Síða 1 af 1

Ísland of lítið fyrir Netflix ?

Sent: Fim 10. Okt 2013 11:09
af GuðjónR
Smáís reynir að verja úrelt einkaleyfis módel Íslands, segja það neytendum til góða.
Þetta eru svo gamaldags og úreld viðhorf að maður spyr spig sig hvor þeir vilji ekki banna bjór líka? Og hafa bara RUV?

Smáís skrifaði:Það að innlendir aðilar greiði leyfisgjöld og skatta ásamt því að fara eftir landslögum en ekki Netflix vegna áskrifenda sinna hér á landi, skekkir enn frekar samkeppnisstöðu innlendra fyrirtækja gagnvart hinni erlendu samkeppni.

Leiðbeiningar um hvernig skuli fara framhjá höfundarétti eru ekki neytendavænar þó að hægt sé að notfæra sér þær til að nálgast efni á ódýrari hátt en með löglegum leiðum og mætti líkja við leiðbeiningum um hvernig hægt er að smygla annars löglegri vöru framhjá tollinum, hvort sem það væri iPhone, áfengi eða eitthvað annað.


Gott svar hjá einum á commentakerfinu:
Stefán Jökull Sigurðarson skrifaði:Hvernig er það brot á höfundarrétti t.d. Netflix að horfa á t.d. House of Cards gegnum Netflix á Íslandi? Það getur vissulega verið að það sé brot á einkadreifingarrétti Stöðvar 2 og fleiri aðila þegar þetta snertir t.d. sjónvarpsþætti og kvikmyndir sem þeir hafa í gegnum þetta úrelta viðskiptamódel keypt "einkarétt" til þess að dreifa á Íslandi, en flestum er drullusama um þau okurfyrirtæki og þessar fáránlegu hömlur.

Með því að fara framhjá hömlunum er ekki verið að hlunnfara höfunda um launin sín, heldur er verið að hlunnfara okurfyrirtækin um fáránlegu álagninguna sem er lögð á efnið sem þau KUSU að borga stórar fjárhæðir fyrir til þess að geta smurt vel ofaná og féflett neytendur sem að öllu jafna standa frammi fyrir mikilli fákeppni þegar kemur að sjónvarpi. Það er verið að brjóta á rétti þeirra dreifingaraðila sem berjast með kjafti og klóm til þess að halda dauðataki í gjörsamlega úrelt viðskiptamódel, og neytendur sjá einfaldlega ekkert athugavert við það vegna þess að þetta er einmitt fáránlegt.

Hérna er smá ráð til SMÁÍS og tengdra aðila. Internetið hefur ekki landamæri. Þau mörk sem er reynt að setja upp er mjög auðvelt að komast framhjá enda ættu þau ekki að vera til og það eru þessi sýndarmörk sem eru þyrnir í augum neytenda því þau bitna bara á þjónustunni. Því fyrr sem SMÁÍS og aðrir "rétthafar" átta sig á því, þeim mun fyrr getum við farið að gera hlutina almennilega og allir orðið ánægðir.


Greinin á DV:
http://www.dv.is/consumer/2013/10/10/is ... ur-litill/

Re: Ísland of lítið fyrir Netflix ?

Sent: Fim 10. Okt 2013 11:20
af Stutturdreki
Held að þessi Stefán hafi sagt allt sem segja þurfti um þetta mál.

Re: Ísland of lítið fyrir Netflix ?

Sent: Fim 10. Okt 2013 12:30
af AntiTrust
Flott komment hjá Stefáni. En til að svara titilspurningunni, nei, alls ekki. Ég er líka nokkuð viss um að VOD landslagið á eftir að breytast mjög hratt þegar erlendar þjónustur verða í boði hérlendis. Skjárinn og 365 geta nánast strikað yfir núverandi viðskiptamódel þegar það gerist.

Re: Ísland of lítið fyrir Netflix ?

Sent: Fim 10. Okt 2013 12:45
af Stutturdreki
Netflix var opið en svo var þeim gert að loka fyrir íslenskar IP tölur (right?), þeir samþykkja íslensk kreditkort.

Miðað við það þá sé ég ekki að Netflix hafi nokkuð á móti íslenskum viðskiptum.

Re: Ísland of lítið fyrir Netflix ?

Sent: Fim 10. Okt 2013 15:34
af Pandemic
Hef líka ágætis heimildir fyrir því að lög um að erlent efni þurfi að vera textað sé mun stærri þröskuldur en hvað landið er lítið.

