Er nokkuð vit í því að fara með 5-7 ára gamalt tæki í viðgerð sem er hætt að kveikja á sér ? Fyrst þegar ég reyndi að kveikja, þá var eins og myndlampinn reyndi að kveikja á sér og logaði græna ljósið i 1-2 sek , en núna þá logar bara rauða og ekkert gerist sama hvað ég reyni.
Nokkur reynsla?
Re: Palladine sjónvarp bilað.
Sent: Fös 08. Maí 2015 00:16
af capteinninn
Hmm nú veit ég ekki mikið en gæti þetta verið þéttirinn sem er ónýtur?
Vinur minn lenti í mjög svipuðu og hann talaði um að það hefði verið þéttirinn hjá honum og hann gerði við það sjálfur fyrir lítinn pening.
Keyptum hlutina í Íhlutir.
Re: Palladine sjónvarp bilað.
Sent: Fös 08. Maí 2015 08:46
af Gislinn
capteinninn skrifaði:Hmm nú veit ég ekki mikið en gæti þetta verið þéttirinn sem er ónýtur?
Vinur minn lenti í mjög svipuðu og hann talaði um að það hefði verið þéttirinn hjá honum og hann gerði við það sjálfur fyrir lítinn pening.
Keyptum hlutina í Íhlutir.
Það eru fleiri hundruð ef ekki þúsund þéttar í sjónvarpi, það getur verið mjög erfitt að finna út hvort eða hver þeirra er farinn.
Svar við upphaflegu spurningunni, nei það borgar sig sjaldnast að fara með eldri raftæki í viðgerð.
Re: Palladine sjónvarp bilað.
Sent: Fös 08. Maí 2015 09:31
af CendenZ
Þú getur opnað og athugað með mæli hvaða þéttar eru farnir.... Getur notað tildæmis alla næstu helgi til þess
Annars er þetta fín ástæða til að uppfæra, getur fengið fínt tæki fyrir lítinn pening í dag
Re: Palladine sjónvarp bilað.
Sent: Fös 08. Maí 2015 11:12
af frr
Við þessa hegðun er þetta yfirleitt þéttir tengdur baklýsingunni og raunar sér maður oftast strax hvaða þéttir er ónýtur (blásinn út að ofan eða það hefur lekið úr þéttinum). Lítið mál að skipta út.
Ef þetta er27 til 32 tommu tæki, þá gæti þetta verið annað, en það er einfalt að laga líka, með einni díóðu.
Opnaðu það og skoðaðu, en taktu það úr sambandi nokkrum klukkustundum áður, ef það skyldi vera stór þéttir í því, sem gæti gefi straum.
Re: Palladine sjónvarp bilað.
Sent: Fös 08. Maí 2015 15:29
af bigggan
Gislinn skrifaði:
capteinninn skrifaði:Hmm nú veit ég ekki mikið en gæti þetta verið þéttirinn sem er ónýtur?
Vinur minn lenti í mjög svipuðu og hann talaði um að það hefði verið þéttirinn hjá honum og hann gerði við það sjálfur fyrir lítinn pening.
Keyptum hlutina í Íhlutir.
Það eru fleiri hundruð ef ekki þúsund þéttar í sjónvarpi, það getur verið mjög erfitt að finna út hvort eða hver þeirra er farinn.
Svar við upphaflegu spurningunni, nei það borgar sig sjaldnast að fara með eldri raftæki í viðgerð.
Þetta er nú ekki svo flokið:
Re: Palladine sjónvarp bilað.
Sent: Fös 08. Maí 2015 19:18
af Gislinn
bigggan skrifaði:Þetta er nú ekki svo flokið:
*youtube*
Ég sagði aldrei að þetta væri flókið, ég sagði að það gæti verið mjög erfitt að finna út hvort einhver þéttir sé farinn. Þetta er nú ekki nærum því alltaf eins augljóst og þetta er í þessu myndbandi.
Re: Palladine sjónvarp bilað.
Sent: Fös 08. Maí 2015 19:25
af roadwarrior
Gott ráð er að byrja á að googla týpu númer og stutta lýsingu á vandamálinu td xxxxxx-xx-x no power Þá detta oft upp lýsingar annara hvað er að bila og hversu flókið vandamálið er. Ef þetta eru þéttar þá er þetta ekki stórt vandamál en ef eitthvað annað er að gefa sig í þessum tækjum þá er spurning hvort það borgar sig að gera við það
Re: Palladine sjónvarp bilað.
Sent: Fös 08. Maí 2015 19:41
af svanur08
Það var einhver hérna á vaktinni ekki fyrir svo löngu síðan að auglýsa að hann myndi gera við öll sjónvörp og skjái fyrir lítinn pening.
Re: Palladine sjónvarp bilað.
Sent: Fös 08. Maí 2015 19:55
af KermitTheFrog
svanur08 skrifaði:Það var einhver hérna á vaktinni ekki fyrir svo löngu síðan að auglýsa að hann myndi gera við öll sjónvörp og skjái fyrir lítinn pening.
svanur08 skrifaði:Það var einhver hérna á vaktinni ekki fyrir svo löngu síðan að auglýsa að hann myndi gera við öll sjónvörp og skjái fyrir lítinn pening.