Síða 1 af 1
Sjónvarp símans vs oz tv
Sent: Mán 23. Des 2013 19:29
af jardel
Ég hef verið að pæla í hver munurinn er á þessum sjónvarps öppum. Er ekki möguleiki fyrir mig ef að ég er hjá Símanum að nota Oz appið eða verð ég að nota sjónvarp símans appið? hafið þið einhverja reynslu af þessum sjónvarps öppun?
Re: Sjónvarp símans vs oz tv
Sent: Mán 23. Des 2013 19:46
af BugsyB
sjónvarps símans er mun fullkomnara og þar geturuðu nálagats vod leiguna og svoleiðis - oz appið er mun einfaldara og þú getur keypt sér áskriftir þar
Re: Sjónvarp símans vs oz tv
Sent: Mán 23. Des 2013 19:54
af depill
BugsyB skrifaði:sjónvarps símans er mun fullkomnara og þar geturuðu nálagats vod leiguna og svoleiðis - oz appið er mun einfaldara og þú getur keypt sér áskriftir þar
getur valið hvort sem þu vilt þott þú sert hja simanum.
oz er komið með frelsi og svo virkar oz með airplay en ekki sima tvið. sima tvið er samt með flottara interface og auðvita ef þu ert með skja einn þa færðu það ekki i oz bara sjonvarp simans appinu.
Re: Sjónvarp símans vs oz tv
Sent: Mán 23. Des 2013 23:20
af jardel
Næ ekki að setja oz tv appið upp er hja simanum. Er ekki bara vodafone stuðningur?
Re: Sjónvarp símans vs oz tv
Sent: Þri 24. Des 2013 00:47
af appel
Bæði OZ og Sjónvarp Símans appið er óháð internetþjónustuaðila eða farsímaþjónustuaðila.
Re: Sjónvarp símans vs oz tv
Sent: Sun 12. Jan 2014 09:15
af jardel
Er að reyna að tengja lg g2 yfir i stærri flatskjá til að nýta oz tv appið betur.
veit einhver hérna hvernig ég geri það?
ég get ekki notað mirrors og það erekki hdmi snúra á símanum
Re: Sjónvarp símans vs oz tv
Sent: Sun 12. Jan 2014 13:16
af gardar
jardel skrifaði:Er að reyna að tengja lg g2 yfir i stærri flatskjá til að nýta oz tv appið betur.
veit einhver hérna hvernig ég geri það?
ég get ekki notað mirrors og það erekki hdmi snúra á símanum
Þarftu ekki MHL kapal? Hann stingst í micro usb tengið á símanum oðru megin og HDMI tengi sjónvarpsins hinu megin.
Re: Sjónvarp símans vs oz tv
Sent: Sun 12. Jan 2014 21:02
af jardel
einhver hér sem þekkir þetta
Re: Sjónvarp símans vs oz tv
Sent: Sun 12. Jan 2014 23:58
af AntiTrust
Eins og Gardar sagði, þú ert með Slimport (MHL), þarft að nota MHL adapter yfir í HDMI.
Re: Sjónvarp símans vs oz tv
Sent: Mán 13. Jan 2014 04:03
af jardel
takk fyrir upplýsingarnar. ættls að reyna að sjá hvort ég get fundið þennan mhl kapal hér á íslandi
Re: Sjónvarp símans vs oz tv
Sent: Mán 13. Jan 2014 12:52
af codec
appel skrifaði:Bæði OZ og Sjónvarp Símans appið er óháð internetþjónustuaðila eða farsímaþjónustuaðila.
Stenst þetta með síma appið? Mér sýnist að þú þurfir að vera með internet hjá Símanum og vera með Sjónvarps Símans þjónustu (myndlykil frá símanum).
Re: Sjónvarp símans vs oz tv
Sent: Mán 13. Jan 2014 12:59
af dori
codec skrifaði:appel skrifaði:Bæði OZ og Sjónvarp Símans appið er óháð internetþjónustuaðila eða farsímaþjónustuaðila.
Stenst þetta með síma appið? Mér sýnist að þú þurfir að vera með internet hjá Símanum og vera með Sjónvarps Símans þjónustu (myndlykil frá símanum).
Þú þarft að vera með Sjónvarp Símans til að geta nýtt þér Sjónvarp Símans forritið (augljóslega). Það virkar basically eins og auka myndlykill. Þú þarft að vera á ADSL eða Ljósneti Símans til að geta fengið Sjónvarp Símans heim til þín (og þ.a.l. til að geta fengið aðgang að forritinu).
Það sem appel er að tala um er að það skiptir ekki máli hvar þú ert með 3g/4g/internet uppá að streyma í OZ/Sjónvarp Símans forritin. S.s. tengingin sem þú notar þegar þú ert að horfa.
Re: Sjónvarp símans vs oz tv
Sent: Mán 13. Jan 2014 13:02
af appel
Já, þú þarft að vera með sjónvarp símans myndlykil OG internetáskrift hjá Símanum.
En þegar þú notar appið þá skiptir ekki máli hvernig þú ert tengdur, þú getur verið með farsímaþjónustu hjá hverjum sem er og tengdur á wifi hjá hverjum sem er.
Re: Sjónvarp símans vs oz tv
Sent: Mán 13. Jan 2014 13:24
af MuGGz
Geta tvö snjalltæki verið tengt samtímis ?
Þeas gæti ég verið með spjaldtölvu og síma að streyma samtímis t.d. sitthvorn fótboltaleikinn eða eithvað ?
Re: Sjónvarp símans vs oz tv
Sent: Mán 13. Jan 2014 13:27
af Daz
MuGGz skrifaði:Geta tvö snjalltæki verið tengt samtímis ?
Þeas gæti ég verið með spjaldtölvu og síma að streyma samtímis t.d. sitthvorn fótboltaleikinn eða eithvað ?
Þú borgar "aukamyndlykilsgjald" fyrir hvert tengt tæki, svo þetta er örugglega hægt, en kostar meira.
Re: Sjónvarp símans vs oz tv
Sent: Mán 13. Jan 2014 13:27
af dreymandi
ótengt þessu kannski en geta menn fengið áskrift af tv pakka símans með netpung ?