Síða 1 af 1
Heimabíóið dó
Sent: Mið 30. Okt 2013 22:40
af Sera
Ég er með ódýrt Philips heimabíó sem virðist dáið. Það kemur enginn straumur á það. Ég tók það úr sambandi og færði yfir í annað fjöltengi og bara púfff tækið fer ekki aftur í gang, eins og enginn straumur komi inn á það. Borgar sig nokkuð að gera við svona ? Þetta er heimabíómagnari frá Philips.
Re: Heimabíóið dó
Sent: Mið 30. Okt 2013 22:41
af Squinchy
Er öryggi á magnaranum?
Re: Heimabíóið dó
Sent: Fim 31. Okt 2013 08:21
af Sera
Squinchy skrifaði:Er öryggi á magnaranum?
hvernig sé ég það ? Kann lítið á svona rafmagnstæki.
Re: Heimabíóið dó
Sent: Fim 31. Okt 2013 09:05
af playman
Sera skrifaði:Squinchy skrifaði:Er öryggi á magnaranum?
hvernig sé ég það ? Kann lítið á svona rafmagnstæki.
Þarft í 99% tilvika að opna hann og skoða það.
Annars ætti að vera eitthvað hólf til að opna eða skrúfa, og hjá því ætti að standa FUSE.
Re: Heimabíóið dó
Sent: Fös 01. Nóv 2013 08:16
af Sera
playman skrifaði:Sera skrifaði:Squinchy skrifaði:Er öryggi á magnaranum?
hvernig sé ég það ? Kann lítið á svona rafmagnstæki.
Þarft í 99% tilvika að opna hann og skoða það.
Annars ætti að vera eitthvað hólf til að opna eða skrúfa, og hjá því ætti að standa FUSE.
Takk fyrir svarið, ég tók heimabíóið úr sambandi yfir nótt og daginn eftir virkaði það eins og ekkert hefði gerst
Vonandi er þetta bara svona einstakt tilvik. Ég veit þá af örygginu næst ef hann deyr.