Re: Ísland of lítið fyrir Netflix ?

Sent: Fim 10. Okt 2013 15:42
af rattlehead
Pandemic skrifaði:Hef líka ágætis heimildir fyrir því að lög um að erlent efni þurfi að vera textað sé mun stærri þröskuldur en hvað landið er lítið.


Er ekki verið að endurvarpa erlendum stöðvum svo þetta stenst ekki. Enn hvað um það. Af hverju má ekki leyfa þetta eins og Spotify. Það er verið að greiða fyrir efnið. Af hverju er smáís ekki þá ekki farið í herferð gegn gervihnattadiskum. Fólk er að horfa á það efni sem íslensku stöðvarnar bjóða upp fyrir brot af þessu verði.

Re: Ísland of lítið fyrir Netflix ?

Sent: Fim 10. Okt 2013 16:28
af appel
rattlehead skrifaði:
Pandemic skrifaði:Hef líka ágætis heimildir fyrir því að lög um að erlent efni þurfi að vera textað sé mun stærri þröskuldur en hvað landið er lítið.


Er ekki verið að endurvarpa erlendum stöðvum svo þetta stenst ekki. Enn hvað um það. Af hverju má ekki leyfa þetta eins og Spotify. Það er verið að greiða fyrir efnið. Af hverju er smáís ekki þá ekki farið í herferð gegn gervihnattadiskum. Fólk er að horfa á það efni sem íslensku stöðvarnar bjóða upp fyrir brot af þessu verði.


Það er leyfilegt að endurvarpa erlendum stöðvum. Hinsvegar ef þú ert með íslenska stöð eða VOD leigu þá lýtur það íslenskum lögum.

Íslenskar áfengisauglýsingar í íslenskum stöðvum eru bannaðar.
Íslenskar áfengisauglýsingar í erlendum stöðvum eru bannaðar.
Erlendar áfengisauglýsingar í erlendum stöðvum eru leyfilegar.

Cartoon Network má auglýsa á undan barnaefni.
Stöð 2 má ekki auglýsa á undan barnaefni.

Það er margt skrýtið í íslenska kýrhausnum.

Re: Ísland of lítið fyrir Netflix ?

Sent: Fim 10. Okt 2013 16:33
af rapport
p.s. inn í þessa umræðu.

Eftir seinasta þráð þá fór ég á heimasíðu umboðsmanns alþingis og bað um að það yrði skoðað að ríkið væri notað sem innheimtuaðili fyrir félagasamtök.

Og hvað þá að þau hefðu nokkuð frjálsar hendur með "tolla" á gagnamiðlum sem koma til landsins.

Hvet ykkur til að gera það sama og skapa þrýsting á að það verði úrskurðað um þessi mál:

http://www.umbodsmaduralthingis.is/form ... 9&FormID=1

Re: Ísland of lítið fyrir Netflix ?

Sent: Fim 10. Okt 2013 17:08
af BugsyB
Pandemic skrifaði:Hef líka ágætis heimildir fyrir því að lög um að erlent efni þurfi að vera textað sé mun stærri þröskuldur en hvað landið er lítið.

Það eru til íslenskir textar á flest allt efni sem er inni á netflix

Re: Ísland of lítið fyrir Netflix ?

Sent: Fim 10. Okt 2013 18:21
af appel
BugsyB skrifaði:
Pandemic skrifaði:Hef líka ágætis heimildir fyrir því að lög um að erlent efni þurfi að vera textað sé mun stærri þröskuldur en hvað landið er lítið.

Það eru til íslenskir textar á flest allt efni sem er inni á netflix


Er það í boði í netflix í dag?

Re: Ísland of lítið fyrir Netflix ?

Sent: Fim 10. Okt 2013 18:50
af Skari
Leiðilegt að þetta skuli ekki enn verið komið til Íslands en ef þið eruð að hugsa um þetta sem lausn í staðinn fyrir t.d. Stöð2 þá eru t.d. ekki margir af þessum nýju þáttum sem eru í spilun núna sem er á netflix og þættirnir koma ekki strax og þeir eru sýndir í Bandaríkjunum.. t.d. er bara ein sería af homeland á netflix, 5 seríur af dexter og 3 seríur af breaking bad.. aftur er kvikmyndaúrvalið fínt þótt það er heldur ekkert nýlegt

Persónulega myndi ég frekar vilja hafa hulu en sýnist þeir vera með lélegt kvikmyndaúrval svo hulu+netflix yrði eflaust geðveikt og þá er HBO efnið eina sem þarf að dla.

