Síða 1 af 2

39" United - Y so cheap?

Sent: Fim 09. Okt 2014 18:55
af yatzy
Ég er að spá í að kaupa mér sjónvarp (reyndar búinn að því).

En ég sé að Max, Hagkaup og Heimilistæki t.d. eru með 39" United Full HD á 69-89.000. Af hverju er það svona ódýrt? Hefur einhver hugmynd um það?
( http://www.hagkaup.is/vorur/raftaeki/sjonvorp/vnr/21936 )

Í hverju liggur munurinn á þessu United 39" og öðrum svipuðum sjónvörpum sem eru mun mun dýrari?

Re: 39" United - Y so cheap?

Sent: Fim 09. Okt 2014 18:56
af worghal
stutta svarið er, united er drasl.

Re: 39" United - Y so cheap?

Sent: Fim 09. Okt 2014 19:11
af Gislinn
Það eru fáir hlutir í heiminum sem ég hata jafn mikið og 8 ára gamla United sjónvarpið sem er í sjónvarpsherberginu heima. Það er andsetið, það t.d. suðar alltaf í hátulurunum á sjónvarpinu þangað til maður bankar aðeins í það.

Þannig að ég tek algerlega undir orð worghal um að þetta sé drasl. Það er sennilegast mun minna í þessi sjónvörp lagt en í önnur dýrari sjónvörp.

Re: 39" United - Y so cheap?

Sent: Fim 09. Okt 2014 19:31
af yatzy
Takk fyrir svörin! Þannig að kannski er bara alveg eins gott að halda JVC 32" sem ég keypti.

http://www.elko.is/elko/is/vorur/Vinsae ... tail=trueT

Bara þetta Full HD hjá United kitlar dálítið.

Re: 39" United - Y so cheap?

Sent: Fim 09. Okt 2014 19:36
af hagur
Ég hef ágætis reynslu af United. Átti svoleiðis tæki í mööööörg ár.

Re: 39" United - Y so cheap?

Sent: Fim 09. Okt 2014 20:34
af kizi86
af hverju að fá sér benz á 4mills þegar getur keypt lödu á 100þ? svipaðar pælingar..

united er mesta drazl merki sem gert hefur verið, svipaður gæðastimpill (ef hægt er að tala gæðastimpil á rusli) og er á medion tölvunum, stay as far away from it as possible.. u might get ebola!

Re: 39" United - Y so cheap?

Sent: Fim 09. Okt 2014 21:12
af fedora1
Ég keypti mér United 28" túbbu sjónvarp þegar fína JVC tækið mitt dó (3 ára). 8 árum síðar var það í fína lagi, það var bara ég sem vildi fá fleiri tengimöguleika.
Ef þú getur keypt fokdýran Bens sem endist bara í 3 ár, eða miklu ódýrari Lödu sem endist í 10 ár, af hverju taka Bens?
Það má vel vera að United sé ekki með alla fídusa sem dýrari sjónvörp eru með, en ég held að það sé ekkert hægt að segja að þau séu drasl. Amk ekki endingalega séð.

Re: 39" United - Y so cheap?

Sent: Fim 09. Okt 2014 21:17
af kizi86
hef átt 3 united túbusjónvörp, öll voru helvítis crap.. entust ekki neitt.. (samt túbusjónvörp höfðu flest laaangan endingartíma, svo auðvitað eru einstaka tæki sem endast, en yfir allt er united crap)

og hvaða benz endist bara í 3 ár? mínir báðir eru vel yfir 20 ára og eru enn mjög góðir.. hvað sérðu margar lödur sem eru enn í umferð?

og með united flatskjái í dag, gerðu bara myndgæðasamanburð á united sjónvarpinu sem hann linkaði á, og einhverju samsung eða lg tæki, miiiiiiiikill munur! (jafnvel á ódýrustu týpu af samsung eða lg og á united)

Re: 39" United - Y so cheap?

Sent: Fim 09. Okt 2014 21:20
af Saber
United hefur það fram yfir öll hin cheapo merkin að það hefur verið til síðan forever. Hins vegar þá er það ekki mjög hughreystandi að það finnst ekki baun um það á netinu.

Re: 39" United - Y so cheap?

Sent: Fim 09. Okt 2014 21:48
af Klaufi
kizi86 skrifaði:og hvaða benz endist bara í 3 ár?

Nýlegur..

Re: 39" United - Y so cheap?

Sent: Fim 09. Okt 2014 22:33
af Skippó
Klaufi skrifaði:
kizi86 skrifaði:og hvaða benz endist bara í 3 ár?

Nýlegur..

