Ultra Clear Panel og Micro Dimming í TV
Sent: Mán 23. Sep 2013 18:19
af gufan
Er að spá í að skella mér á nýtt sjónvarp í vikunni ...
Ultra Clear Panel og Micro Dimming eru þetta hlutir sem ég þarf eitthvað að skoða ?
Re: Ultra Clear Panel og Micro Dimming í TV
Sent: Mán 23. Sep 2013 22:09
af audiophile
Munar töluvert á gæðum þegar þú ert kominn í UCP. Meiri contrast, dýpri litir og meiri skerpa. Þeir eru ekki mattir eins og ódýrari tækin þannig að það glampar aðeins meira.
Ef ég man rétt er þetta bara á 7, 8 og 9000 línunni hjá Samsung.
Micro Dimming hjá Samsung finnst mér ekkert spes þar sem þetta eru Edge Led tæki í stað Full Led og þar af leiðandi ekki eins nákvæm birtustjórnun og hægt er að ná með local dimming í full led.
Ef þú ert að spá í 7000 tæki frá Samsung myndi ég bara skella mér á það. Frábær tæki.