Síða 1 af 1

Netflix í WD TV Live - Hefur einhver reynslu?

Sent: Mið 08. Jan 2014 13:26
af Hafthorarinsson
Ég er að reyna að fá Netflix til að virka í WD TV Live spilurunum mínum, ég á 2 svoleiðis, báðir keyptir í USA.

Ég er búinn að kaupa DNS þjónustuna hjá www.flix.is og hún virðist vera að virka alveg eins og hún á að gera, er líka með Ipad og get horft á Netflix þar eftir að breyta DNS án nokkuru vandræða.

Ég hef hins vegar prófað að breyta DNS í báðum WD TV live spilurunum og það verður til þess að það kemur error um leið og ég fer inn í Netflix appið, kemur engin login gluggi og ekki neitt. Þegar ég er með "venjulega" dns númerið inni þá kemur melding um að þjónustan sé því miður ekki í boði í mínu landi eins og er, og það er því alveg eðlilegt. Með þessu kemur hins vegar error áður en nokkuð er hægt að gera.

Ég er búinn að prófa að breyta tímabeltisstillingum á spilurunum, endurræsa bæði factory og hard reset og fara nokkrum sinnum í gegnum ferlið en ekkert virðist virkar. Er einhver hér með svona spilara sem hefur fengið þetta til að virka?

Re: Netflix í WD TV Live - Hefur einhver reynslu?

Sent: Mið 08. Jan 2014 13:41
af Daz
Mögulega talar Netflix í WD við annan þjón en ipadinn?

Prófaðu að fá þér frítt trial hér http://www.unblock-us.com/ , þeir hafa leiðbeiningar fyrir WD TV live.

Re: Netflix í WD TV Live - Hefur einhver reynslu?

Sent: Mið 08. Jan 2014 13:57
af Hafthorarinsson
Já, gæti verið eitthvað svoleiðis. Lítur allaveganna út fyrir að þessi DNS sé eitthvað að klikka þegar ég fer í Netflix. Hélt reyndar fyrst að þetta væri af því að einhverjar aðrar stillingar væru stilltar á Ísland eins og tímabeltið til dæmis, en það breytti engu þegar ég prófaði að breyta því og finn engar aðrar stillingar því tengt.

Prófa frítt trial hjá unblock-us.com, takk fyrir ábendinguna, var búinn að sjá leiðbeiningarnar hjá þeim, en það er í rauninni bara basic, bara spurning um að breyta dns samkvæmt því, og þeir segja að þetta virki ekki í öllum spilurum keyptum utan bandaríkjanna, en mínir eru báðir keyptir þar þannig að ekkert sem ætti að vera til fyrirstöðu.

Re: Netflix í WD TV Live - Hefur einhver reynslu?

Sent: Mið 08. Jan 2014 14:10
af tdog

Re: Netflix í WD TV Live - Hefur einhver reynslu?

Sent: Sun 12. Jan 2014 18:08
af Hafthorarinsson
Þjónustan hjá Unblock us virkar þannig að líklega er þetta rétt hjá þér Daz að wd spilarinn tali við einhvern þjón sem virkar þá greinilega ekki með DNS þjónustunni frá Flix.

Þannig að ég mun nýta mér unblock us í bili, sendi samt upplýsingar um þetta til þeirra hjá flix með von um að þeir lagi þetta. Skemmtilegra að nýta íslenska þjónustu, auk þess sem hún er töluvert ódýrari til lengri tíma :)
En Unblock-Us virkar þá amk í bili, kærar þakkir :)

Re: Netflix í WD TV Live - Hefur einhver reynslu?

Sent: Sun 09. Mar 2014 23:13
af hallit
Ég nota þessa leið http://watch-us-tv-in-japan.blogspot.co ... ch-us.html
Þarna er notaður playon server og vpn server í USA. Þrælvirkar, en það þarf að greiða fyrir Playon og vpn-ið.
En það er aukakostur við playon að hann nýtist líka sem videoþjónn fyrir allt video á tölvunni.