Síða 1 af 1
Er hægt að nota auka myndlykil frá Símanum í öðru húsi?
Sent: Þri 18. Nóv 2014 16:44
af DarkerFate
Held að titillinn skýri sig alveg nógu vel, öll svör eru vel þegin.
Hef heyrt af einni konu sem tekur myndlykil foreldra sinna heim til sín, og hann virkar 100%.
Re: Er hægt að nota auka myndlykil frá Símanum í öðru húsi?
Sent: Þri 18. Nóv 2014 16:45
af Kristján Gerhard
Áskriftin er væntanlega tengd við raðnúmerið á lyklinum, en ekki netáskriftina, svo það er væntanlega ekkert þessu til fyrirstöðu. Spurning hvort að þetta sé brot á skilmálum.
Re: Er hægt að nota auka myndlykil frá Símanum í öðru húsi?
Sent: Þri 18. Nóv 2014 16:49
af DarkerFate
Takk fyrir skjótt svar, alveg spurning hvort það sé þess virði að taka áhættuna.
Re: Er hægt að nota auka myndlykil frá Símanum í öðru húsi?
Sent: Þri 18. Nóv 2014 16:54
af Kristján Gerhard
Síminn skrifaði:Áskriftarbúnaðurinn er einungis ætlaður viðskiptavini. Honum er óheimilt að leyfa öðrum afnot af honum með því að leigja hann, selja eða láta af hendi með öðrum hætti. Notkun á áskriftarbúnaði utan heimilis viðskiptavinar er óheimil. Síminn ábyrgist ekki að búnaður virki annars staðar en á upphaflegu heimili viðskiptavinar, t.d. eftir búferlaflutninga.
https://www.siminn.is/siminn/verslanir-thjonusta/skilmalar/sjonvarp-simans/
Re: Er hægt að nota auka myndlykil frá Símanum í öðru húsi?
Sent: Þri 18. Nóv 2014 17:03
af Glazier
Nr. 5
Aukamyndlykla má aðeins nota á sama heimili og aðalmyndlykil. Sé aukamyndlykill notaður utan heimilis má innheimta fullt áskriftargjald fyrir hann frá upphafi skráningar.
En það þýðir samt ekki að þú getir ekki farið með myndlykil á milli húsa.. alveg eins og flestir sem keyra hratt komast upp með það í einhvern tíma áður en þeir eru stoppaðir