Hann er samt ekki að leita að gaming.
Ég hef átt þessi siberia heyrnartól, hljómurinn í þeim var toppaður af 25 punda jvc ha-s400 on ear heyrnartólum og sömuleiðis monoprice 8323
http://www.monoprice.com/Product?c_id=1 ... &p_id=8323 . Þau eru einfaldlega ekki góð heyrnartól þegar það kemur að tónlist, þau eru líka way overpriced á íslandi, borgaði held ég 9 þúsund fyrir þau þegar ég keypti þau á sínum tíma í Danmörku og það voru samt vond kaup að mínu mati.
Ég myndi samt bara taka rúnt og prófa þessi tól, ekki taka skoðun einhvers á internetinu nema þú þurfir þess. Legg til að þú ákveðir aðeins fyrirfram hvaða lög þér finnst skemmtilegt að hlusta á og útbúir þér svona 4ra laga lista. Hlustir jafnvel vandlega á þau heima hjá þér áður en þú leggur í hann og hefur í huga svona parta af lögunum sem þér finnst annaðhvort extra skemmtilegir að heyra eða staði þar sem núverandi setup klikkar/hljómar illa. Testaðu þennan lista svo á heyrnartólunum (ef þú kannt illa við að vera lengi að prófa í einu, þá skipparðu á partana sem voru interesting).
Önnur budget heyrnartól sem eru over ear og þurfa ekki mikið power eru superlux hd681 evo (þarf að flytja inn held ég). Hef hlustað svolítið á þau og fíla þau vel, þau eru með frekar þægilegt signature sem hentar mörgum (örlítil bassaáhersla og háir tónar frekar smooth og jafnvel aðeins á bakvið).