Síða 1 af 1

Taka hjóðrás frá einni kvikmynd og setja á áðra

Sent: Sun 01. Des 2013 13:03
af Tiger
Sælir. Er einhver leið að taka hljóðrás frá einni kvikmynd (avi, mkv, mp4) og seta á aðra? Málið er að ég á myndir með íslensku tali, en gæðin eru alltaf ömurleg á myndinni, myndi vilja setja talið fyir á alvöru 1080p skrá.

Svo sem búinn að google þetta, en ekki fundið neitt svona þægilegt um þetta.

Re: Taka hjóðrás frá einni kvikmynd og setja á áðra

Sent: Sun 01. Des 2013 14:24
af Hrotti
ég gerði talsvert af þessu á meðan að krakkarnir minir voru litlir og það var svolítil handavinna. Ég notaði alltaf .mkv sem container þó að íslenska sourceið gæti verið hvað sem er (mkv/avi/mpg/iso - osfr). http://www.bunkus.org/videotools/mkvtoolnix/downloads.html þetta fór létt með að opna fælana og bæta inní nýjum hljóðrásum.

Það sem að var mest vesen var að breyta framerate-inu frá 25 (pal) yfir í 24 (23.976 oftast) og synca svo hljóð og mynd. Á einhverjum tímapunkti fór ég að nota .wav fyrir íslenskuna þó að það væri leiðinlega stórt því að þegar að ég minnkaði framerate-ið á t.d. .ac3 þá komu stundum skrítnir smellir í hljóðið af og til. Ég lagaði sync-ið yfirleitt bara með að færa um nokkrar millisec fram og til baka þar til að ég var sáttur.

Re: Taka hjóðrás frá einni kvikmynd og setja á áðra

Sent: Sun 01. Des 2013 18:15
af Tiger
Takk fyrir, ég var eitthvað búinn að skoða MKVtoolnix á sínum tíma. Sjáum hvort ég finni það ekki fyrir mac og nái að klóra mig framúr þessu. Hef nægan tíma í föndur næstu 2 vikur :)

Re: Taka hjóðrás frá einni kvikmynd og setja á áðra

Sent: Sun 01. Des 2013 20:08
af haywood
final cut pro ætti að geta bjargað þér í þessu ef þú ert að nota mac http://www.apple.com/finalcutpro/

Re: Taka hjóðrás frá einni kvikmynd og setja á áðra

Sent: Sun 01. Des 2013 20:51
af SteiniP
ffmpeg á að geta þetta og til fyrir mac. Getur prófað það ef þú finnur ekkert almennilegt gui tól í þetta.

Re: Taka hjóðrás frá einni kvikmynd og setja á áðra

Sent: Sun 01. Des 2013 20:52
af Tiger
Thanks guys, ég prufa mig áfram í þessu :)

Re: Taka hjóðrás frá einni kvikmynd og setja á áðra

Sent: Sun 01. Des 2013 22:57
af gardar

Kóði: Velja allt

ffmpeg -i inn.mkv -i nytthljod.aac -map 0:0 -map 1 -codec copy ut.mkv