Síða 1 af 2

Plex á samsung sjónvarpi

Sent: Mið 15. Okt 2014 17:19
af Cascade
Ég er að keyra Plex heima og það er algjör snilld.

Keyri media serverinn á borðtölvu með C2D cpu, 4gb ram. Sjónvarpið er tengt með ethernet snúri sem fer í gegnum routerinn og er því væntanlega 100mbit samband þarna á milli.
Það er því væntanlega ekkert transcode-ing í gangi.

Sjónvarpið er næst nýjasta útgáfan af 8 seríu frá Samsung, er því held ég 2013 módel.



Ég hef núna upp á síðkastið verið að lenda í buffering. Þeas myndin stöðvast til að loadast og þetta gerist pínu random. Stundum gerist þetta ekki heilan þátt, stundum gerist þetta 5x á 10mín. Einstaka sinnum kemur meiraað segja error og ég dett úr að horfa á þáttinn í menu-ið á Plex.
Þetta gerðist ekki þegar ég byrjaði að nota Plex. Eini munurinn sem mér dettur í hug er að library-ið var pínu lítið þá, en það er að stækka duglega. (Byrjaði í raun á 1GB (einum þátt) og er núna með kannski 1-1.5TB). Samt skrítið að það myndi hafa áhrif á þetta... nema kannski libraryið sé að éta upp allt RAMið í sjónvarpinu og minnkar buffer stærðina... skot útí loftið



Meðan þetta er að gerast, þá er engin vinnsla í gangi á borðtölvunni, CPU, netnotkun, RAM allt í lágmarki svo mér sýnist þetta ekki verða vandamál varðandi server-inn.

Getur verið að Plex client-inn í samsung sé bara ekki nægilega góður og vandamálið liggi þar?
Það er hægt að stilla buffer stærð þar, en það er alls ekki mælt með því sé sjónvarpið nýrra en 2011.

Ég mun á næstunni setja upp plex client á litla tölvu sem ég á til að athuga hvort þetta vandamál hverfi, en mig langaði að heyra af reynslu ykkar af Plex í samsung sjónvörpum.


Segjum svo að þetta lagist með að keyra plex client á dedicated hardware-i (apple TV, lítilli tölvu eða hverju sem er) Þá myndi ég helst kjósa að laga þetta vandamál. Mér finnst þægilegt að hafa þetta í sjónvarpinu og vera ekki að bæta við öðru tæki á sjónvarpsborðið. Mér finnst þetta svo svakalega pent að það fari bara ethernet snúra í sjónvarpið og ég er með allt Plex inni

Re: Plex á samsung sjónvarpi

Sent: Mið 15. Okt 2014 17:55
af fallen
Ég veit ekki afspilunargetu þessara sjónvarpa, en ertu viss um að sjónvarpið ráði við direct play? Ef þú ert tengdur með kapli og ert samt að fá buffering þá myndi ég prófa að láta serverinn transkóða video sem þú veist að bufferar mikið. Serverinn í undirskriftinni minni streymir Plex direct play í gegnum WiFi án vandræða, en tækin höndla það þá líka.

Re: Plex á samsung sjónvarpi

Sent: Mið 15. Okt 2014 18:17
af AntiTrust
Amk. 5 af mínum users nota Plex í Samsung TV og margir þeirra eru að lenda í sambærilegum vandræðum, sem mig grunar að megi rekja til nýlegrar útgáfu af PMS. Hvaða version ertu að keyra af PMS?

Re: Plex á samsung sjónvarpi

Sent: Mið 15. Okt 2014 18:24
af Cascade
AntiTrust skrifaði:Amk. 5 af mínum users nota Plex í Samsung TV og margir þeirra eru að lenda í sambærilegum vandræðum, sem mig grunar að megi rekja til nýlegrar útgáfu af PMS. Hvaða version ertu að keyra af PMS?


Það er

Version 0.9.9.14

Kíkti á plex download og mér sýnist þetta vera komið í: Version 0.9.11.1. Það eru kannski 2 mánuðir síðan ég setti þetta upp


Ég er nokkuð viss um að sjónvarpið ráði við direct play, ég gat í byrjun spilað 1080p myndir án vandamála. Þessi samsung sjónvarp ráða líka við ansi mikið þegar þú tengir USB disk við þau.

Re: Plex á samsung sjónvarpi

Sent: Mið 15. Okt 2014 18:25
af AntiTrust
Eftir að ég setti upp nýjustu PlexPass útgáfu af PMS hefur þetta minnkað, er þó ekki kominn með næga reynslu til að segja til með vissu.

Re: Plex á samsung sjónvarpi

Sent: Mið 15. Okt 2014 18:29
af Cascade
AntiTrust skrifaði:Eftir að ég setti upp nýjustu PlexPass útgáfu af PMS hefur þetta minnkað, er þó ekki kominn með næga reynslu til að segja til með vissu.


Það er þá tvennt þarna breyting frá mínu kerfi.

