Suðar í hljóðkerfi í bíl eftir nýtt útvarp
Sent: Fim 27. Mar 2014 01:00
Sælir Vaktarar, var að fá mér nýtt útvarp í bílinn (Pioneer DEH-30MP) og var með Sony CDX-C5000R tæki til að byrja með.
Þurfti að breyta tenginu svo að það myndi passa í útvarpið ( búið að klippa originalið úr, splæsti bara vírunum saman )
Er með magnara í bílnum ásamt nokkrum hátölurum með crossover, rafmagnskapall fyrir magnarann er tengdur einum megin í bílnum meðan allar hinar snúrurnar eru tengdar hinum megin, til að útiloka það.
Eftir að nýja útvarpið fór í bílinn, þá byrjaði að koma suð í alla hátalarana sem fylgir snúningshraða vélarinnar, og suðar alltaf þegar bíllinn er í gangi / eða alveg svissað á, HINSVEGAR ef ég kveiki á ljósunum, þá kemur straumur einmitt á útvarpið líka og get spilað af því þannig, en þá suðar ekki neitt og virkar mjög vel bara ef það er svissað á bílinn eða hann í gangi.
Einnig eltir suðið öll rafmagnstól, semsé suðið hækkar ef ég kveiki á miðstöðinni, rúðuþurrkunum eða afturrúðuhitaranum.
Þetta var ekki svona á gamla útvarpinu.
Hvað gæti verið að? Einhversstaðar er rafmagnstruflun, en spurningin er hvar gæti það verið?
Þurfti að breyta tenginu svo að það myndi passa í útvarpið ( búið að klippa originalið úr, splæsti bara vírunum saman )
Er með magnara í bílnum ásamt nokkrum hátölurum með crossover, rafmagnskapall fyrir magnarann er tengdur einum megin í bílnum meðan allar hinar snúrurnar eru tengdar hinum megin, til að útiloka það.
Eftir að nýja útvarpið fór í bílinn, þá byrjaði að koma suð í alla hátalarana sem fylgir snúningshraða vélarinnar, og suðar alltaf þegar bíllinn er í gangi / eða alveg svissað á, HINSVEGAR ef ég kveiki á ljósunum, þá kemur straumur einmitt á útvarpið líka og get spilað af því þannig, en þá suðar ekki neitt og virkar mjög vel bara ef það er svissað á bílinn eða hann í gangi.
Einnig eltir suðið öll rafmagnstól, semsé suðið hækkar ef ég kveiki á miðstöðinni, rúðuþurrkunum eða afturrúðuhitaranum.
Þetta var ekki svona á gamla útvarpinu.
Hvað gæti verið að? Einhversstaðar er rafmagnstruflun, en spurningin er hvar gæti það verið?