Predator skrifaði:Held að þú gerir ekki mikið betur en þetta hérna fyrir peninginn:
http://sm.is/product/50-plasma-fhd-600hz-sjonvarp Er reyndar plasmi svo ef þú ert í miklli birtu getur glampað talsvert á hann en annars færðu sennilega ekki betri mynd og liti fyrir peninginn.
Verð að taka undir með þessum. Er nýbúinn að skoða markaðinn og endaði á að taka þetta tæki, langaði í 50" en var ekki tilbúinn til að henda of miklum peningum í það. Eftir að hafa skoðað fyrst allt sem var í boði á netinu og umsagnir um álitleg tæki að þá fór ég í Sjónvarpsmiðstöðina og Elko. Ég var að mestu búinn að ákveða að skoða fyrrnefnt plasma tæki og svo
þetta, sem kostaði þá reyndar 10 eða 15þús krónum minna, eftir það var engin spurning um að hoppa á plasmatækið.
Ástæðan var í raun einföld, miðað við sýningartækið hjá Elko var svakalegt hökt í myndinni, sem var ekki sjónvörpunum hliðiná því. Líklega er það því rauntíðnin í tækinu er 50Hz, og getur vel verið að myndbandið hafi verið þess eðlis að það hentaði mjög illa fyrir þetta sjónvarp, en allavega gat ég eftir þetta algjörlega afskrifað það.
Ég er ekki að reyna að dissa þann sem benti á þetta tæki hér fyrir ofan, enda leyst mér mjög vel á það áður en ég fór og skoðaði, en því miður varð ég fyrir vonbrigðum með það þegar ég fékk að sjá það "in-action".
Annars má nefna að þetta er líklega einn síðasti sénsinn til að næla sér í plasma, þar sem þau virðast vera á leiðinni útaf markaðnum. Kostir plasma eru að sjónsviðið í þeim er mikið betra en í öðrum skjám, þar sem það skiptir litlu eða engu máli frá hvaða sjónarhorni þú horfir á sjónvarpið, myndin dekkist hvorki né breytist.
Ókostir eru þó að þau draga meira rafmagn og þar með hitna meira, auk þess sem það er möguleiki á að myndin brenni í það, ef það er sama mynd lengi á skjánum. Ég á þó annað 5 ára plasma tæki frá LG sem hefur ekkert sérstaklega verið passað upp á, en hefur allavega ekki enn orðið fyrir neinum skemmdum varðandi það, enda er yfirleitt talað um að það sé mesta hættan á fyrstu 200-300 tímunum.