Netflix í WD TV Live - Hefur einhver reynslu?
Sent: Mið 08. Jan 2014 13:26
Ég er að reyna að fá Netflix til að virka í WD TV Live spilurunum mínum, ég á 2 svoleiðis, báðir keyptir í USA.
Ég er búinn að kaupa DNS þjónustuna hjá www.flix.is og hún virðist vera að virka alveg eins og hún á að gera, er líka með Ipad og get horft á Netflix þar eftir að breyta DNS án nokkuru vandræða.
Ég hef hins vegar prófað að breyta DNS í báðum WD TV live spilurunum og það verður til þess að það kemur error um leið og ég fer inn í Netflix appið, kemur engin login gluggi og ekki neitt. Þegar ég er með "venjulega" dns númerið inni þá kemur melding um að þjónustan sé því miður ekki í boði í mínu landi eins og er, og það er því alveg eðlilegt. Með þessu kemur hins vegar error áður en nokkuð er hægt að gera.
Ég er búinn að prófa að breyta tímabeltisstillingum á spilurunum, endurræsa bæði factory og hard reset og fara nokkrum sinnum í gegnum ferlið en ekkert virðist virkar. Er einhver hér með svona spilara sem hefur fengið þetta til að virka?
Ég er búinn að kaupa DNS þjónustuna hjá www.flix.is og hún virðist vera að virka alveg eins og hún á að gera, er líka með Ipad og get horft á Netflix þar eftir að breyta DNS án nokkuru vandræða.
Ég hef hins vegar prófað að breyta DNS í báðum WD TV live spilurunum og það verður til þess að það kemur error um leið og ég fer inn í Netflix appið, kemur engin login gluggi og ekki neitt. Þegar ég er með "venjulega" dns númerið inni þá kemur melding um að þjónustan sé því miður ekki í boði í mínu landi eins og er, og það er því alveg eðlilegt. Með þessu kemur hins vegar error áður en nokkuð er hægt að gera.
Ég er búinn að prófa að breyta tímabeltisstillingum á spilurunum, endurræsa bæði factory og hard reset og fara nokkrum sinnum í gegnum ferlið en ekkert virðist virkar. Er einhver hér með svona spilara sem hefur fengið þetta til að virka?