Ég er í svipuðum hugleiðingum svo ég ákvað að endurvekja þennan þráð frekar en að stofna nýjan
Ég er að leita af 55" tæki og er nánast búinn að ákveða Samsung nema einhver viti um e-ð tæki sem er miklu betra en það.
Aðalástæðan fyrir því er að til Plex er app í samsung og ég nota það svakalega mikið (um það bil allt sem ég horfi á í sjónvarpi geri ég í gegnum Plex) Þannig að ef ég fæ annað sjónvarp þá neyðist ég til að kaupa Roku eða e-ð annað til að fá Plex. Annars er ég þá yfirleitt alltaf með bíómyndir í 1080p og svo þætti í 1280x720 (1080p þegar það er til). Ég horfi um það bil aldrei á sjónvarpsútsendingu (rúv eða stöð2) Og ég þarf ekkert mörg hdmi tengi eða neitt. Mig vantar bara þetta LAN tengi og Plex app.
En mínar kröfur eru aðallega að það sé með 100 Hz panel. Ég er ekkert allt of viss um að UHD skipti nokkru máli (HD sending er enn 1280x720p hérna og ég efast um að ég sé að fara downloada miklu efni í UHD). Svo held ég að mér sé nokkuð sama hvort það sé bogið
En þá eru valmöguleikarnir:
2014 valmöguleikar:
http://www.elko.is/elko/is/vorur/Vinsae ... 275XXE.ecpSamsung H6275, er nema ég hafi rangt fyrir með 100 Hz. Full HD og beint, kostar bara 200k
Einn hérna fyrir ofan ber saman 6475 og 6675 og segir að ekki sé þess vi rði að fara í 6675.
En hvernig er þá 6275 vs 6475?
2015 valmöguleikar:
http://www.elko.is/elko/is/vorur/Vinsae ... 275XXE.ecpUE55J6275XXE, 260þús
100 Hz panel, 1920x1080, ekki bogið
Ég sé eiginlega voðalega lítinn mun á 2014 og 2015 týpum af 6275 tækjunum (nýja týpan er með Tizen stýrikerfi... held að mér sé nokkuð sama um það)
Allar vangaveltur vel þegnar
EDIT:
Hérna stendur reyndar að Plex sé líka á LG og Sony
Hefur einhver reynslu af því?