1: PlexPass
2: Nýrri útgáfa af PMS

Miðað við að þetta sé alveg sama forrit, en PlexPass versionið hafi bara fleiri features


Ég prófa allavega í kvöld að uppfæra PMS.
Ég sé hinsvegar ekki að ég ætti að græða eitthvað á PlexPass, það væri mjög skrítið

Ég væri alveg til í að kaupa PlexPass, en sé ekki hvað ég myndi græða á því, nema offlien use á mobile tæki og trailers.. en ég myndi nota hvort í raun

Re: Plex á samsung sjónvarpi

Sent: Mið 15. Okt 2014 18:33
af AntiTrust
Græðir betri yfirsýn á notendur sem horfa á efni frá þér og hver user fær sitt eigið view/on deck etc. Færð líka alltaf aðgang að nýjustu útgáfum talsvert fyrr, og jafnvel betum. Plex Sync, sem er snilld. Nota það til að synca tónlist og vídjó yfir á síma og iPada fyrir offline use.

Munurinn á PMSinum sem ég er með uppsettann og sá sem þú ert með er talsverður, og þá sérstaklega hvað transkóderinn varðar, hann breyttist mikið í síðustu útgáfu. Útskýrir samt sem áður ekki vandræðin sem þú ert að lenda í, ég keyrði sömu útgáfu og þú ert með núna fyrir e-rjum mánuðum í talsverðan tíma án teljandi vandræða með neina clienta.

Re: Plex á samsung sjónvarpi

Sent: Mið 15. Okt 2014 18:36
af Cascade
Ég hef spáð að gefa fólki aðgang á minn server. Hef ekki gert það vegna þess að það er einstaklingur á heimilinu sem spilar stundum starcraft.

Ef einhver væri að horfa á mynd frá mér, myndi pingið ekki skemmast mikið hjá honum í starcraft?

Þetta er á 50/25 ljósneti símans

Re: Plex á samsung sjónvarpi

Sent: Mið 15. Okt 2014 18:46
af nidur
Það eru tveir sem nota samsung tv hjá mér, þeir lenda ekki í þessu, er með Version 0.9.9.14 á servernum.

Hef bara séð direct play spiluð á þessi sjónvörp og báðir eru með apple tv sem virkar verr af því að appið á ipodnum er frekar slappt.

Ertu að keyra eitthvað annað á þessum plex server?

Re: Plex á samsung sjónvarpi

Sent: Mið 15. Okt 2014 19:51
af Cascade
Er að keyra sickbeard, couchpotato og sabnzd

Eins og eg sagði cpu % er alltaf í lágmarki, lika þegar þetta er að gerast

Re: Plex á samsung sjónvarpi

Sent: Mið 15. Okt 2014 21:20
af kfc
Var að lenda í þessu vandamáli þegar ég var með þetta í gengum Wifi en eftir að ég tengi þetta með Cat5e hefur þetta ekki verið vandamál

Re: Plex á samsung sjónvarpi

Sent: Mið 15. Okt 2014 21:40
af Cascade
Ef ég geri check for updates kemur samt þessi gluggi:

Re: Plex á samsung sjónvarpi

Sent: Mið 15. Okt 2014 21:45
af olafurfo
Mitt var alltaf að crasha þegar ég kveikti á Plex, prufaði að factory reseta og þá fékk ég einnig nýtt update fyrir TV. Virkað mjög vel síðan þá, spurning hvort þú þyrfti að reseta ?

Re: Plex á samsung sjónvarpi

Sent: Mið 15. Okt 2014 23:40
af DaRKSTaR
nota serviio.. var með plex og það var bara eintóm bras.

er með sony tæki

Re: Plex á samsung sjónvarpi

Sent: Fim 16. Okt 2014 08:31
af AntiTrust
DaRKSTaR skrifaði:nota serviio.. var með plex og það var bara eintóm bras.

er með sony tæki


í 90% tilfella sem Plex er með vesen er það stillingaratriði. Serverinn ekki rétt stilltur/underpowered eða skrár ekki nefndar rétt etc. Ég get amk ekki lastað Plex mikið, og hef ég prufað Servioo, MB3 og flr. til samanburðar. Viðmótið á Servioo er svo varla sambærilegt við Plex. Plex er líka mikið resource þægara, á meðan Servioo er mjög frekt á RAM fyrir hvað það er að gera.

Cascade skrifaði:Ef ég geri check for updates kemur samt þessi gluggi:


Skrýtið, nýjasta Public non-PlexPass útgáfan er 0.0.1101. Finnur hana undir plex.tv/downloads.

Re: Plex á samsung sjónvarpi

Sent: Fim 16. Okt 2014 08:38
af jericho
kfc skrifaði:Var að lenda í þessu vandamáli þegar ég var með þetta í gengum Wifi en eftir að ég tengi þetta með Cat5e hefur þetta ekki verið vandamál


Ég hef sömu sögu að segja. Í gamla húsinu mínu notaði ég WiFi til að spila efni úr pc í samsung sjónvarpið mitt með Plex. Þá var routerinn staðsettur beint fyrir ofan sjónvarpið uppi á næstu hæð (timburhús). Ég gat spilað 1080-fullHD efni (+20gb skrár) yfir WiFi-ið, svo það virðist sem wifi hardware-ið í samsung sjónvarpinu ráði vel við það.

