40" finnst mér alltof lítið, amk ef þú situr í 2m+ fjarlægð.
en eins og audiophile sagði þá er mikill munur á þessum tækjum.
Þessar myndir ættu að sýna það sem audiophile lýsti í orðum:
mynd af sony w600: (black-level test)
mynd af lg lb5600:
nú veit ég ekki hvernig skjá þú ert með þegar þú horfir á þessar myndir en þú ættir að sjá ansi mikinn mun á þeim jafnvel þó hann sé sjálfur með lélegan contrast því myndirnar eru pínu ýktar(en birtumagnið á myndunum ætti að vera hlutfallslega rétt þar sem ég geri ráð fyrir að rtings.com noti alltaf sama iso, ljósop og shutter speed fyrir þessar samanburðarmyndir).
það er btw erfitt að spotta svona atriði t.d. í sýningarsal hjá elko því þar er svo björt lýsing að sjáaldur augans minnkar verulega og næmni augans fyrir svona lítilli birtu verður nánast engin. Plús það að endurspeglun frá utanaðkomandi ljósi hefur þá meiri áhrif.
En þegar tækið er komið heim til þín(eða í betri sýningarsal með minni birtu) þá er sagan önnur...