Síða 1 af 1

PLEX Niðurhal

Sent: Fim 02. Jan 2014 19:23
af RobertSaedal
Sæll

Var að nota XBMC sem HTPC og var að skifta yfir til PLEX útaf það var hægt að horfa á þættina sína á tablet og síma og allt annað með wifi.
En ég er búinn að nota þeta setupí nokkra daga og var að taka eftir því ég er að dl um 10 GB á dag. Og eina sem ég er með í gangi er PLEX Media server.

Mitt setup er í aðal borðtölvuni er ég með Media server teingt beint í router.
HTPC í Svónvarpið sem er teingt með wifi í Plex Theater Center.
2 Tablet með Plex
Svo er ég að Sharea Server með Bróðir minn og Hann er að sharea sinn.

Ég er að spá..
1. Er plex ekki inlent niðurhal?
2. þarf ég að E-ð að figkta í stillingum á server eða Router?

Sá að það eru nokkrir á vaktini með Plex, hvernig er þetta að virka fyrir ykkur??

Re: PLEX Niðurhal

Sent: Fim 02. Jan 2014 19:24
af AntiTrust
Plex er beint streymi, enginn millipunktur, og er því hreint innlent streymi. Eina leiðin til að framkalla erlent niðurhal með því væri með því að vera með VPN þjónustu setta upp á vélinni sem hýsir Plex, sem væri tengdur við tengipunkt erlendis.

Re: PLEX Niðurhal

Sent: Fim 02. Jan 2014 21:00
af intenz
Býr bróðir þinn nokkuð erlendis?

Re: PLEX Niðurhal

Sent: Fim 02. Jan 2014 21:33
af tdog
Þú ert samt með tvö tablet á heimilinu svo þú ert ekki aðeins með Plex Media Server í gangi...

Re: PLEX Niðurhal

Sent: Fim 02. Jan 2014 22:03
af RobertSaedal
intenz skrifaði:Býr bróðir þinn nokkuð erlendis?


Nei, bara í næsta götu

Re: PLEX Niðurhal

Sent: Fim 02. Jan 2014 22:39
af Pandemic
Ertu hjá Vodafone? var ekki einhver að segja að mirrorarnir hjá Vodafone væru niðri?
Svo ef þú notar DNS þjónustu fyrir netflix þá ertu auðvitað ekki að nýta þér caching hjá netfyrirtækinu.

Re: PLEX Niðurhal

Sent: Fös 03. Jan 2014 00:51
af AntiTrust
Pandemic skrifaði:Ertu hjá Vodafone? var ekki einhver að segja að mirrorarnir hjá Vodafone væru niðri?
Svo ef þú notar DNS þjónustu fyrir netflix þá ertu auðvitað ekki að nýta þér caching hjá netfyrirtækinu.



Whut? Speglar og DNS koma Plex ekkert við, hvað þá í þessu samhengi.

Re: PLEX Niðurhal

Sent: Fös 03. Jan 2014 00:55
af Pandemic
Gæti verið tilviljun að hann hafi byrjað að nota Plex og svo séð spike í gagnamagni hjá sér þar sem allt annað niðurhal fór að tikka hraðar útaf mirrors og svo gert tenginguna að þetta væri Plex að kenna.