Veit ekki alveg hver reynslan þín er á benzum en þeir eru alveg vel þekktir fyrir það að endast í 15+ ár með venjulegu viðhaldi.

Re: 39" United - Y so cheap?

Sent: Fim 09. Okt 2014 22:41
af Klaufi
Skippó skrifaði:
Klaufi skrifaði:
kizi86 skrifaði:og hvaða benz endist bara í 3 ár?

Nýlegur..

Veit ekki alveg hver reynslan þín er á benzum en þeir eru alveg vel þekktir fyrir það að endast í 15+ ár með venjulegu viðhaldi.


:lol:

Enda er ekki kominn 15 ára reynsla á bíla eftir 2000...

Re: 39" United - Y so cheap?

Sent: Fim 09. Okt 2014 23:51
af siggik
Enda keyrir maður bara BMW strákar ...


en JVC frá Elko eru fín sjónvörp

Re: 39" United - Y so cheap?

Sent: Fös 10. Okt 2014 09:07
af Tesli
Þetta United LCD sjónvarp er verra en að hafa túbusjónvarp í sömu stærð. Svarti liturinn er grár og hreyfingin á myndinni hikstar. Mér finnst Lada Vs Bens samlíkingin góð, ef þú ert fátækur maður sem hefur ekki áhuga fyrir bílum þá kaupir þú Lada. Á sama hátt ef þú átt lítinn pening, hálf blindur og skítsama um gæði myndarinnar þá kaupir þú United.

Re: 39" United - Y so cheap?

Sent: Fös 10. Okt 2014 09:46
af Tbot
Sem fyrrum Lödu eigandi er það hrein svívirða að líkja Lödu við einhvað United rusl.

Samaran var ok, alltaf í gang, varahlutir ódýrir og einfalt að gera við hana.

United er samansafn af íhlutum sem aðrir hafa hent í ruslið hjá sér.

Re: 39" United - Y so cheap?

Sent: Fös 10. Okt 2014 09:47
af svanur08
Fyndið hvað þið hatið allir United. :happy

Re: 39" United - Y so cheap?

Sent: Fös 10. Okt 2014 09:49
af machinefart
kizi86 skrifaði:hef átt 3 united túbusjónvörp, öll voru helvítis crap.. entust ekki neitt.. (samt túbusjónvörp höfðu flest laaangan endingartíma, svo auðvitað eru einstaka tæki sem endast, en yfir allt er united crap)

og hvaða benz endist bara í 3 ár? mínir báðir eru vel yfir 20 ára og eru enn mjög góðir.. hvað sérðu margar lödur sem eru enn í umferð?

og með united flatskjái í dag, gerðu bara myndgæðasamanburð á united sjónvarpinu sem hann linkaði á, og einhverju samsung eða lg tæki, miiiiiiiikill munur! (jafnvel á ódýrustu týpu af samsung eða lg og á united)


ehh?

þú gerðir samlíkinguna.... hann var bara að sýna þér hvað hún var léleg.

Þú að munur á united og alvöru sjónvarpi væri benz og lada. Hann átti high end sjónvarp sem entist í 3 ár og united entist í 10 ár. Þess vegna sagði hann að það væri nú ekki mikill tilgangur í því að fá sér benz EF þeir entust í 3 ár, þá er hann að meina að það er nú ekki gaman að borga meira fyrir rosalega flott sjónvarp þegar þau ná ekki að endast lengur en crappið united. Hann var ekki að dissa benz, hann var að dissa þessa ógeðslega ýktu og lélegu samlíkingu hjá þér.

Re: 39" United - Y so cheap?

Sent: Fös 10. Okt 2014 11:27
af kizi86
machinefart skrifaði:
kizi86 skrifaði:hef átt 3 united túbusjónvörp, öll voru helvítis crap.. entust ekki neitt.. (samt túbusjónvörp höfðu flest laaangan endingartíma, svo auðvitað eru einstaka tæki sem endast, en yfir allt er united crap)

og hvaða benz endist bara í 3 ár? mínir báðir eru vel yfir 20 ára og eru enn mjög góðir.. hvað sérðu margar lödur sem eru enn í umferð?

og með united flatskjái í dag, gerðu bara myndgæðasamanburð á united sjónvarpinu sem hann linkaði á, og einhverju samsung eða lg tæki, miiiiiiiikill munur! (jafnvel á ódýrustu týpu af samsung eða lg og á united)


ehh?

þú gerðir samlíkinguna.... hann var bara að sýna þér hvað hún var léleg.

