Síða 1 af 1
4K eða 2160p flottara nafn
Sent: Þri 18. Feb 2014 20:00
af svanur08
Hvað finnst ykkur um þetta 4K nafn staðin fyrir 2160p meðan 1080p er notað fyrir blu-ray og 720p/1080i HD útsendingar, ef þeir ætla að kalla þetta 4K í framtíðinni ætti þá ekki að kalla 1080p 2K, hvað finnst ykkur betra nafn á þetta?
Re: 4K eða 2160p flottara nafn
Sent: Þri 18. Feb 2014 20:23
af hagur
Persónulega lýst mér eiginlega bara best á UHD eða Ultra-HD sem er þriðja heitið sem notað er yfir þessa tækni. Þjált og hljómar ágætlega.
Re: 4K eða 2160p flottara nafn
Sent: Þri 18. Feb 2014 20:39
af Hrotti
Mér finnst 4k hljóma einfalt og fínt, eini gallinn er að 4k nafnið var upptekið fyrir DCI stuffið sem að er 4096 á breidd en hæðin breytileg. Þeir voru líka með 2K sem að var 2048 á Breidd. Þannig að í raun er 3840 × 2160 að stela 4K nafninu.
Ég held að ég verði þessvegna að vera sammála síðasta ræðumanni með UHD eða Ultra-HD.
Re: 4K eða 2160p flottara nafn
Sent: Þri 18. Feb 2014 20:44
af svanur08
Mynduð þið þá kalla 1080p bara HD eða Full-HD?
Re: 4K eða 2160p flottara nafn
Sent: Þri 18. Feb 2014 20:49
af Hrotti
svanur08 skrifaði:Mynduð þið þá kalla 1080p bara HD eða Full-HD?
Í dag myndi ég kalla það HD þar sem að maður er hættur að pæla í 720p og reiknar með 1080p ef að einhver segir HD. Ég hefði kallað þetta 1080p fyrir örfáum árum.
Re: 4K eða 2160p flottara nafn
Sent: Þri 18. Feb 2014 20:54
af appel
Þetta er spurning um hvort er þjálla nafn.
Enginn man 2160p, það er erfitt að segja það.... "twenty one sixty peee" í stað "forkayy". Hver ykkar á eftir að muna 2160p á morgun? Enginn venjulegur neytandi á eftir að muna það. "4K" er mjög stutt, segir allt sem segja þarf, minnisstætt, þjált og söluvænlegt orð, miklu frekar en 2018p eða 2206p eða hvað sem það var. 2116p gerir tæki erfiðari í sölu því búið er að ómerkilegavæða aðalsöluorðið. Kemur 2216p út fljótlega síðar eða 2500p? Neytandinn tengir þessar tölur ekki við neitt.
Staðreyndin er að 4K er komið til að vera, það er of seint að breyta því. Þú getur reynt að nota Ultra HD, en á endanum vill neytandinn bara kannast við 4K sem gerir það að verkum að framleiðendur munu velja það orð.
Re: 4K eða 2160p flottara nafn
Sent: Þri 18. Feb 2014 20:54
af hagur
Persónulega tala ég um HD svona almennt, ef ég er að leggja áherslu á að viðkomandi skjár/tv/content sé 1080p þá tala ég um Full-HD.
Re: 4K eða 2160p flottara nafn
Sent: Þri 18. Feb 2014 21:04
af Hrotti
appel skrifaði:Staðreyndin er að 4K er komið til að vera, það er of seint að breyta því.
Þetta er örugglega rétt.
Re: 4K eða 2160p flottara nafn
Sent: Þri 18. Feb 2014 21:51
af CendenZ
(mér finnst 4k efni allt of fake-legt)
Þori ekki að segja þetta nema í sviga!
Re: 4K eða 2160p flottara nafn
Sent: Þri 18. Feb 2014 21:54
af Hrotti
CendenZ skrifaði:(mér finnst 4k efni allt of fake-legt)
Þori ekki að segja þetta nema í sviga!
mig grunar að þú sért að tala um 48 fps efni, getur það verið?
Re: 4K eða 2160p flottara nafn
Sent: Þri 18. Feb 2014 22:15
af CendenZ
Hrotti skrifaði:CendenZ skrifaði:(mér finnst 4k efni allt of fake-legt)
Þori ekki að segja þetta nema í sviga!
mig grunar að þú sért að tala um 48 fps efni, getur það verið?
eða að ég hafi staðið allt of nálægt því
Re: 4K eða 2160p flottara nafn
Sent: Þri 18. Feb 2014 22:37
af Stuffz
Held hlutföllin milli UHD vs 4K séu svipuð í % og FullHD vs 2K, s.s. 2K og 4K eru aðeins víðari til hliðanna en FullHD og UHD, hvort upprunalega það sé komið til vegna þess að filmur eru stundum ekki nógu fínar til beggja hliðanna og þetta geri eftirvinnslu auðveldari að geta klippt hliðarnar burt, og hafa smá meiri stjórn á hvar miðjan er í hverri senu.
