Síða 1 af 1
Einfaldasta leiðin til að ná TV í eldhúsið?
Sent: Mið 26. Nóv 2014 09:30
af Sera
Mig langar að setja upp 24-27" TV í eldhúsið hjá mér. Ég er ekki með áskriftarrásir en langar að geta notað sjónvarpið fyrir opnar rásir, fréttir og jafnvel sem útvarp.
Router+afruglari eru á jarðhæð, eldhús er á hæðinni fyrir ofan. Hvernig er einfaldast fyrir mig að græja þetta ?
Kaupi ég sjónvarp eða bara skjá ?
Hvernig er einfaldast að ná Rúv í sjónvarpið ? ég er ekki með örbylgjuloftnet, bara sjónvarp í gegnum router.
Re: Einfaldasta leiðin til að ná TV í eldhúsið?
Sent: Mið 26. Nóv 2014 09:46
af KermitTheFrog
Fá sér annan myndlykil, leggja netsnúru (best) Eða nota powerline búnað (vafasamt) ef það er ekki möguleiki. Svo geturðu tengt þetta við hdmi tæki, hvort sem það er sjónvarp eða skjár.
Held þetta væri svona mest direct leiðin
Re: Einfaldasta leiðin til að ná TV í eldhúsið?
Sent: Mið 26. Nóv 2014 10:14
af appel
Það er drullusniðugt að nota touchscreen TV fyrir svona, þá geturu verið með t.d. sjónvarp símans appið bara og streymt tv í gegnum wifi, svo jú tekið með þér í bústaðinn og notað bara sem venjulegt android tæki.
Re: Einfaldasta leiðin til að ná TV í eldhúsið?
Sent: Mið 26. Nóv 2014 11:10
af capteinninn
appel skrifaði:Það er drullusniðugt að nota touchscreen TV fyrir svona, þá geturu verið með t.d. sjónvarp símans appið bara og streymt tv í gegnum wifi, svo jú tekið með þér í bústaðinn og notað bara sem venjulegt android tæki.
+1 á þetta, færð bara einhverja góða dokku eða uppstillingu fyrir hann til að geta horft auðveldlega á hann og þá væri þetta snilld.
Re: Einfaldasta leiðin til að ná TV í eldhúsið?
Sent: Þri 10. Feb 2015 18:37
af kleina
Hvar fæ ég touchscreen TV? Einhver með reynslu af slíku?
Re: Einfaldasta leiðin til að ná TV í eldhúsið?
Sent: Þri 10. Feb 2015 19:11
af appel
Tölvulistinn var með svona, sé hann ekki lengur á vefnum hjá þeim.
Þetta er svona c.a. 20" android snertiskjár.
Re: Einfaldasta leiðin til að ná TV í eldhúsið?
Sent: Þri 10. Feb 2015 21:03
af Sera
Ég er búin að græja þetta, setti upp 23" skjá með HDMI tengi sem ég átti og fékk afruglara til að tengja við hann. Eina vandamálið er að það er svo langt frá router - löng netsnúra og mikið lagg á signalinu. Ég er líka búin að prófa að nota rafmagnstenglana til að taka netið í gegn en það laggar enn meira þannig. Nú er að reyna að finna út úr þessu svo signalið verði stöðugt.