Besta heimabíó fyrir um ~50þús

Skjámynd

Höfundur
kallikukur
has spoken...
Póstar: 198
Skráði sig: Fim 26. Jún 2008 00:05
Reputation: 22
Staðsetning: grafarvogur
Staða: Ótengdur

Besta heimabíó fyrir um ~50þús

Pósturaf kallikukur » Fös 15. Nóv 2013 18:14

Nú var gamla settið loksins að skipta út 20 ára gamla B&O sjónvarpinu fyrir nýjan 47" LG flatskjá. Allt í góðu með það nema hljóðið, hljóðið í gamla B&O sjónvarpinu var frábært og þessi nýji flatskjár hljómar eins og fartölva í samanburði.

Strax kom upp í hausinn á mér hin fullkomna jólagjöf á settið en ég nenni ekki að henda of miklum pening í verkefnið,

Með hverju mælið þið fyrir í kringum 50þús kallinn, er sniðugt að kaupa heimabíósett eða kannski bara púsla einhverju saman?

Þau eiga tvo gamla og öfluga B&O hátalara sem þau gætu notað ef maður myndi byrja á púslinu :)


i5 2500k | P8P67 PRO | 8gb Mushkin ddr3 1600Mhz | force3d HD 4870 | 750GB | Realtek ALC883 (7.1)

Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Reputation: 14
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Besta heimabíó fyrir um ~50þús

Pósturaf Glazier » Fös 15. Nóv 2013 18:24

Ef þú þyrftir að kaupa allt settið fengiru sennilega besta dótið með því að kaupa svona kit með öllu en ef þau eiga 2 gamla og góða hátalara þá er um að gera að nota þá..
Gamlir hátalarar geta nefnilega verið fjandi góðir ef þeir eru tengdir við góðan magnara :)

En ef þú ætlar að púsla einhverju saman þá þarftu mun meiri pening en 50 þús. (nema einmitt að nota þessa hátalara, en gakktu úr skugga um að þeir séu góðir og henti vel í þetta áður en þú splæsir í öflugan magnara handa þeim).


Tölvan mín er ekki lengur töff.

Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Besta heimabíó fyrir um ~50þús

Pósturaf upg8 » Fös 15. Nóv 2013 18:34

Það getur verið mjög snúið að púsla saman ólíkum hátölurum þótt það geti mögulega virkað vel ef magnarinn er með sjálfstæðan equalizer fyrir hverja hljóðrás fyrir sig, -oft á þeim mögnurum sem bjóða uppá sjálfvirkar stillingar með hjlóðnema.

Ef ætlunin væri að nýta gömlu hátalarana þá væri heppilegast ef hægt væri að finna nákvæmlega eins hátalara fyrir miðju (það er ekkert sem mælir á móti því að hafa annan lóðréttan hátalara fyrir miðju, það getur jafnvel verið betra ef pláss leyfir og magnarinn höndlar það). Það skiptir ekki eins miklu máli að bakhátalararnir séu eins en ef þú ætlar að fá góðan magnara líka þá verður kostnaðurinn alltaf miklu meira en 50þús nema "gamla settið" geti sætt sig við stereo hljóð. Ef þau fá sér nýjan pakka fyrir 50þús með magnara þá munu hljóðgæðin ekki verða eins góð og á þessum gömlu B&O hátölurum, sérstaklega fyrir tónlist.


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"


Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Besta heimabíó fyrir um ~50þús

Pósturaf Garri » Fös 15. Nóv 2013 19:25

Var einmitt að uppfæra heimabíó settið hjá mér og nota einmitt gamla Infinity hátalara sem virka ennþá nokkuð vel þótt þeir séu mjög mjúkir í samanburði við Dali Zensorana í stofunni. Það er algjör snilld í þessum nýrri mögnurum að nota míkrófón til að stilla hljóðblöndunina á hverri rás ásamt söb. Keypti mér Yamaha RX-475 sem er auðvitað yfirdrifið fyrir "gamalt sett"

Þurfti reyndar að lækka söbbinn mikið svo kerfið réði við að tjúnna hann inn í samstæðuna sem og að víxla plús og mínus í Infinity hátölurunum, en allt annað gekk upp.



Skjámynd

Höfundur
kallikukur
has spoken...
Póstar: 198
Skráði sig: Fim 26. Jún 2008 00:05
Reputation: 22
Staðsetning: grafarvogur
Staða: Ótengdur

Re: Besta heimabíó fyrir um ~50þús

Pósturaf kallikukur » Sun 17. Nóv 2013 18:24

Ok, þannig að magnari sem gæti tengt þetta saman er þá dýr og líklegast eitthvað mál að stilla þetta allt inn?

Þá væri sennilega best að kaupa bara eitthvað sett sem er auðvelt að setja upp og stjórna,

Annars eru myndir hérna af hátölurunum:

Mynd

Mynd


i5 2500k | P8P67 PRO | 8gb Mushkin ddr3 1600Mhz | force3d HD 4870 | 750GB | Realtek ALC883 (7.1)

Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Besta heimabíó fyrir um ~50þús

Pósturaf upg8 » Sun 17. Nóv 2013 19:18

Þau geta líka keypt 5.1+ magnara og byrjað að nota þessa hátalara sem Stereo hátalara, -fengið sér fleiri hátalara seinna ef þeim langar. Ég myndi allavega sjálfur frekar sætta mig við að hlusta á gott stereo hjlóð heldur en að hafa eitthverja ódýra 5.1 plast hátalara.


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"

Skjámynd

I-JohnMatrix-I
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
Reputation: 101
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Besta heimabíó fyrir um ~50þús

Pósturaf I-JohnMatrix-I » Sun 17. Nóv 2013 19:34

http://www.elko.is/elko/is/vorur/Heimab ... etail=true 49.995 kr

http://www.elko.is/elko/is/vorur/Heimab ... SX323K.ecp 54.995 kr

Verslar bara svona magnara, þá geta gömlu byrjað í stereo með þessum flottu B&O hátölurum. Svo bæta þau bara við þetta seinna eða þú getur gefið þeim hátalara næstu jól ;)



Skjámynd

Farcry
spjallið.is
Póstar: 406
Skráði sig: Mið 18. Apr 2012 16:38
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Besta heimabíó fyrir um ~50þús

Pósturaf Farcry » Mán 18. Nóv 2013 00:24

Eitt sem þú skalt pæla i að þegar fólk eldist þá fer það að heyra verr. Erfiðara að átta sig á hvaðan hljóðið kemur. Keypti fyrir nokkrum árum pioneer 5.1 heimabíó fyrir gömlu og þau áttu í erfiðleikum að hlusta þegar allir hátalarnir voru í gangi.
Fékk fyrir þau denon heimabíó 2.1 sem þau eru mikið ánægðri með.

Eins að vera ekki með þetta of flókið. Spurning með að fá bara soundbar.