Í fyrsta lagi er ekki hægt að bera saman Sennheiser HD558 og Audio Technica M50. Sennheiser tólin eru opin og Audio Technica tólin eru lokuð. Þú kaupir bara lokuð heyrnartól til að hlusta á tónlist einhversstaðar sem er hávaði, í strætó, úti á götu, o.s.frv. Ef þú setur sömu hátalara í lokuð og opin heyrnartól hljóma opnu heyrnartólin alltaf betur, því hljóðeinangrunin á lokuðum heyrnartólum lokar líka tónlistina inni, það verður eins og að hlusta á tónlist í dós.
Ég er sjálfur með Sennheiser HD558, og ég er mjög ánægður með þau. Þau eru kannski örlítið of dýr, en heyrnartól sem eru betri svo um munar kosta samt miklu meira. Önnur heyrnartól sem ég mæli með eru
Alessandro MS-1i. Þau eru basically Grado SR-80i sem hafa verið breytt til að hafa meiri óhlutdrægan hljóm. Þau eru ódýrari en Sennheiser HD558, en þú verður að kaupa þau á netinu (sendingin er frí ef ég man rétt).
Ég hef enga reynslu á lokuðum heyrnartólum, ég hlusta ekki á tónlist annars staðar en heima eða á skrifstofunni. En það sem ég hef lesið er að Audia Technica M50 eiga ekki fyllilega skilið vinsældir sínar, þannig skoðaðu líka önnur tól ef þig vanntar lokuð tól. Á þessari síðu er mikið af upplýsingum um góð opin og lokuð heyrnartól í ólíkum verðflokkum til að hafa í huga:
http://www.head-fi.org/a/headphone-buying-guide#Eitt enn: ef þú ætlar að eyða heilum 40 þúsund krónum í heyrnartól, þá er betra að nota ekki nema 25-30 þúsund í heyrnartólin sjálf, og kaupa svo entry-level heyrnartólamagnara (
e. headphone amplifier), sérstaklega ef þú hlustar á tónlist í tölvunni. Ég er sjálfur með Fiio E10, kostaði ekki nema 7 þúsund þar sem ég keypti hann, en nú hlusta ég varla á tónlist nema í gegnum hann.