Síða 1 af 1

Síminn - Roku vandamál

Sent: Fim 26. Mar 2015 00:24
af Dezzice
Vona að ég sé að setja þetta á réttan stað.

Ég er með Roku 3 box, er hjá Símanum með Technicolor TG589vn v2 router. Er að nota þjónustu frá Unblock-us.com

Ég var búin að Telneta mig inn á routerinn þegar ég fékk mér Roku boxið og fara eftir leiðbeiningum sem ég fann hér inn á og ekkert vesen núna í örugglega 1-2 ár. Hef stundum þurft að endurstilla inn tölurnar eftir router restart og eitthvað þannig og alltaf bara nóg að gera þetta týpíska "dns server route list" og svo flusha, adda og save-a.

Í morgun sé ég að Netflix og Hulu er dottið út á Roku, virkar fínt á tölvunum enda með stillingar auka til að blokka þar inn á í gegnum Windows bara en virkar á hvorugu Roku boxinu. Ég ætla að reyna að telneta mig inn og laga eins og venjulega, get loggað mig inn á Telnet en allt í einu get ég ekki gert neinar skipanir, fæ bara "Unknown command" sama hvort ég reyni "dns server route list" eða "dns server route add........" osfrv.

Er einhver hérna sem getur hjálpað mér og sagt mér hvað gæti virkað til að laga þetta?

Re: Síminn - Roku vandamál

Sent: Fim 26. Mar 2015 02:12
af capteinninn
Resetta routerinn?

Heldur inni priki í þarna litla gatinu aftan á í 5-10 sek (sérð þegar allt fer nema power) tekur prikið úr og endurræsir.

Ef þú ert á ljósneti ætti vonandi netið að koma inn eftir 2-4 mín en ef ekki myndi ég heyra bara í 8007000 og þá þurfa þeir að hjálpa þér að setja inn auðkenningu handvirkt

Þetta ætti að endurstilla hann og þá geturðu aftur telnetað og gert allt eins og áður.

Re: Síminn - Roku vandamál

Sent: Fim 26. Mar 2015 08:39
af Dezzice
Prufa það þegar ég kem heim á eftir takk. Var ekki búin að prufa það, bara restart routernum eins og venjulega.