Síða 1 af 2

Media center/server

Sent: Fim 16. Jan 2014 10:55
af Aroning
sælir Vaktverjar!

Þannig eru mál með vexti að mig langar að setja upp media server og biðla ég því til ykkar snillingana um smá aðstoð og ráðleggingar.
Ég er með WD TV Live, Apple TV (búinn að plexa það) og svo er ég með sjónvarp sem styður DLNA þannig að afspilun er ekkert vandamál. Það eina sem ég þarf er einhvers konar server til að hýsa allt efnið sem ég vill svo spila.
Hvaða lausn myndu þið mæla helst með sem kostar ekki handlegg og nýra? Ég er með gamlan Dell XPS lappa, væri kannski eitthvað hægt að nýta hana?
Ég er búinn að vera að skoða aðeins WD My Cloud græjuna, er hún eitthvað sem væri hægt að skoða og nota? Sjá hér: http://www.wdc.com/en/products/products.aspx?id=1140

Með von um góð svör félagar!

Re: Media center/server

Sent: Fim 16. Jan 2014 11:04
af nidur
Ég myndi kaupa server og setja upp plex media server

kannski skoða http://www.netverslun.is/Verslun/product/Synology-NAS-2xHDD-RAID-%C3%A1n-hdd-SATA,18723.aspx

Re: Media center/server

Sent: Fim 16. Jan 2014 11:06
af tveirmetrar
nidur skrifaði:Ég myndi kaupa server og setja upp plex media server

kannski skoða http://www.netverslun.is/Verslun/product/Synology-NAS-2xHDD-RAID-%C3%A1n-hdd-SATA,18723.aspx


x2

Re: Media center/server

Sent: Fim 16. Jan 2014 11:58
af hkr
nidur skrifaði:Ég myndi kaupa server og setja upp plex media server

kannski skoða http://www.netverslun.is/Verslun/product/Synology-NAS-2xHDD-RAID-%C3%A1n-hdd-SATA,18723.aspx


Verst að, skv. þessu, að þá styður þessi NAS ekki Plex.

Re: Media center/server

Sent: Fim 16. Jan 2014 12:26
af tdog
hkr skrifaði:
nidur skrifaði:Ég myndi kaupa server og setja upp plex media server

kannski skoða http://www.netverslun.is/Verslun/product/Synology-NAS-2xHDD-RAID-%C3%A1n-hdd-SATA,18723.aspx


Verst að, skv. þessu, að þá styður þessi NAS ekki Plex.


https://plexapp.zendesk.com/hc/en-us/articles/201373823 Lestu þessa greint.

Re: Media center/server

Sent: Fim 16. Jan 2014 12:53
af AntiTrust
Myndi alltaf mæla frekar með whitebox PC server frekar en NAS til að keyra Plex, NASin eru oftast með svo rosalega slappa örgjörva, endalaust vesen með transcoding nema þú eyðir 2-300þús í NAS, og þá ertu samt fastur með 1-2 1080p streymi á sama tíma.

Re: Media center/server

Sent: Fim 16. Jan 2014 13:59
af depill
AntiTrust skrifaði:Myndi alltaf mæla frekar með whitebox PC server frekar en NAS til að keyra Plex, NASin eru oftast með svo rosalega slappa örgjörva, endalaust vesen með transcoding nema þú eyðir 2-300þús í NAS, og þá ertu samt fastur með 1-2 1080p streymi á sama tíma.


Ef ég má ræna þessum pósti. Ég hef mikið verið að pæla í því að láta verða af því og gera þetta. Hvernig netþjóna er fólk að byggja upp fyrir þokkalegt Plex umhverfi ? Hvaða CPU ( getur Plex notað GPU, ef svo er hvað er fólk að data í GPU ).

Svo langt síðan að ég nennti að setja saman vél að ég er alveg týndur í þessu.

Re: Media center/server

Sent: Fim 16. Jan 2014 14:20
af hkr
tdog skrifaði:https://plexapp.zendesk.com/hc/en-us/articles/201373823 Lestu þessa greint.


Ég gerði það, farðu á þessa grein, klikkaðu á "NAS Devices > NAS Compatibility List" og þá kemur upp síða sem vísar á þetta google docs skjalið sem ég linkaði á.

Þar stendur, svart á hvítu: "PMS Installable on NAS" = "No", fyrir DS213j í línu 49.

