I-JohnMatrix-I skrifaði:
Já þú meinar, fattaði ekki að útsendingin væri ekki nema 60hz. Tæki með meira refresh rate nýtist þá ekki nema þegar þú ert að horfa á efni af bluray disk, HD flakkara eða tölvuleiki? Mitt tæki er með 800hz CMR (200hz rauntíðni) sem að nýtist mér vel þar sem ég horfi ekki á sjónvarpútsendingar.
neib því miður þá supportar tækið þitt ekki hærra en 60hz signal sem input. Eins og ég lýsti hér að ofan þá getur verið að tækið nái hærri tíðni með interpolation(bætir við fake römmum sem koma ekki úr upprunalega source-inu) en það virkar alls ekki vel með tölvuleikjum því það bætir við svo miklu input lag(lágmark +16ms) að það verður miklu betra að hafa minna input lag og lægra refresh rate.
Bluray er svo bara 24 rammar á sek. Motion interpolation virkar þá til að nýta hærra refresh rate en eins og ég sagði fyrir ofan þá eru skiptar skoðanir hvort það sé sniðugt að nýta sér það. Motion interpolation gefur þér minna eye tracking motion blur og fleiri ramma/sek en veldur líka allskonar artifacts(
soap opera effect?,ofl). Sumir vilja þetta en sumir ekki.
Bottom line er að spá ekki of mikið í þessu. Það er svo margt annað mismunandi við þessi tæki en motion handling. Pæla frekar í myndgæðum: contrast/black levels, viewing angles, backlight bleed, backlight uniformity/gray uniformity/dirty screen effect (DSE), panel banding, AR filter/AG coating(speglunarvörn), mismunandi panelar(ips vs va) og gallar tengdir þeim(contrast shift, ips glow....).
Framleiðendur gera allt til þess að villa fyrir neytendum með allskonar bs speccum...
Og ef maður ætlar að kaupa sér sjónvarp útaf því að framleiðandi talar um einhverja háa "hz tölu" þá getur maður alveg eins keypt tækið sitt blindandi.
Sama gildir hinsvegar yfirleitt ekki um tölvuskjái þar sem auglýstir 120hz/144hz skjáir taka actually við 120/144hz signali. Það eru reyndar undantekningar á því líka því eizo foris fg2421 er t.d. auglýstur sem 240hz monitor en er í raun 120hz skjár með strobing.
EDIT: Það er svo mjög erfitt að finna almennilegar upplýsingar á netinu um einhver ákveðin model af united eða toshiba sjónvörpum. Það er sennilega vegna þess að þessir framleiðendur senda ekki tæki á gagnrýnendur sem er mjög slæmt imo. Eina leiðin til að vita hvernig þessi tæki performa er að kaupa þau sjálfur og prófa þau.