nidur skrifaði:Mjög áhugaverð uppsetning hjá þér. Er hyper-v þá uppsettur til að keyra plex sem single process en ekki í os umhverfi?
Þú hefur greinilega mjög mikla yfirsýn yfir notendur og annað sem mig hefur vantað í minni uppsetningu er það innbyggt í hyper-v?
Hvað er verið að keyra annað á hyper-v ásamt þessu, vpn? torrent? web server?
Nei, ég keyri Plex á Windows Server 2012 R2 virtual vél, sem keyrir í Hyper-V umhverfi. Það er engin leið til að keyra Plex serverinn í e-rskonar SaaS umhverfi.
Ég er með gríðarlega góða yfirsýn yfir notendur og notkun hjá mér með notkun á PlexWatch og PlexWatchWeb, alveg ótengt Hyper-V. Fæ tilkynningar í símann eftir þörfum um áhorf og nýtt efni, get séð hverjir eru að horfa eða horfðu á hvað, hvenær, hvaðan, úr hvaða platformi, frá hvaða IP. Get séð álag yfir daginn, fjöldi áhorfa yfir ákveðin tímabil, mest áhorfða efnið og fleira. Gæti varla verið án þessara upplýsinga.
Ég er með um 8-9 VM's sem eru í gangi 24/7 með mismunandi hlutverk, það er efni í sér þráð útaf fyrir sig.
fannar82 skrifaði:Eina sem ég á eftir að gera er að setja eitthvað upp við sjónvarpið hjá mér og ég er alls ekki viss hvað væri best að hafa þar, Það sem ég er að gera í dag er að tengja bara fartölvuna við sjónvarpið og keyra "plexCenter" svona þegar mér langar að hafa þetta flott en oftast er það bara VLC.
Hvað eru menn oftast með í stofuni hjá sér?
Roku, Google TV eða HTPC með PlexHomeTheater.
Roku er mest user friendly tækið/clientinn. Super auðvelt í uppsetningu, og af öllum mínum tækjum lang áreiðanlegast. Er með svoleiðis í svefnherberginu og sáttur, mjög "wife-friendly" fyrir þá sem eru með minna tæknivæddari sambýlinga.
GoogleTV er frábært. Endalausir möguleikar, langflest apps í boði, virkar eins og Chromecast (hægt að casta yfir í það) Fjarstýringarnar eru flottar, og universal í þokkabót. Tekur myndlykilinn í gegnum það og sparar þér HDMI tengi. Android Appið lúkkar mjög vel, hægt að stilla það á TV prófíl/layout. Netflix, Amazon Prime, the lot. Multi-service search function sem er snilld. Stærsti gallinn er að flest GTV tækin styðja ekki DTS.
PlexHomeTheater er pièce de résistance. By far flottasta, hæfasta og mest fluid viðmótið. Direct spilar allt (krefst engrar transkóðunar) og styður DTS-MA/TrueHD. Gallarnir eru þeir að það þarf oft pínu moj til að koma þessu vel upp, mappa fjarstýringar og HTPC verður aldrei eins lítil, hljóðlát og ódýr á sama tíma, ekkert í líkingu við GTV, Roku eða ATV tækin.
Ég myndi ekki persónulega nota ATV fyrir Plex Client, of mikið vesen og fugly interface. Apple er að gera Plex userum rosalega erfitt fyrir.
Skuggasveinn skrifaði:Ég spyr nú bara eins og bjáni, eru engar consumer lausnir væntanlegar í þessum efnum?
Plex? Það er eins consumer-viable lausn og fæst eins og er, fyrir utan Kaleidascape, en svoleiðis setup kostar milljónir, ýkjulaust.
NAS með Plex uppsettu + Roku eða GoogleTV er eins consumer friendly og það gerist, og dugar fyrir flest heimili. Kostar ágætlega, en það virkar. Svo er líka hægt að borga e-rjum nördanum til að pússla þessu saman fyrir sig og setja upp fyrir e-rn prís, þetta virkar oftast streitulaust eftir uppsetningu án mikilla vandræða.