Er sammála Antitrust, ef þú ætlar að setja upp Plex server að þá er það töluvert betra að gera það á sér tölvu heldur en á NAS boxi sem er með álíka örgjörva og síminn minn.

Re: Media center/server

Sent: Fim 16. Jan 2014 14:56
af tveirmetrar
Er að keyra server með 10tb rúmlega, 25 manns að nota, nánast allt HD efni og er með i5-2400, 8gb minni og eh junk mobo... Virkar eins og í sögu...

Re: Media center/server

Sent: Fim 16. Jan 2014 15:19
af tdog
Ég er með SC1425 server sem ég keypti hérna á Vaktinni, 6GB í RAM og svínvirkar á 1080p, hef samt ekki prófað mörg streymi í einu.

Re: Media center/server

Sent: Fim 16. Jan 2014 15:43
af AntiTrust
depill skrifaði:Ef ég má ræna þessum pósti. Ég hef mikið verið að pæla í því að láta verða af því og gera þetta. Hvernig netþjóna er fólk að byggja upp fyrir þokkalegt Plex umhverfi ? Hvaða CPU ( getur Plex notað GPU, ef svo er hvað er fólk að data í GPU ).

Svo langt síðan að ég nennti að setja saman vél að ég er alveg týndur í þessu.


Ég er að keyra PlexMediaServer á VM hýsta í Hyper-V. VMin er með 67% resource leyfi af i7 950, þ.e. má nota 90% af 6 threads. Plex getur því miður ekki notað GPU, en það er að myndast eftirspurn eftir því hægt og rólega.

Ég er að streyma til rúmlega 40 users, 2000 afspilanir á mánuði og yfir, og oftast um 10-15 samtíma streymi á kvöldin. Ég veit í raun ekki hversu marga 1080p strauma ég get transkóðað samtímis þar sem flest tæki og vafrar geta spilað skrárnar beint, eða bara með remuxing, en ég hef farið í 5x 720/1080p transkóðanir samtímis og ekki lent í hnökrum ennþá, og ég hef ennþá 33% svigrúm ef ég vildi fullnýta aðra nóðuna í PMS eingöngu.

Svo er ég bara með 2xGbit yfir í sviss á öllum vélum, sem er þó bara í failover mode enda engin þörf á meiri throughput, ekki eins og er amk.

Re: Media center/server

Sent: Fim 16. Jan 2014 15:52
af CendenZ
ég nota nú bara jailbreakað appletv2 með XBMC og tekur af Dlink Nas, 320.
Svínvirkar.. það eina sem böggar mig er að fara alla þessa leið með fjarstýringunni. Þetta eru svona 20 klikk á fjarstýringunni

Re: Media center/server

Sent: Fim 16. Jan 2014 17:51
af nidur
AntiTrust skrifaði:Ég er að keyra PlexMediaServer á VM hýsta í Hyper-V


Mjög áhugaverð uppsetning hjá þér. Er hyper-v þá uppsettur til að keyra plex sem single process en ekki í os umhverfi?

Þú hefur greinilega mjög mikla yfirsýn yfir notendur og annað sem mig hefur vantað í minni uppsetningu er það innbyggt í hyper-v?

Hvað er verið að keyra annað á hyper-v ásamt þessu, vpn? torrent? web server? :)

Re: Media center/server

Sent: Fim 16. Jan 2014 18:29
af fannar82
Ég er einnig að keyra plexserver á Hyper-V VM vél,

Spec's
Cpu: i5 2500k
Memory: 3.072
HD: 1,5tb 7200rpm (dedicated)
Os: W7
Notkun: ca 3x users.

Ég lendi aldrei í vandræðum með hraða eða hökt, lendi stundum í því að ps3'in er lengi að finna plexServerinn, ég setti minnið í 3,072mb, því að ég er sjaldan sem aldrei að fara yfir 50% load er með 9,6gb frí. Hef oft spáð í að vera með annað hvort w8 server eða linux sem Os, en aldrei nennt að breyta því að þetta er að virka fínt svona.

Eina sem ég á eftir að gera er að setja eitthvað upp við sjónvarpið hjá mér og ég er alls ekki viss hvað væri best að hafa þar, Það sem ég er að gera í dag er að tengja bara fartölvuna við sjónvarpið og keyra "plexCenter" svona þegar mér langar að hafa þetta flott en oftast er það bara VLC.

Hvað eru menn oftast með í stofuni hjá sér?

