Síða 1 af 1

Mig vantar að koma VHS yfir á digital

Sent: Mið 08. Apr 2015 22:56
af Hrotti
Mig vantar að koma VHS yfir á PC tölvuna í sem mestum gæðum (ég myndi encoda og ganga frá fælnum sjálfur) og langaði að vita hvort að þið mælið með einhverju fyrirtæki í það. Þetta er bara ein spóla og ég nenni ekki að græja mér tv kort og tilheyrandi. Ég var búinn að gúgla þetta og finna einhver fyrirtæki en velti fyrir mér hvort að einhver hér hafi reynslu af þeim.

Re: Mig vantar að koma VHS yfir á digital

Sent: Mið 08. Apr 2015 23:00
af lukkuláki
Ég fór í www.myndaskonnun.is og lét gera þetta. Mæli ekki með þeim og ætla aldrei þangað aftur.
Myndform gerir þetta og Bergvik líka.

Re: Mig vantar að koma VHS yfir á digital

Sent: Mið 08. Apr 2015 23:05
af Hrotti
lukkuláki skrifaði:Ég fór í http://www.myndaskonnun.is og lét gera þetta. Mæli ekki með þeim og ætla aldrei þangað aftur.
Myndform gerir þetta og Bergvik líka.


Akkúrat svona info sem að ég er að leita að :happy

Mér lýst best á bergvík af þeim sem að ég fann, en hef ekkert sérstakt fyrir mér í því annað en tilfinningu.

Re: Mig vantar að koma VHS yfir á digital

Sent: Mið 08. Apr 2015 23:24
af lukkuláki
Þetta gæti líka komið vel út peningalega séð getur allavega gert verðsamanburð
https://www.facebook.com/vhsyfirausb

Re: Mig vantar að koma VHS yfir á digital

Sent: Mið 08. Apr 2015 23:30
af Krissinn
Hrotti skrifaði:Mig vantar að koma VHS yfir á PC tölvuna í sem mestum gæðum (ég myndi encoda og ganga frá fælnum sjálfur) og langaði að vita hvort að þið mælið með einhverju fyrirtæki í það. Þetta er bara ein spóla og ég nenni ekki að græja mér tv kort og tilheyrandi. Ég var búinn að gúgla þetta og finna einhver fyrirtæki en velti fyrir mér hvort að einhver hér hafi reynslu af þeim.


Sé að þú býrð í RNB, Sé alltaf auglýsingu í Krossmóa og Bónus og fleiri búðum á svæðinu varðandi svona flutning á myndefni. Einhver aðili sem er að taka þetta að sér. Myndi skoða það næst :)

Re: Mig vantar að koma VHS yfir á digital

Sent: Mið 08. Apr 2015 23:54
af rapport
mbv.is