Síða 1 af 1

Amazon FireTV - Gagnamagn

Sent: Sun 28. Des 2014 02:43
af Gislinn
Ég fékk FireTV í jólagjöf og hef verið að nota það töluvert síðustu 3 daga, ég tók eftir því að þegar ég nota netflix og hulu á FireTV-inu er ég að nota tæplega 3 GB/klst en ef ég nota þessar streymisþjónustur á fartölvunni get ég lækkað gæðin á myndinni og þá nota ég minna gagnamagn. Ég sé ekki alveg afhverju strákurinn þyrfti t.d. að horfa á barnaefni á netflix í 1080p og þvi hef ég lækkað myndgæðin hjá honum og eins hjá mér og konunni ef við erum að horfa á einhverja þætti.

Ég sé fram á að sprengja þakið á gagnamagninu hjá mér mjög fljótt ef ég hef ekki tök á að lækka myndgæðin á netflix og hulu. Því sný ég mér til ykkar og spyr, hefur einhver fundið út hvort og þá hvernig ég get stillt myndgæði (og þar með lækkað gagnanotkun) á netflix, hulu og amazon instant video í FireTV? :-"

Síðustu 3 daga hefur tæplega helming af gagnanotkun þessa mánaðar átt sér stað, samt er netflix/hulu/amazon instant video ekkert mikið meira í notkun yfir þá 3 daga samanborið við dagana fyrir aðfangadag, þvi er eini munurinn myndgæðin (enda er munurinn á medium (0.7 GB/hour) og high (3 GB/hour) á netflix mjög mikill í gagnanotkun sem dæmi).

TL;DR: Hvernig get ég breytt myndgæðum á netflix/hulu/amazon instant video á Amazon FireTV?

Re: Amazon FireTV - Gagnamagn

Sent: Sun 28. Des 2014 04:24
af rattlehead
Getur lækkað myndgæði Netflix niður. Ferð á heimasíðuna og í settings. Veit ekki með Hulu hvort það er hægt

Re: Amazon FireTV - Gagnamagn

Sent: Sun 28. Des 2014 19:29
af Gislinn
rattlehead skrifaði:Getur lækkað myndgæði Netflix niður. Ferð á heimasíðuna og í settings. Veit ekki með Hulu hvort það er hægt


Ertu viss um að þær stillingar eiga líka við um svona box eins og fireTV (eða apple tv)?

Re: Amazon FireTV - Gagnamagn

Sent: Sun 28. Des 2014 20:30
af blitz
Gislinn skrifaði:
rattlehead skrifaði:Getur lækkað myndgæði Netflix niður. Ferð á heimasíðuna og í settings. Veit ekki með Hulu hvort það er hægt


Ertu viss um að þær stillingar eiga líka við um svona box eins og fireTV (eða apple tv)?


Þær eiga bara við accountinn þinn og virka þ.al. á öll tæki sem nota þann account. Hef ekki séð sambærilegar stillingar fyrir Hulu.

Re: Amazon FireTV - Gagnamagn

Sent: Sun 28. Des 2014 21:31
af rattlehead

Re: Amazon FireTV - Gagnamagn

Sent: Mið 31. Des 2014 01:21
af Gislinn
blitz skrifaði:
Gislinn skrifaði:
rattlehead skrifaði:Getur lækkað myndgæði Netflix niður. Ferð á heimasíðuna og í settings. Veit ekki með Hulu hvort það er hægt


Ertu viss um að þær stillingar eiga líka við um svona box eins og fireTV (eða apple tv)?


Þær eiga bara við accountinn þinn og virka þ.al. á öll tæki sem nota þann account. Hef ekki séð sambærilegar stillingar fyrir Hulu.


Fyrir þá sem eru að spá í sambærilegum málum og ég þá gefur Netflix sér allt að 8 klst til að breyta stillingum, því voru stillingarnar ekki búnar að breytast í FireTV þegar ég prufaði, Netflix er núna að malla á töluvert minna gagnamagni en áður. \:D/

Cased closed.