Síða 1 af 1
Hvaða Soundbar / Hljóðkerfi er málið "bang for the buck"
Sent: Mið 16. Júl 2014 19:38
af Hjaltiatla
Hvaða Soundbar / Hljóðkerfi er málið "bang for the buck" í dag ? Var að skoða þetta og leist vel á þetta hjá Elko
http://www.elko.is/elko/is/vorur/Heimabio/Pioneer_21_Soundbar_SBX-N700.ecpAllar hugmyndir vel þegnar um hvaða hljóðkerfi maður ætti að fá sér og þið mælið með (þarf ekki Blue ray spilara).
Re: Hvaða Soundbar / Hljóðkerfi er málið "bang for the buck"
Sent: Mið 16. Júl 2014 19:55
af GuðjónR
Ég er einmitt í sömu pælingum.
Er 100k fyrir Soundbar ekki frekar mikið?
Re: Hvaða Soundbar / Hljóðkerfi er málið "bang for the buck"
Sent: Mið 16. Júl 2014 20:06
af Hjaltiatla
Maður á eftir að skoða hljómgæðin niðrí verslun þegar maður er kominn með betri hugmynd hvað maður ætlar að kaupa, vinnufélagi minn sem vann í Elko mælti með þessu Soundbari og sagði að það væri þrusu hljómur í Soundbarinu og fínn bassi í bassaboxinu ( Vill helst hdmi tengi á Soundbarinu ef ég kaupi þannig græju).
100 k , hef ekki myndað mér skoðun hvort það er of mikið fyrir þessa græju ( veit allavegana að ég vill þokkalegt sound ef ég fer Soundbar leiðina)
Re: Hvaða Soundbar / Hljóðkerfi er málið "bang for the buck"
Sent: Mið 16. Júl 2014 20:21
af GuðjónR
En er nauðsynlegt að vera með bassabox? og hvernig virkar svona HDMI - Bluetooth tengingar? er þá soundbar tengdur með HDMI og bassaboxið með bluetooth við sjáflan soundbar? Eða ? Er ekki betra að tengja Audio OUT á Tv í soundbar? HDMI tengi á TV eru þau ekki bara input?
Nokkrir flottir hérna:
http://sm.is/products/hljomtaeki-heimabiosetthttp://ht.is/products/hljomtaeki-heimabiosett
Re: Hvaða Soundbar / Hljóðkerfi er málið "bang for the buck"
Sent: Mið 16. Júl 2014 20:34
af Hjaltiatla
Actually góðar pælingar hjá þér Guðjón
hef ekki svörin sjálfur en ég ætla að komast að þessu (eða þá einhver klár vaktari gæti svarað þessu)
Mitt tv er allavegana ekki með built in Bluetooth og ef maður vill nota Miracast fídusinn þá er betra að vera með Hdmi tengið. Það er allavegana HDMI OUT á Pioneer græjunni.
Re: Hvaða Soundbar / Hljóðkerfi er málið "bang for the buck"
Sent: Mið 16. Júl 2014 21:49
af MrSparklez
Ef þú ert að fara að eyða 100 kall í græjur þá mæli ég alls ekki með soundbar, ertu nokkuð að leita að hljómgæðum eða ertu bara að leita að einhverju til þess að finna fyrir sprengingum í bíómyndunum ?
Ef þú ert að leita að hljómgæðum þá myndi ég fara í
Dali Zensor 1 og annað hvort þennann
Sony magnara eða þennann
Denon.Svo er alltaf hægt að kaupa gólfhátalara, miðjuhátalara og bassabox seinna og þá ertu kominn með alvöru 5.1 heimabíó græjur.
Re: Hvaða Soundbar / Hljóðkerfi er málið "bang for the buck"
Sent: Mið 16. Júl 2014 22:04
af jonsig
Bestu alvöru græjurnar sem fást á Íslandi eru lílega martin logan en fæstir hafa efni á þeim , og því miður er hinn endinn "normal consumer grade" hljómgræjur til sölu í flestum þessum raftækjaverslunum þvílíkt crap því miður .. flestar þessar keðjur eru á hausnum og eru að rétta buisnessinn við með að selja sínar græjur með þvílíkri álagningu og því færðu mjög lítið fyrir 100þúsund. Það er hægt að gera fáránlega góð kaup í sjónvarpsmiðstöðinni í síðumúlanum eftir jól ..... en því miður virðast allar græjur hækka þar um helming eftir að sú útsala endar .
Ef ég væri á budget´i þá mundi ég reyna festa kaup á tækjum á bland en flestar þær græjur eru í misjöfnu ástandi . Það er hægt að kaupa magnara þar á 1/15 sem þær mundu kosta nýjar með sambærilegum hljóðgæðum þó mun minna sé um alla fítusa og þessar græjur eru oft í 2.1 formatti sem er reyndar ágætt . Þær græjur eru oft búnar að endast í 25ár+ og eiga eftir að endast önnur 25ár .. græjur í dag hafa oft önnur vandamál og skæðari sjálfsagt planned obsolescence .
ykkur er velkomið að pm´a mig ef þið sjáið eitthvað classic á bland sem þið vitið ekki mikið um .
Re: Hvaða Soundbar / Hljóðkerfi er málið "bang for the buck"
Sent: Mið 16. Júl 2014 23:30
af svanur08
Færi miklu frekær í 5.1 kerfi fyrir minni pening ---->
http://sm.is/product/3d-blu-ray-51-heim ... n-scbtt400
Re: Hvaða Soundbar / Hljóðkerfi er málið "bang for the buck"
Sent: Fim 17. Júl 2014 00:09
af jonsig
Þú gætir haft crap 5.1 kerfi meðan ég hefði fancy 2.1 kerfi
Ef þeir eru að tala um soundbar þá hafa þeir hugsanlega ekki aðstöðu fyrir 5.1 og ef ég þekki GuðjónR rétt þá er hann bara að fara horfa á guiding light og veðurfréttir .
Re: Hvaða Soundbar / Hljóðkerfi er málið "bang for the buck"
Sent: Fim 17. Júl 2014 00:34
af svanur08
jonsig skrifaði:Þú gætir haft crap 5.1 kerfi meðan ég hefði fancy 2.1 kerfi
Ef þeir eru að tala um soundbar þá hafa þeir hugsanlega ekki aðstöðu fyrir 5.1 og ef ég þekki GuðjónR rétt þá er hann bara að fara horfa á guiding light og veðurfréttir .
Yeps ef fólk vill soundbar þá fær það sér soundbar
Re: Hvaða Soundbar / Hljóðkerfi er málið "bang for the buck"
Sent: Fim 17. Júl 2014 00:35
af svanur08