Síða 1 af 1

Gervihnattadiskur beint í sjónvarp

Sent: Fös 11. Okt 2013 18:49
af Premium
Sælir vaktverjar

Ég á Panasonic GT30 plasma sjónvarp. Mér var að áskotnast gervihnattadiskur sem mig langar að setja upp. Ef mér skjátlast ekki er innbyggður móttakari í sjónvarpinu. Er það ekki rétt skilið hjá mér að til eru frístöðvar í þessu battereríu öllu saman? Mig langar bara að auka aðeins við stöðvafjöldann hjá mér fyrst ég eignaðist þennan disk. Ætli snúra milli disks og sjónvarps sé allt sem ég þarf?

Endilega, ef einhver sér að ég er að fara með fleipur að leiðrétta og leiðbeina.

Bestu þakkir.

Re: Gervihnattadiskur beint í sjónvarp

Sent: Fös 11. Okt 2013 19:52
af Sucre
já ef sjónvarpið er með gervihnatta mótakara, nærð alveg fullt af frístöðvum en það fer bara eftir hvaða tungl þú stillir diskinn á

Re: Gervihnattadiskur beint í sjónvarp

Sent: Fös 11. Okt 2013 23:21
af brynjarsig71
Það er mest af frístöðvum í UK.
finnur þær hér: http://www.freesat.co.uk/channels
Diskurinn þarf að snúa í Suð-austur. þú getur fundið stefnuna hér: http://www.dishpointer.com/ Velur 28.2E ASTRA úr listanum (þú þarft samt alvöru mæli til að stilla þetta rétt.)

Re: Gervihnattadiskur beint í sjónvarp

Sent: Lau 12. Okt 2013 10:58
af Premium
Glæsilegt, takk fyrir þetta. Er einhver séns að hafa þetta þráðlaust milli disks og sjónvarps?

Re: Gervihnattadiskur beint í sjónvarp

Sent: Lau 12. Okt 2013 12:00
af roadwarrior
Premium skrifaði:Glæsilegt, takk fyrir þetta. Er einhver séns að hafa þetta þráðlaust milli disks og sjónvarps?


Nei