Risasjónvarp eða flísasjónvarp? Hver er framtíðin?
Sent: Þri 04. Nóv 2014 23:18
Þróunin í sjónvörpum virðist vera sú að þau eru að stækka og upplausnin er að verða meiri, enda er forsendan fyrir því að upplausnin njóti sín er að sjónvörpin séu stærri.
En persónulega held ég að þessi risasjónvörp, 60-70-80" séu ekki málið fyrir nema lítinn hóp. Þessi tæki henta helst fyrir þá sem eru með stóra stofu, en fyrir mig sem hefur verið með 50" sjónvarp síðan 2008 þá er ég frekar sáttur við stærðina á því, ég er ekki viss um að stofan mín ráði við mikið stærra sjónvarp, kannski 55-60", en ekki stærra. Satt að segja þekki ég fáa sem eru með rými sem rýma þessi risastóru tæki.
En hvað annað gæti verið málið?
Ég hef erlendis séð á sýningum svokallar "flísar", sem er raðað saman til að mynda samfelldan skjá, og hef orðið mjög impressed. Þetta er ekki orðið aðgengilegt fyrir venjulegt fólk, enda enn mjög dýr lausn.
You get the idea. Málið er að þessi panelar eru að verða þynnri, léttari, og eru að verða nær borderless, sem þýðir að í framtíðinni verður hægt að kaupa kassa af flísum og einfaldlega flísaleggja stofuvegginn hjá sér til að mynda einn samfelldan skjá sem getur sýnt allskonar bara. Ég held að þetta gæti verið framtíðin, allavega "beyond 4K".
Ég hugsa að þegar fermetraverðið á flísunum er komið í c.a. 50-80 þús kr. þá verði þetta mjög áhugaverður kostur í stað hefðbundins sjónvarps. (60" sjónvarp í dag er c.a. 1 fm og kostar um 350þ). En hrár panell er líklega mun ódýrari heldur en eitt samsett sjónvarp, þannig að við erum ekki ýkja langt frá því að panelar verði þetta ódýrir. Svo má líkja velta fyrir sér hvort þetta verði bara ekki í einhverju veggfóðri!
En myndið þið vilja veggjafóðra allan stofuvegginn hjá ykkur svona?
En persónulega held ég að þessi risasjónvörp, 60-70-80" séu ekki málið fyrir nema lítinn hóp. Þessi tæki henta helst fyrir þá sem eru með stóra stofu, en fyrir mig sem hefur verið með 50" sjónvarp síðan 2008 þá er ég frekar sáttur við stærðina á því, ég er ekki viss um að stofan mín ráði við mikið stærra sjónvarp, kannski 55-60", en ekki stærra. Satt að segja þekki ég fáa sem eru með rými sem rýma þessi risastóru tæki.
En hvað annað gæti verið málið?
Ég hef erlendis séð á sýningum svokallar "flísar", sem er raðað saman til að mynda samfelldan skjá, og hef orðið mjög impressed. Þetta er ekki orðið aðgengilegt fyrir venjulegt fólk, enda enn mjög dýr lausn.
You get the idea. Málið er að þessi panelar eru að verða þynnri, léttari, og eru að verða nær borderless, sem þýðir að í framtíðinni verður hægt að kaupa kassa af flísum og einfaldlega flísaleggja stofuvegginn hjá sér til að mynda einn samfelldan skjá sem getur sýnt allskonar bara. Ég held að þetta gæti verið framtíðin, allavega "beyond 4K".
Ég hugsa að þegar fermetraverðið á flísunum er komið í c.a. 50-80 þús kr. þá verði þetta mjög áhugaverður kostur í stað hefðbundins sjónvarps. (60" sjónvarp í dag er c.a. 1 fm og kostar um 350þ). En hrár panell er líklega mun ódýrari heldur en eitt samsett sjónvarp, þannig að við erum ekki ýkja langt frá því að panelar verði þetta ódýrir. Svo má líkja velta fyrir sér hvort þetta verði bara ekki í einhverju veggfóðri!
En myndið þið vilja veggjafóðra allan stofuvegginn hjá ykkur svona?