Þú að munur á united og alvöru sjónvarpi væri benz og lada. Hann átti high end sjónvarp sem entist í 3 ár og united entist í 10 ár. Þess vegna sagði hann að það væri nú ekki mikill tilgangur í því að fá sér benz EF þeir entust í 3 ár, þá er hann að meina að það er nú ekki gaman að borga meira fyrir rosalega flott sjónvarp þegar þau ná ekki að endast lengur en crappið united. Hann var ekki að dissa benz, hann var að dissa þessa ógeðslega ýktu og lélegu samlíkingu hjá þér.

og ég benti á að það eru yfirgnæfandi líkur á að tæki sem vel er lagt í endist lengur.. hef átt samsung og Bang og Olufssen túbur og þær entust mjöööög lengi.. united ekkert.. þótt HANN hafi átt einstakt tæki sem entist þá þýðir það samt ekki að united er yfir allt litið, MJÖG lélegt merki, ömurlegt build quality með sub par parts..

Re: 39" United - Y so cheap?

Sent: Fös 10. Okt 2014 12:59
af fedora1
Það var ekki meining hjá mér að dissa Bens, Lödu eða aðra bíla. Ég var bara að segja að mín reynsla af United hafi ekki verið slæm. :-"

Re: 39" United - Y so cheap?

Sent: Fös 10. Okt 2014 14:38
af machinefart
Skil samt ekki alveg af hverju það er verið að blanda túbusjónvörpum inn í þessa umræðu.

nokia framleiddu líka rosalega flotta farsíma, það þýðir ekki að snjallsímarnir þeirra séu top of the line.

Re: 39" United - Y so cheap?

Sent: Fös 10. Okt 2014 15:03
af Viktor
machinefart skrifaði:Skil samt ekki alveg af hverju það er verið að blanda túbusjónvörpum inn í þessa umræðu.

nokia framleiddu líka rosalega flotta farsíma, það þýðir ekki að snjallsímarnir þeirra séu top of the line.


x2

Re: 39" United - Y so cheap?

Sent: Fös 10. Okt 2014 15:09
af DaRKSTaR
united tæki hafa alltaf verið ódýr frá því þau komu fyrst.

þessi tæki hafa alltaf enst lengur en menn hafa gert ráð fyrir miðað við verð.
sjálfur átti ég eitt tæki sem ég kaupi árið 2000.. tækið kostaði 29 þús.. var 28" tommu og entist mér í 6 ár.. góð ending vs verð.

hugsa að þessi tæki séu mjög góð og duga vel þeim sem eru bara að glápa á sjónvarpið.. t.d stöð2 og það sull.

ráðleggja öllum að kaupa þessi tæki sem eru að leita að einhverju mjög ódýru.. hugsa eftir áramót verði þessi tæki komin í 50 þús kall þegar vörugjöldin eru farin.

Re: 39" United - Y so cheap?

Sent: Fös 10. Okt 2014 21:19
af biturk
United sjonvarpið sem eg fekk i fermingargjof gengur ennþa

Eg er 26 i þessum manuði....og dvd spilarinn lika, sama ending

Fin tæki og goð ending

Re: 39" United - Y so cheap?

Sent: Fös 10. Okt 2014 21:40
af hagur
Finnst þessi umræða vera komin á villigötur.

Auðvitað kaupir enginn videophile sér United sjónvarp. Þetta er svona "ömmu og afa" sjónvarp. Af minni reynslu eru þetta traust tæki sem endast vel, en þú ert ekkert að fá neina fídusa og myndgæðin jafnast auðvitað ekkert á við dýrari tæki eins og Samsung/LG/Philips/Sony etc.

Enda eru þau ódýr, sbr. OP.

Re: 39" United - Y so cheap?

Sent: Lau 11. Okt 2014 00:54
af dori
hagur skrifaði:Finnst þessi umræða vera komin á villigötur.

Auðvitað kaupir enginn videophile sér United sjónvarp. Þetta er svona "ömmu og afa" sjónvarp. Af minni reynslu eru þetta traust tæki sem endast vel, en þú ert ekkert að fá neina fídusa og myndgæðin jafnast auðvitað ekkert á við dýrari tæki eins og Samsung/LG/Philips/Sony etc.

Enda eru þau ódýr, sbr. OP.

Eru þetta ekki oftast svona "síðasta kynslóð" með fáum fítusum (nánast ekkert I/O etc.) þannig að það er ekkert verið að fara einhverjar ótroðnar slóðir með hlutina. Þeir vita hvað þeir eru með og hvernig það virkar og setja saman ódýran pakka sem virkar til að sýna þér einhverja mynd þó svo að hún sé ekkert endilega sú skarpasta eða besta í bransanum.

Við vorum með svona sjónvarp heima í óratíma og það var bara allt í lagi. Ekkert til að elska en allt í lagi sjónvarp sem entist þokkalega engu að síður.