Re: Ísland of lítið fyrir Netflix ?

Sent: Fim 10. Okt 2013 19:58
af Viktor
Þetta eru fyndnustu rök sem ég hef heyrt.

Re: Ísland of lítið fyrir Netflix ?

Sent: Fim 10. Okt 2013 20:18
af AlexJones
Ísland er alltof lítið fyrir Netflix. Þeir gætu miklu frekar opnað á stærra tugmilljóna-manna markaðssvæði, start-kostnaðurinn líklega svipaður.

Það er ekki upp á innlenda aðila komið hvernig er komið fyrir "content" málum á Íslandi, þetta er alfarið erlendum aðilum að kenna, þeir stjórna þessu og einnig verðlaginu.

Það er einnig ekki séns í því að Netflix muni fá að drottna á þessum markaði, hollywood stúdíóin munu aldrei leyfa slíkt, því slíkt myndi ekki bara eyðileggja dreifingakerfi sem skapar þeim miklar tekjur heldur einnig myndi Netflix stýra markaðnum frekar en stúdíóin, þau myndu missa valdið og tökin.

Re: Ísland of lítið fyrir Netflix ?

Sent: Fös 11. Okt 2013 02:19
af AntiTrust
AlexJones skrifaði:Það er einnig ekki séns í því að Netflix muni fá að drottna á þessum markaði, hollywood stúdíóin munu aldrei leyfa slíkt, því slíkt myndi ekki bara eyðileggja dreifingakerfi sem skapar þeim miklar tekjur heldur einnig myndi Netflix stýra markaðnum frekar en stúdíóin, þau myndu missa valdið og tökin.


Ekki séns að Netflix fái að 'drottna' ? 35 milljón áskrifendur og fer hratt aukandi, ég veit ekki hvernig stúdíóin ætla að stöðva þessa stækkun á streymisþjónustum. Þetta er það sem fólkið vil, ekki sér VOD þjónustu fyrir hvert einasta network/stöð eins og þessar risaeðlur vilja halda þessu. Markaðurinn ræður alltaf á endanum, þótt það taki oft sorglega langan tíma.

Re: Ísland of lítið fyrir Netflix ?

Sent: Lau 12. Okt 2013 21:29
af AlexJones
AntiTrust skrifaði:
AlexJones skrifaði:Það er einnig ekki séns í því að Netflix muni fá að drottna á þessum markaði, hollywood stúdíóin munu aldrei leyfa slíkt, því slíkt myndi ekki bara eyðileggja dreifingakerfi sem skapar þeim miklar tekjur heldur einnig myndi Netflix stýra markaðnum frekar en stúdíóin, þau myndu missa valdið og tökin.


Ekki séns að Netflix fái að 'drottna' ? 35 milljón áskrifendur og fer hratt aukandi, ég veit ekki hvernig stúdíóin ætla að stöðva þessa stækkun á streymisþjónustum. Þetta er það sem fólkið vil, ekki sér VOD þjónustu fyrir hvert einasta network/stöð eins og þessar risaeðlur vilja halda þessu. Markaðurinn ræður alltaf á endanum, þótt það taki oft sorglega langan tíma.


Userbase skipti miklu máli, en stúdíóin geta með einföldum hætti sagt upp samningnum við Netflix, sem þýðir að Netflix þarf að taka út allt content sem kemur frá því. Án contents er Netflix ekkert, og það er lítið sem ekkert sem Netflix framleiðir sjálft, örfáir sjónvarpsþættir skipta engu máli hér.

Re: Ísland of lítið fyrir Netflix ?

Sent: Lau 12. Okt 2013 22:29
af darkppl
hvað ef fólk hættir bara að horfa á efni frá þeim eða jafnvel fer bara aftur í að downloada þeim...í flestum kríngumsæðum held ég að þeir séu ekkert að fara að hætta að vera með samning við netflix.

Re: Ísland of lítið fyrir Netflix ?

Sent: Lau 12. Okt 2013 22:42
af AntiTrust
Þetta er náttúrulega ekki bara Netflix, það eru til óteljandi svona þjónustur í öllum heimsálfum. Það segir sig líka sjálft hvert fólk myndi leita ef streymisþjónusturnar myndu missa samninga og efni.

