Tjah, í þessu tilviki finnst mér nánast betra að spyrja hvort þú viljir ekki bara finna grein sem bakkar upp 5.1?
ef ég gef þér töfrapillu til þess að þú verðir súperman, er það þá orðið þitt hlutverk að sýna fram á að pillan virki ekki?
5.1 heyrnartól staðsetja svo sannarlega ekki 5 hátalara vel dreyfða í kringum þig inni í rými og 1 bassabox í rýmið. Heilinn notar tímasetningu hljóða til þess að reikna út staðsetningu hluta. Hvernig getur þá hjálpað þér eitthvað að senda hljóð úr 5 hljóðdósum sem allar eru roughly in the same spot? Ég googlaði þetta, finn ekki grein sem er eitthvað marktæk vísindalega, en eins og ég segi, eigum við virkilega að fara að setja sönnunarbyrði á claim fyrirtækja á einstaklinginn? Get bara sagt af eigin reynslu að þessi heyrnartól eru villandi ef eitthvað er.
Það eru tvær leiðir sem að minni reynslu hjálpa við það að fá surround sound, annars vegar hugbúnaður og hins vegar opin heyrnartól. Skal fara aðeins nánar í þetta, opin heyrnartól eru universally accepted að hafa víðara soundstage heldur en lokuð, þetta hefur eitthvað með það að gera að það bergmálar meira innan í lokuðum heyrnartólum því hljóðið sem kemur út um bakhluta hljóðdósarinnar sleppur ekki út sem virðist rugla heilann eða af einhverjum ástæðum valda því að skynjunin á staðsetningu versnar. Það eru margir faktorar sem hafa áhrif á upplifunina og því miður lítið að finna annað en spjall á forums.
Hugbúnaðar hliðin er einfaldari, að mínu mati er besta leiðin fyrir surround sound á náttúrulegan máta í tölvuleik að velja headphones mode í sound stillingum en þetta er ekki alltaf í boði. Þá eru hljóð í vinstri og hægri rás spiluð og reiknuð miðað við það að hátalararnir (heyrnartólin í þessu tilviki) séu þá við vinstra og hægra eyra en ekki fyrir framan einstaklinginn, síðan er bara leikið á heilann með því að láta hljóð berast af mismunandi styrk og á mismunandi tímasetningum í eyrun. Þarna eru eflaust einhver líkön sem eru notuð til útreiknings en ég nenni ekki að finna það (vonandi chimar einhver bara inn).
Síðan er líka til hugbúnaður með hljóðkortum sem menn hafa notað með misgóðum árangri sem á að vinna hljóðið áður en það fer í tólin og mynda svona "virtual surround".
Ég ætla að ljúka þessu surround dæmi með videoi sem er búið til með því að hafa hljóðnema í hvoru eyra, þá myndast alveg creepy gott hljóðrými í kringum mann
https://www.youtube.com/watch?v=IUDTlvagjJA og vil benda á að það má finna binaural upptökur af tónlist í einhverju mæli núorðið
Varðandi spekka á heyrnartólum þá eru þeir því miður að verða minna og minna marktækir. Að sjálfsögðu má horfa á t.d. frequency range sem er yfirleitt gefið, sá spekk er hinsvegar alveg svakalega misleiðandi. Það eina sem hann segir er á hvaða tíðnisviðum heyrnartólin geta framkallað hljóð, ekkert um hversu hátt hljóð heyrist.
Spekkar sem eru praktísk atriði eru mikilvægir í réttu vali, það er t.d. sensitivity, resistance og hvort þau séu opin eða lokuð. Sensitivity og resistance gefa saman góða hugmynd um hversu öflugan magnara þú þarft og hversu hátt hljóðið úr heyrnartólunum verður úr hverjum magnara fyrir sig.
Besta leiðin til þess að fá eitthvað út úr "spekkum" fyrir heyrnartól er að skoða frequency response gröf, þá er hljóð sweepað frá lægstu tíðni á hæstu og útslag hljóðsins (volume) mælt, þetta gefur þér hugmynd um hvernig hljóð mun hljóma úr ákveðnum tólum, þar getur þú þá t.d. lesið út hversu mikill bassi er í heyrnartólunum og fleira. Rökin hér eru að því flatari lína sem fæst úr því grafi (lítil breyting á hljóði eftir tíðni), því "betri" eru heyrnartólin því þá ertu að fá hljóm sem er hvað líkastur því hvernig sá sem samdi tónlistina heyrði hana - hinsvegar er það augljóst að hér ræður smekkur máli.
Önnur leið til þess að mæla heyrnartól eru kassabylgjur og impúlsar sem mæla betur real world aðstæður en eru flóknari að lesa úr, hér má lesa aðeins um það
http://www.innerfidelity.com/content/he ... e-response