Síða 1 af 1

Vandamál með heimabíó

Sent: Sun 17. Ágú 2014 17:51
af ColdIce
Sælir.

Pabbi er í bölvuðu veseni með heimabíó þessa daganna. Hann er með Samsung TV og LG heimabíó(veit ekki meira). Hann getur horft á DVD í kerfinu og myndin skilar sér gegnum HDMI með hljóði. En hann hins vegar getur ekki hlustað á kerfið þegar hann er að horfá t.d. stöð 2. Hann er með HDMI tengt frá myndlykli í TV, RCA frá myndlykli í kerfið og kerfið sjálft tengt í TV. Ég hefði haldið að þessi RCA tenging ætti að skaffa hljóð fyrir stöðvarnar(?)
Hann hefur reynt að breyta input á kerfinu í t.d. TV audio og AUX en ekkert gerist.

Any ideas?

Fyrirfram þakkir!

Re: Vandamál með heimabíó

Sent: Sun 17. Ágú 2014 18:01
af dadik
Spurning hvort hann þurfi að stilla sjónvarpið þannig að það viti að það sé tengt við external hátalara. Er amk svoleiðis hjá mér.

Re: Vandamál með heimabíó

Sent: Sun 17. Ágú 2014 18:06
af ColdIce
dadik skrifaði:Spurning hvort hann þurfi að stilla sjónvarpið þannig að það viti að það sé tengt við external hátalara. Er amk svoleiðis hjá mér.

Geturu gefið mér step by step hvernig þú gerir það? Get þá copy/paste á hann bara

Re: Vandamál með heimabíó

Sent: Sun 17. Ágú 2014 21:05
af kfc
Ég var með svipað vandamál og þú, er með Samsung TV og Samsung heimabíó.

Þú þart að vera með myndlykilinn í HDMI 3 og heimabíóið í HDMI 2 og þá á hjóðið að skila sér í heimabíóið. Þart ekki að hafa RCA snúru frá myndlykli í heimabíó.

Það eru stillingar fyrir þetta í sjónvarpinu sem heita Anynet+
http://www.samsung.com/us/support/suppo ... e_seq=1563

Með Anynet+ getur þú stýrt heimabíóinu í gegnum sjónvarpið, þegar þú hækkar með sjónvarpsfjarstýringunni hækkar þú í heimabíóinu og heimabíóið kveikir og slekkur á sér með sjónvarpinu.

Vonandi hjálpar þetta einhvað.

Re: Vandamál með heimabíó

Sent: Sun 17. Ágú 2014 22:01
af gRIMwORLD
Flest sjónvörp í dag eru með ARC (Audio Return Channel) í einu af HDMI tengjunum sínum og Optical Audio Out.

Ef þú ert með heimabíó með HDMI IN þá ættiru auðvitað ekki að lenda í neinu veseni en ef myndlykillinn er ekki HDMI eða tengdur beint í sjónvarpið þá þarf heimabíóið að vera tengt með HDMI úr HDMI (ARC) tenginu á sjónvarpinu í HDMI Out á magnaranum.

Ég persónulega lenti í veseni með HDMI ARC þegar ég fór að hlusta á eitthvað úr innbyggðu forritunum í sjónvarpinu hjá mér og endaði því á að tengja TV með Optical Audio beint í magnarann.