Síða 1 af 1

tjónsmat á skjávarpa

Sent: Þri 17. Feb 2015 17:52
af kizi86
Góðan daginn kæru vaktverjar/dömur

er með smá vandamál sem þarfnast ykkar, málið er að ég er með skjávarpa (kínavarpa sjá http://www.aliexpress.com/item/Wireless ... 64616.html ) sem er bilaður (kom skammhlaup eða eitthvað svoleiðis í rafkerfið hér á heimilinu meðan varpinn var í notkun, og prentplata innan í honum brann), þar sem hann er keyptur erlendis, þá er hann ekki í ábyrgð, svo ætla að fá hann bættann út úr heimilistryggingunni, nema hvað að þegar er búinn að gera tjónstilkynninguna á sjova.is, þá fæ ég sendann tölvupóst:
...Næsta skref hjá þér er að láta meta tjónið á skjávarpanum. Okkur þarf að berast tjónsmat og munum við í framhaldi meta bótaskyldu og frágang tjónsins.



Ef viðgerð er ekki möguleg og tjónið bótaskylt þurfum við að fá skjávarpann til okkar áður en gengið verður frá bótagreiðslu.

þá spyr ég til baka:
hvert er best fyrir mig að fara með skjávarpann til að meta tjónið?

og svarið sem ég fékk var alveg stórkostlegt:

Er ekki með neinn ákveðinn í huga en sennilega best að fara til einhvers sem selur svona tæki.


þannig að kæru vaktarmenn og dömur, hvert get ég farið með skjávarpann minn í tjónsmat svo ég fái gripinn bættann?

Re: tjónsmat á skjávarpa

Sent: Þri 17. Feb 2015 17:58
af Glazier
Sónn sérhæfa sig í viðgerðum á svona tækjum og ættu að geta vottað hann ónýtann...

www.sonn.is