Hér er góð grein um þetta á ensku:
http://reviews.cnet.com/8301-33199_7-57 ... explained/eitthvað 4k á youtube hér
http://www.youtube.com/results?search_q ... video&sm=1
Re: 4K eða 2160p flottara nafn
Sent: Þri 18. Feb 2014 22:55
af Hnykill
Allir að hugsa um 4K og hangandi í 60 Hz !! hvað er málið eiginlega.. ?? þetta er eins og að setja 4 auka dekk undir 8 hjóla trukk.. og svo 12 dekk í viðbót !!! hellings kraftur en enginn hraði ? kjaftæði ef þið spyrjið mig
Re: 4K eða 2160p flottara nafn
Sent: Þri 18. Feb 2014 22:56
af Hnykill
Gera 120 Hz standard og hækka svo upplausnina ! .. þetta 4K er bara plástur á beinbrot ef þið spyrjið mig :/
Re: 4K eða 2160p flottara nafn
Sent: Þri 18. Feb 2014 23:20
af Hrotti
Hnykill skrifaði:Gera 120 Hz standard og hækka svo upplausnina ! .. þetta 4K er bara plástur á beinbrot ef þið spyrjið mig :/
Það er kannski smekksatriði en ég hef aldrei séð 120Hz bæta neitt annað en íþróttir og leiki.
Re: 4K eða 2160p flottara nafn
Sent: Þri 18. Feb 2014 23:39
af Hnykill
Nei það er nefnilega ekkert smekksatriði eftir að þú prófar 120/144 Hz skjái.. og setur inn Lightboost.. ég keypti mér
http://www.tolvutek.is/vara/benq-gl2450 ... ar-svartur ..þennann og var sáttur með mitt þar til ég keypti
http://www.tolvutek.is/vara/benq-xl2411 ... ar-svartur ..þennan og setti inn lightboost .. þegar þú sérð og prófar muninn á þessum skjáum þá hættiru að hugsa um upplausnina sem eitthvað ofurdæmi.. sumir halda að meiri upplausn sé betra.. fínni mynd ok.. skil það.. en shit hvað þeir sucka þessir 60 Hz skjáir.. sama hvaða upplausn þú keyrir þá í
Re: 4K eða 2160p flottara nafn
Sent: Mið 19. Feb 2014 08:12
af Eythor
Í sjónvörpum þar sem video er með fastann fjölda ramma á sekúndu held ég að 60fps sé ekki sama vandamálið og í tölvuskjám þegar kemur að t.d tölvuleikjum . 120 hz sjónvörp eru ekki enn farinn að taka við 120fps efni hedlur búa bara til ramma á milli með einhverri tækni. aftur á móti þegar kemur að tölvuleikjum í tölvuskjám þá er skjákortið að senda út ramma á þeim hraða sem það framkallar rammana svo fps held aldrei stöðugt, þá getur það verið hellings munur að skjárinn sé að uppfæra rammann eins oft og hægt er svo skjárinn sé sjaldnar að taka rama inn á meðan skjákortið skiptir um ramma eða sé ekki búinn að skipta um ramma.
Re: 4K eða 2160p flottara nafn
Sent: Mið 19. Feb 2014 11:01
af gullielli
Held að 4K sé komið til með að vera sem lingóið fyrir þessa upplausn .. ég segi amk alltaf 4k
Re: 4K eða 2160p flottara nafn
Sent: Mið 19. Feb 2014 17:08
af Hrotti
Hnykill skrifaði:Nei það er nefnilega ekkert smekksatriði eftir að þú prófar 120/144 Hz skjái.. og setur inn Lightboost.
Þetta er kjaftæði, 99% af bíómyndum eru flottastar á 24fps.
Ef að allir væru að nota pínulitla tölvuskjái til að horfa, þá myndi þetta meika sens hjá þér, en um leið og þú ferð uppí aðeins stærra (50"-60") þá skiptir upplausnin máli, svo ég tali nú ekki um þá sem að eru með 100"+. Ég er amk helvíti spenntur fyrir því að sjá hvað 4k gerir á 165" hérna heima.
Re: 4K eða 2160p flottara nafn
Sent: Mið 19. Feb 2014 18:52
af svanur08
Held að hann haldi að við séum bara að tala um tölvuskjái, en þessi þráður var hugsaður fyrir sjónvörp og skjávarpa og svoleiðis
þá er 24 fps/24Hz alltaf best fyrir bíómyndir og þætti og svoleiðis.