro ... uct_id=977

hægt að fá það lika í elko og Samsung setrinu

á Sjálfur 55" Tæki úr 6700 linunni og skoðaði lika svona tæki (ekki mikill munur á þeim)
hef ekki skoðað þetta Salora tæki enn ég á lika 42" Lg 2013 árg smart tv sem er með nánast sama specca og þetta Salora tæki
keypti það einmitt af því að ég ætlaði að spara mér smá pening enn sé eftir því þar sem samsung tækið var mikið meira tæki
Mikið betri myndgæði og meira over all tæki ,meira lagt í tækið sjálft og flottara í útliti og skemmtilegra viðmót

Það sem þetta samsung tækið hefur umframm Salora tækið :

# Clear Motion Rate 400Hz / 100Hz ( 100HZ í Salora )
# Quad Core örgjörvi (stendur ekkert hvort að það sé í Salora )
# Wi-Fi Direct: Já
# Þráðlaus nettenging(wi-FI) (stendur ekkert hvort að það sé Wi-Fi í Salora )
# Anynet+ (HDMI-CEC) : Getur stjórnað öðrum HDMI-CEC tækjum eins og blurayspilara sem styður þetta með fjarstiringu sjónvarpsins
# Hljóðútgangur (RMS) 20W (vinstri:10W, hægri:10W) + 2w rms á rás
# DVB- T2/C/S2 móttakari + HD móttakari og Gerfihnattamóttakari, Mikið skyrari útsending úr HD sendingu
# 4xHDMI ( í stað 2 Hdmi í salora )
# Smart Hub 2014 (smart tv ) með Plex appi sem svo margir hérna á vaktinn kannast við
# SmartView 2.0: Flytur myndefni úr sjónvarpinu í Snjallsíma eða spjaldtölvu
# ER 3D og fylgir með 2x 3D gleraugu
# Upptökumöguleiki úr sjónvarpi
# Mynd í mynd
# svo er meira lagt i tækið sjálft
# Bluetooth stuðning : hægt td að tengja þráðlaust lyklaborð
# Skype Ready : Hægt að kaupa myndavél sem tengist við sjónvarpið
# DLNA
# voice Control
# Hægt að spila leiki í sjónvarpinu sjálfu
# Audio Return Channel : Held að það sé öruglega í þessu tæki : i mörgum mögnurum i dag eru öll tæki tengd í þá og svo 1 hdmi snúra úr magnara
í tækið og þetta lætur sjónvarpið senda hljóðmerki til baka í magnarann í gegnum þessa sömu Hdmi snúru
(enn magnarinn verðu lika að styðja þetta) þetta er allavega í mínu tæki og lika í öðru samsung 2012 tæki sem ég á og er mjög þægilegt

Enn þetta er nú bara mín pæling

Þetta er allt bara hvað þér finnst betra , Myndi bara fara og skoða Salora tækið og skoða lika tæki í samsungsetrinu og
taka svo tækið sem þér lýst betur á

Gangi þér vel að finna tæki




.