Ja.. góðan og ekki góðan. Keypti hann notaðann.
Fyrir mig er þessi meir en nógu góður. Hann heitir Epson 705HD Home Entertainment Projector. Hann er native 1280x800 og ræður þess vegna við HD myndir í 720 en ræður ekki við 1080 formatið.
Fyrir mig er það nógu gott enda allt efni sem ég fæ meir og minna í SD eða standard definition (480) á bæði við sjónvarpið sem ég neyðist til að taka við með loftneti sem og gervihnöttinn sem ég tek í gegnum 80cm disk.
Edit: Reyndar á hann að ráða við 1080i módið (1080 interliced) líka, sbr.
"Video Formats: 480i, 480p, 720p, 1080i" tekið af síðunni hér fyrir neðan.
Á slatta af myndum inn á HTPC en flest af því er SD og það sem er í HD, er í 720.
Svo.. næstu árin mun þessi varpi duga mér og meir en vel það. Er með hann í um 100" og um 3.5metra fjarlægð sem gefur virkilega góðan bíómyndafíling.
Hér er review um þennan varpa.
http://www.projectorcentral.com/epson_7 ... eviews.htmHér eru lokaorðin:
Contrast. From the specifications, the Home Cinema 705HD looks like just another portable WXGA projector - nothing special. This is incorrect. The Home Cinema 705HD is much higher in contrast than typical presentation models, making its image appear more three-dimensional and vivid than typical data projectors. The Home Cinema 705HD also has an auto-iris, which helps to improve black levels in scenes which are mostly black. When used beside a typical LCD presentation projector, there is no contest--the Home Cinema 705HD blows it away.
Þegar ég uppfæri næst þá mun ég fara í 1080 og þá jafnvel í BenQ sem eru að koma sterkir inn á þennan markað.
Helsti ókostur við svona græju er hljóðið í viftunni. Er með hann á ECO móde sem er mikið meir en nógu bjart þar sem herbergið er málað dökk-blátt og þar að auki, svo gott sem gluggalaust. Minnir að hann sé um 29db sem er í lagi þegar mikið er að gerast á tjaldinu en minnir á sig þegar lítið sem ekkert heyrist frá mynd.