Svo flutti ég í nýtt hús og þá var routerinn LAAANGT frá sjónvarpinu og ég gat ekki spilað efni því það var sífellt að buffera. Þá leiddi ég kapal á milli og þar með var vandamálið úr sögunni.

Re: Plex á samsung sjónvarpi

Sent: Fös 17. Okt 2014 19:37
af Cascade
Ég prufaði að láta sjónvarpið fá nýja uppfærslu, það sagðist vera með þá nýjustu.

Ég er alveg blank á þessu.

Ég ætla prufa að setja plex upp á litla tölvu sem ég á og spila þetta þannig. Ef það virkar smooth þá væri ég búinn að útiloka að þetta væri PMS vandamál

Re: Plex á samsung sjónvarpi

Sent: Lau 18. Okt 2014 01:03
af nonesenze
ertu með windows 7 eða 8, ég væri til í að vita hvort það væri munur þar á?

Re: Plex á samsung sjónvarpi

Sent: Sun 19. Okt 2014 13:09
af g0tlife
Er með win7 og er að spila 13gb bluray myndir yfir í samsung sjónvarpið gegnum wifi. Hef aldrei séð þetta buffering dæmi eða eitthvað álika með plex

Re: Plex á samsung sjónvarpi

Sent: Sun 19. Okt 2014 13:46
af Cascade
Það er win8 a tölvunni
Eg nennti svo ekki að sækja acer aspire tölvuna mína
Gat aðan horft a nokkra þætti an buffering
Skritið hvað þetta er random

Re: Plex á samsung sjónvarpi

Sent: Sun 19. Okt 2014 14:42
af worghal
ég nota ps3ms til að streama á mitt samsung sjónvarp og hef aldrei lennt í laggi.

Re: Plex á samsung sjónvarpi

Sent: Mán 27. Okt 2014 00:12
af Cascade
Ég setti Plex Home Theatre upp á Core2Duo vél sem ég á og tengdi við sjónvarpið

Horfði á 2 þætti, tæplega 2klst worth of efni. Þetta hökti ekki einu sinni.

Engar aðrar breytingar voru gerðar, ég tók LAN-snúruna úr sjónvarpinu og setti í tölvuna, tengdi hana með HDMI í sjónvarpið og spilaði af tölvunni með PHT.

Sjónvarpið er UE65F8000, F-Series (2013) model, skv. Plex - About
Plex App Version 1.015

Ég sá að það var til 1.016 sem kom sama dag, skv. logginu sé ég ekki hvað það gerir fyrir mig:

Kóði: Velja allt

v 1.016 - 2014-06-12
- [FIXED] - Resuming a transcoded video would fail after being paused for some time.
- [UPDATED] - Adapted for 2010 and 2011 models.



Mér finnst reyndar lúkkið í PHT vera miklu flottara en í Samsung appinu... en þægindin að hafa þetta bara í sjónvarpinu eru gríðarleg. Þvílíkt bögg að þetta virki ekki
Hvaða lausn finnst ykkur best til að spila Plex í sjónvörpum?
Veit ekki hvað ég nenni að hafa borð tölvu lengi þarna hliðin á sjónvarpinu, væri til í nettari lausn

Eru menn almennt með "alvöru" HTPC að keyra PHT, eða eru menn að keyra litlar Roku eða e-ð slíkt?

Re: Plex á samsung sjónvarpi

Sent: Mán 27. Okt 2014 05:38
af slapi
Ég er með raspberry pi og rasplex. Stjórna öllu með fjarstýringunni af sjónvarpinu í gegnum hdmi-cec.
Mætti alveg vera meira snappy en upplifunin er góð

Re: Plex á samsung sjónvarpi

Sent: Mán 27. Okt 2014 08:55
af AntiTrust
Cascade skrifaði:Eru menn almennt með "alvöru" HTPC að keyra PHT, eða eru menn að keyra litlar Roku eða e-ð slíkt?


Ég er með Chromecast í öllum TVinum á heimilinu og svo er ég með líka með HTPC með PHT inní stofu þegar ég vil DTS-MA og co. Stjórna því með Harmony fjarstýringunni, mjög þægilegt.

Re: Plex á samsung sjónvarpi

Sent: Mán 27. Okt 2014 09:06
af Cascade
AntiTrust skrifaði:
Cascade skrifaði:Eru menn almennt með "alvöru" HTPC að keyra PHT, eða eru menn að keyra litlar Roku eða e-ð slíkt?


Ég er með Chromecast í öllum TVinum á heimilinu og svo er ég með líka með HTPC með PHT inní stofu þegar ég vil DTS-MA og co. Stjórna því með Harmony fjarstýringunni, mjög þægilegt.


Og ertu sáttur við allt með chromecastið?
Eins og viðmótið, hversu snöggt það er og allt svoleiðis. Er eini gallinn við þetta að það styður ekki DTS-MA og þess háttar. Þannig ef maður er bara á plain sjónvarpi með ekkert heimabíó, er þetta þá algjörlega málið?

Geturu notað fjarstýringuna af sjónvarpinu til að stjórna þessu?