1. mediacenter box?
2. rouku (langar rosalega í það).
3. appleTv (er ekkert sérstaklega spenntur fyrir því útaf veseninu með að spila myndir og annað)
4. raspPi (prufaði það fyrir um tveim árum og það laggaði verulega fannst það ekki performa nægilega vel)
5. ? Hvað er sniðugt að gera.

Re: Media center/server

Sent: Fim 16. Jan 2014 18:47
af Gislinn
Ég keyri PMS fyrir 5 notendur, tölvan sem ég nota er með Q6600 CPU með 4GB í RAM. Hefur ekki verið neitt vandamál að streyma Full HD efni en flestir notendur geta spilað direct. Tölvan keyrir á linux afþví að hún er einnig notuð fyrir aðra hluti sem krefjast linux stýrikerfis.

Re: Media center/server

Sent: Fim 16. Jan 2014 19:08
af CendenZ
fannar82 skrifaði:blabla..
...3. appleTv (er ekkert sérstaklega spenntur fyrir því útaf veseninu með að spila myndir og annað)
...blabla..


Í hvaða veseni eru menn að lenda í með appletv ? Ég er bara forvitinn, kannski léttilega hægt að laga það :-k

Re: Media center/server

Sent: Fim 16. Jan 2014 19:12
af fannar82
CendenZ skrifaði:
fannar82 skrifaði:blabla..
...3. appleTv (er ekkert sérstaklega spenntur fyrir því útaf veseninu með að spila myndir og annað)
...blabla..


Í hvaða veseni eru menn að lenda í með appletv ? Ég er bara forvitinn, kannski léttilega hægt að laga það :-k



Að geta ekki notað Plex\Xbmc ;) það er hægt að spila videoin en það þarf að fara víst einhverjar krókaleiðir, sem væri ekkert ves fyrir mig en mér langar að hafa þetta þannig að konan \ börn geta bara sests niður flétt í gegnum libið og spilað.

Re: Media center/server

Sent: Fim 16. Jan 2014 19:28
af Skuggasveinn
Ég spyr nú bara eins og bjáni, eru engar consumer lausnir væntanlegar í þessum efnum?

Re: Media center/server

Sent: Fim 16. Jan 2014 19:38
af fannar82
Rouku http://www.roku.com/ en ekki seldur á íslandi :l

Re: Media center/server

Sent: Fim 16. Jan 2014 19:45
af hkr
CendenZ skrifaði:Í hvaða veseni eru menn að lenda í með appletv ? Ég er bara forvitinn, kannski léttilega hægt að laga það :-k


Tja, er ekkert svo mikið vesen. Þarft að setja upp plexconnect á vélina sem er að keyra plexið (það býr til DNS sem vísar "Trailers" appinu á Plex Clientinn í apple tv'inu, þannig að trailers = plex), ef þú ert að nota síðan DNS til að opna fyrir netflix eða annað að þá breytir þú því einfaldlega í settings.cfg (eða eitthvað svipað) og þá virkar netflix og plex í appletv3.

Re: Media center/server

Sent: Fim 16. Jan 2014 22:25
af nidur
hkr skrifaði:Tja, er ekkert svo mikið vesen.


Flottur að segja fólki hvernig á að gera þetta, ég setti þetta upp fyrir foreldrana á ipad með plex app, virkar rosa vel. Þar á undan voru þau bara með Xbmc sem var ekkert mál.

Re: Media center/server

Sent: Fim 16. Jan 2014 22:28
af nidur
Ég hef aldrei notað plex eða xbmc til að horfa á neitt í sjónvarpinu hjá mér, er með aðalvélina extended á tv. En ég hef notað plex í símanum eða tablet til að horfa þegar ég fer erlendis, eða bíð eftir konunni í verslunarferð :)

Sumir horfa jafnvel á hlaupabrettinu í ræktinni...

Re: Media center/server

Sent: Fös 17. Jan 2014 01:01
af AntiTrust
nidur skrifaði:Mjög áhugaverð uppsetning hjá þér. Er hyper-v þá uppsettur til að keyra plex sem single process en ekki í os umhverfi?

Þú hefur greinilega mjög mikla yfirsýn yfir notendur og annað sem mig hefur vantað í minni uppsetningu er það innbyggt í hyper-v?

Hvað er verið að keyra annað á hyper-v ásamt þessu, vpn? torrent? web server? :)


Nei, ég keyri Plex á Windows Server 2012 R2 virtual vél, sem keyrir í Hyper-V umhverfi. Það er engin leið til að keyra Plex serverinn í e-rskonar SaaS umhverfi.