Stúdíóin verða bara að átta sig á því að valdið er að færast í miklum mæli úr þeirra höndum, og hreinlega yfir til neytenda. Þetta er hratt farið að verða val á milli þess að bjóða upp á efnið á eðlilegum verðum, heim í hús í góðum gæðum - eða horfa á niðurhalstölurnar aukast og aukast.

Re: Ísland of lítið fyrir Netflix ?

Sent: Sun 13. Okt 2013 18:35
af AlexJones
AntiTrust skrifaði:Þetta er náttúrulega ekki bara Netflix, það eru til óteljandi svona þjónustur í öllum heimsálfum. Það segir sig líka sjálft hvert fólk myndi leita ef streymisþjónusturnar myndu missa samninga og efni.

Stúdíóin verða bara að átta sig á því að valdið er að færast í miklum mæli úr þeirra höndum, og hreinlega yfir til neytenda. Þetta er hratt farið að verða val á milli þess að bjóða upp á efnið á eðlilegum verðum, heim í hús í góðum gæðum - eða horfa á niðurhalstölurnar aukast og aukast.


Þetta er ekkert bara "hypothetical", því í maí á þessu ári fóru nærri 2000 myndir út catalognum þegar samningur við MGM, Warner Bros og Universal rann út:
http://arstechnica.com/business/2013/05 ... g-catalog/

Það er nefnilega málið, þegar tæknilegar hindranir hverfa og stúdíóin læra hvernig þau geta sjálft dreift efni beint til neytandans þá þurfa þau ekki á Netflix að halda. Hví ættu þau að sætta sig við Netflix sem millilið þegar þau geta sjálf dreift efni beint til neytandans? Who knows. Helsti styrkleikur Netflix er einfalt áskriftarmódel og stór userbase, en slíkt gæti breyst hratt ef content hverfur, og oftast eru þetta neytendur sem eru fljótir að breyta til ef annað betra býðst enda gera þeir miklar kröfur. Þetta er ástæðan fyrir að Netflix er farið að framleiða sjónvarpsseríur, til tryggja að gott content geti ekki bara horfið og líka til þess að vera með nýtt efni.

Stúdóunum líkar betur við að selja réttindi að efni sínu í hundrað löndum, og í hverju landi eru margir aðilar sem vilja kaupa réttinn, tugir jafnvel. Þó slíkt er flóknara þá fá þau miklu meiri pening úr því heldur en ef þau selja réttinn bara til Netflix, eins aðila, sem hefur þá miklu meiri ítök gagnvart stúdíóinu. Núna geta stúdíóin sagt upp samningum við einstaka aðila án þess að allt viðskiptamódelið þeirra hrynji til grunna, en ef Netflix er á bakvið 50-60% af tekjustreymi stúdíóanna þá geta þau ekki bara hætt að vera hjá Netflix sem þýðir að Netflix hefur mikið "leverage" gagnvart þeim.

Netflix hefur alla burði til þess að taka yfir heiminn í þessum efnum, en líklegra er þó að stúdíóin slaki aðeins á klónni gagnvart staðbundnum dreifiaðilum svo þeir geti tekið upp Netflix módelið, í þeim tilgangi að draga úr ítökum Netflix.



Svo veit maður aldrei hvað gerist gagnvart ólöglegu niðurhali á kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Þetta hefur verið svolítið villa vestrið, en stúdíóin og hagsmunaaðilar eru ekkert búin að gefast upp í baráttunni, heldur hafa gefið í og beint kröftum sínum í að fá löggjafann til að banna svona, fá internetþjónustuaðilar til að banna aðgang, og hafa farið á eftir aðilum sem bjóða upp á dreifileiðir með aðstoð löggæslunnar (sbr. Pirate bay og Kim Dot Com). Ég held að einhverntímann verði internetþjónustuaðilar skyldaðir til að berjast gegn svona piracy með því að loka á vefsíður, ip tölur og hvaðeina, svo verður e.t.v. lokað á internetsambönd til þeirra sem stunda download á kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Brave new world.
Ólöglegt niðurhal mun aldrei verða ofan á sem aðaldreifileið fyrir afþreyingarefni, því þá mun auðvitað ekkert afþreyingarefni verða framleitt. Líklegra er að hert verður á í baráttunni gegn ólöglegu niðurhali, og við endum með fasískt alræðiseftirlit.