Xtreamer Multi Console AIO
Sent: Fim 26. Jún 2014 16:57
Hjaltiatla skrifaði:Mjög sniðug græja er sjálfur með þetta heima, Ef þú villt nota Netflix þá þarftu bara að sækja Hola appið í Google play store og þá geturu byrjað að notast við Netflix þjónustuna (þar sem þetta keyrir á Android stýrikerfinu)
Eina sem ég lenti í vandræðum með var að þegar ég keyrði upp Xbmc þá vildi það ekki loadast, hins vegar þegar ég update-aði firmware þá byrjaði XBMC að svínvirka
Á reyndar eftir að mynda mér frekari skoðun á græjunni þar sem ég keypti hana í seinustu viku.
Hjaltiatla skrifaði:í XBMC eru gæðin mjög fín , afspilun hjá mér á FULL hd myndum er alveg hnökralaus.
Netflix = er ennþá að reyna að finna útúr því hvernig ég næ myndgæðum í toppgæði ( veit ekki hvort málið er að bandvíddin sé furðuleg inná milli vegna þess að ég er að fara í gegnum Hola unblocker , þarf að prófa aðra vpn þjónustu til að staðfesta það) Virðist vera að detta úr góðum myndgæðum yfir í léleg myndgæði (auto stilling ef bandvíddin lækkar í netflix appinu). Youtube appið er t.d að spila allt eðlilega í fullum gæðum.
OZ appið = virðist ekki virka eins og staðan er núna , fékk þá staðfestingu þegar ég sendi póst á support@oz.com.
Er ekki búinn að eyða miklum tíma í að koma græjunni almennilega upp vegna mikilla anna, en vona að þetta hjálpi þér eitthvað.
KV.Hjalti