Ég er með gríðarlega góða yfirsýn yfir notendur og notkun hjá mér með notkun á PlexWatch og PlexWatchWeb, alveg ótengt Hyper-V. Fæ tilkynningar í símann eftir þörfum um áhorf og nýtt efni, get séð hverjir eru að horfa eða horfðu á hvað, hvenær, hvaðan, úr hvaða platformi, frá hvaða IP. Get séð álag yfir daginn, fjöldi áhorfa yfir ákveðin tímabil, mest áhorfða efnið og fleira. Gæti varla verið án þessara upplýsinga.

Ég er með um 8-9 VM's sem eru í gangi 24/7 með mismunandi hlutverk, það er efni í sér þráð útaf fyrir sig.

fannar82 skrifaði:Eina sem ég á eftir að gera er að setja eitthvað upp við sjónvarpið hjá mér og ég er alls ekki viss hvað væri best að hafa þar, Það sem ég er að gera í dag er að tengja bara fartölvuna við sjónvarpið og keyra "plexCenter" svona þegar mér langar að hafa þetta flott en oftast er það bara VLC.

Hvað eru menn oftast með í stofuni hjá sér?


Roku, Google TV eða HTPC með PlexHomeTheater.

Roku er mest user friendly tækið/clientinn. Super auðvelt í uppsetningu, og af öllum mínum tækjum lang áreiðanlegast. Er með svoleiðis í svefnherberginu og sáttur, mjög "wife-friendly" fyrir þá sem eru með minna tæknivæddari sambýlinga.

GoogleTV er frábært. Endalausir möguleikar, langflest apps í boði, virkar eins og Chromecast (hægt að casta yfir í það) Fjarstýringarnar eru flottar, og universal í þokkabót. Tekur myndlykilinn í gegnum það og sparar þér HDMI tengi. Android Appið lúkkar mjög vel, hægt að stilla það á TV prófíl/layout. Netflix, Amazon Prime, the lot. Multi-service search function sem er snilld. Stærsti gallinn er að flest GTV tækin styðja ekki DTS.

PlexHomeTheater er pièce de résistance. By far flottasta, hæfasta og mest fluid viðmótið. Direct spilar allt (krefst engrar transkóðunar) og styður DTS-MA/TrueHD. Gallarnir eru þeir að það þarf oft pínu moj til að koma þessu vel upp, mappa fjarstýringar og HTPC verður aldrei eins lítil, hljóðlát og ódýr á sama tíma, ekkert í líkingu við GTV, Roku eða ATV tækin.

Ég myndi ekki persónulega nota ATV fyrir Plex Client, of mikið vesen og fugly interface. Apple er að gera Plex userum rosalega erfitt fyrir.


Skuggasveinn skrifaði:Ég spyr nú bara eins og bjáni, eru engar consumer lausnir væntanlegar í þessum efnum?


Plex? Það er eins consumer-viable lausn og fæst eins og er, fyrir utan Kaleidascape, en svoleiðis setup kostar milljónir, ýkjulaust.

NAS með Plex uppsettu + Roku eða GoogleTV er eins consumer friendly og það gerist, og dugar fyrir flest heimili. Kostar ágætlega, en það virkar. Svo er líka hægt að borga e-rjum nördanum til að pússla þessu saman fyrir sig og setja upp fyrir e-rn prís, þetta virkar oftast streitulaust eftir uppsetningu án mikilla vandræða.

Re: Media center/server

Sent: Fös 17. Jan 2014 19:16
af Aroning
Takk kærlega fyrir öll svörin þið miklu meistarar. Þetta eru miklar pælingar og alveg aragrúi af upplýsingum sem hafa komið hérna inn en ég er ekki alveg nær hvaða lausn sé best.
Það væri algjör snilld ef það væri hægt að fá einhverja "konkrít" lausn, step by step :). Í fyrstu þá lookaði þetta synology box nokkuð sexy en við frekari skoðun þá kom í ljós að það styður ekki Plex og það er auðvitað rosalega mikill galli. Er kannski málið að græja HTPC? Hver er t.d. prísinn á svoleiðis vél?

Re: Media center/server

Sent: Fös 17. Jan 2014 19:20
af upg8
Hvað eru spekkarnir á fartölvunni þinni, það er möguleiki að hún sé betri en nær allar þessar tilbúnu lausnir og lang ódýrast fyrir þig.