Síða 1 af 1
Blue screen á CRT sjónvarpi,
Sent: Mið 09. Apr 2014 19:48
af pulsar
Ég var að spá hvort það sé einhver hætta á screen burn-in, ef blá mynd er á sjónvarpinu klukkutímum saman? Það kemur fyrir að ég sofna yfir sjónvarpinu, þegar móttakarinn slekkur á sér þá kemur þetta..
Veit ekki afhverju, en þetta er eitthvað smá áhyggjuefni hjá mér
Re: Blue screen á CRT sjónvarpi,
Sent: Mið 09. Apr 2014 19:49
af siggik
setur timer á sjónvarpið ..
Re: Blue screen á CRT sjónvarpi,
Sent: Mið 09. Apr 2014 19:51
af KermitTheFrog
Ég myndi allavega ekki vilja sofa með CRT sjónvarp í gangi.
Re: Blue screen á CRT sjónvarpi,
Sent: Mið 09. Apr 2014 20:05
af pulsar
siggik skrifaði:setur timer á sjónvarpið ..
Já ég gleymi því stundum
Re: Blue screen á CRT sjónvarpi,
Sent: Sun 20. Apr 2014 20:12
af pulsar
bump
Re: Blue screen á CRT sjónvarpi,
Sent: Sun 20. Apr 2014 21:23
af halldorjonz
nei ég held að það sé ekkert slæmt á CRT sjónvarpi nema þá bara fyrir sjálfan þig
Re: Blue screen á CRT sjónvarpi,
Sent: Mán 21. Apr 2014 01:13
af upg8
Ef þú færð ekki burn-in vandamál þá fara litirnir að dofna með tímanum...
Re: Blue screen á CRT sjónvarpi,
Sent: Mán 21. Apr 2014 03:33
af pulsar
upg8 skrifaði:Ef þú færð ekki burn-in vandamál þá fara litirnir að dofna með tímanum...
Hvað meinaru með því?
Re: Blue screen á CRT sjónvarpi,
Sent: Mán 21. Apr 2014 06:23
af upg8
Fosfór húðin dofnar hraðar með mikilli notkun. Túpuskjáir slitna við notkun, ólíkt flestum rafmagnstækjum þá er ekki gott fyrir þau að vera alltaf í gangi nema ætlunin sé að skipta reglulega um túpu. Það verður sífellt erfiðara að nálgast þær í góðu ástandi og ekki er hægt að nota hvaða túpu sem er....
Re: Blue screen á CRT sjónvarpi,
Sent: Mán 21. Apr 2014 16:14
af pulsar
Já ég skil þig, svo það skiptir engu máli fyrir sjónvarpið sjálft að hafa á CNN eða á blue screen í 5 straight tíma, hvað varðar slit eða dofnun?
Re: Blue screen á CRT sjónvarpi,
Sent: Mán 21. Apr 2014 16:51
af upg8
Jú það skiptir máli hvað er á skjánum. Svartur er náttúrulega bestur
Rauður, grænn og blár eru aðskildir litir og ef þú ert mjög mikið með bláan lit á skjánum þá er hætt við að það valdi burn-in áhrifum til lengdar. Hinsvegar verður það ekki eins áberandi þar sem slitið nær jafnara yfir allann skjáinn og þú getur mögulega unnið á móti því að eitthverju leiti með því að fikta í service menu á tækinu.
Re: Blue screen á CRT sjónvarpi,
Sent: Mán 21. Apr 2014 19:00
af axyne
Eitthvað segir mér að sjónvarpið verði löööngu komið á haugana áður en áhrifin af því að hafa bláan skjá tímanum saman komi í ljós.
Myndi ekkert vera að pæla í þessu.
Re: Blue screen á CRT sjónvarpi,
Sent: Mán 21. Apr 2014 21:00
af svanur08
Hver hefur áhyggjur af túbu sjónvarpi lol
Re: Blue screen á CRT sjónvarpi,
Sent: Þri 22. Apr 2014 20:23
af pulsar
Ok, þakka ykkur!
heheh