Hver er útsendingartíðni RÚV úti á landi ? Loftnetspæling

Skjámynd

Höfundur
snaeji
Tölvutryllir
Póstar: 614
Skráði sig: Fös 05. Mar 2010 01:39
Reputation: 27
Staða: Ótengdur

Hver er útsendingartíðni RÚV úti á landi ? Loftnetspæling

Pósturaf snaeji » Fös 03. Apr 2015 18:42

Þá er maður staddur uppi í sumarbústað við Meðalfellsvatn og sjónvarpið auðvitað dottið út eftir breytingarnar.

Ég er með afruglara frá vodafone og ég held örugglega UHF loftnet.

Útsending á stafræna dreifikerfinu á að nást hérna en ég er ekki ná neinum stöðum inn.

Nú til þess að einfalda hlutina þá vantar mig að vita á hvaða rás RÚV er send út frá MÖRK sendinum svo ég geti reynt að stilla afruglarann og loftnetið manually.

Bætt við/Update:


Mörk sendirinn sendir víst RÚV út á U37 og U39.

Er ekki að ná nógu góðu signali með þessu loftneti hér Digi6

Þarf ég ekki bara að fá mér loftnetsmagnara? Er að ná 100% quality með 60% signali en þá birtir hann enga mynd.




JReykdal
FanBoy
Póstar: 714
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 175
Staða: Ótengdur

Re: Hver er útsendingartíðni RÚV úti á landi ? Loftnetspæling

Pósturaf JReykdal » Lau 04. Apr 2015 23:34

Er loftnetið alveg 100% í réttri stefnu?

Er coaxinn alveg í lagi? Tengin góð? Ekki að hlaupa í jörðina (silfruðu þræðirnir í coaxinum).


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.

Skjámynd

Höfundur
snaeji
Tölvutryllir
Póstar: 614
Skráði sig: Fös 05. Mar 2010 01:39
Reputation: 27
Staða: Ótengdur

Re: Hver er útsendingartíðni RÚV úti á landi ? Loftnetspæling

Pósturaf snaeji » Sun 05. Apr 2015 05:05

100% réttri stefnu út frá sendinum skv. korti og prósentubreytingum á afruglaranum.

Með fyrri tveimur tengimótum á kaplinum náði ég í fyrstu 0% signali en með því að færa mig beint í snúruna þar sem hún kemur inn næ ég 70%. Fór yfir bæði tengi frá loftnetinu sjálfu til afruglarans og það er allt tip top þar.

Er nánast allveg viss um eftir að heyra í þeim hjá Vodafone og gott google session að magnari leysi þetta vandamál :)

Loftnetið er með frekar lága mögnun sjálft ofan á góða fjarlægð frá sendi svo það er mjög líklega málið.