Síða 1 af 1

Stjórna hvaða hljóð spilast í hvaða jack tengi..

Sent: Sun 15. Sep 2013 16:20
af eriksnaer
Sælir vaktarar.

Ég er með innbyggt hljóðkort á móðurborðinu mínu sem lítur svona út
jack tengi mobo.jpg
jack tengi mobo.jpg (47.49 KiB) Skoðað 2040 sinnum

Svo er bara svona basic eitt grænt og eitt rautt framan á tölvunni aukalega.

Ég var að hugsa hvort hægt væri að stjórna hvaða hljóð færi í hvaða tengi..

Ég er semsagt með hátalara í tengi að aftan (man ekki í hvaða lit) og svo einnig heyrnatól og fl.

Mig langar semsagt að geta stýrt þessu þannig að tónlist fari út í hátalara en annað eins og skype, hljóð í leikjum og fl. fari í heyrnatól...

Er þetta einhvernvegin hægt ef svo er er einhver hér svo vænn að útskýra fyrir mér hvernig...

Með bestu kveðjum, Erik Snær

P.s. er með win 8

Re: Stjórna hvaða hljóð spilast í hvaða jack tengi..

Sent: Sun 15. Sep 2013 16:26
af ManiO
Fylgdi einhvers konar forrit fyrir hljóðkortið? Ef svo er, þá ættiru að prófa að fikta í því og sjá hvort að einhverjar stillingar þar gefa þér valmöguleikana á því.

Re: Stjórna hvaða hljóð spilast í hvaða jack tengi..

Sent: Sun 15. Sep 2013 16:29
af demaNtur
Get lofað þér því að þú getur ekki stjórnað þessu, ég hef reynt þetta og fann ekkert út úr þessu! :dissed

Þú lætur mig vita ef þú kemst að eitthverju :)

Re: Stjórna hvaða hljóð spilast í hvaða jack tengi..

Sent: Sun 15. Sep 2013 16:51
af eriksnaer
ManiO skrifaði:Fylgdi einhvers konar forrit fyrir hljóðkortið? Ef svo er, þá ættiru að prófa að fikta í því og sjá hvort að einhverjar stillingar þar gefa þér valmöguleikana á því.

Það er ekkert í því... það forrit er bara þarna "realtek hd audio manager" og það var ekkert fyrir neitt svona í því....

Vona samt sem áður að þetta sé á einhvern hátt hægt... Væri svo þæginlegt að geta þetta :)

Re: Stjórna hvaða hljóð spilast í hvaða jack tengi..

Sent: Sun 15. Sep 2013 20:40
af Gúrú
Það er ekki séns að gera þetta. Það hafa margir ætlað sér að gera þetta (þ.á.m. ég) en þetta er bara ekki í boði. :(

Re: Stjórna hvaða hljóð spilast í hvaða jack tengi..

Sent: Sun 15. Sep 2013 20:50
af Viktor
Þú þarft að fá þér annað hljóðkort, ætti t.d. að virka með þessu sem kostar 1500 kr.

http://www.computer.is/vorur/3026/



Re: Stjórna hvaða hljóð spilast í hvaða jack tengi..

Sent: Sun 15. Sep 2013 20:54
af Cikster
Minnir að þegar ég skoðaði þetta fyrir nokkrum árum endaði það á að þurfti annað hljóðkort og stillti bara forritið (winamp) í að nota auka hljóðkortið en allt annað var á onboard sem var stillt sem default í windows fyrir hljóð.

Re: Stjórna hvaða hljóð spilast í hvaða jack tengi..

Sent: Sun 15. Sep 2013 20:55
af Orri
Hmm, þegar ég var með Realtek HD Audio Manager þá var option sem sagði "Make Front and Rear output devices playback two different audio streams simultaneously."..
Prófaði þetta samt aldrei og hef ekki hugmynd hvort né hvernig þetta virkaði.

Re: Stjórna hvaða hljóð spilast í hvaða jack tengi..

Sent: Sun 15. Sep 2013 20:56
af GullMoli
Orri skrifaði:Hmm, þegar ég var með Realtek HD Audio Manager þá var option sem sagði "Make Front and Rear output devices playback two different audio streams simultaneously."..
Prófaði þetta samt aldrei og hef ekki hugmynd hvort né hvernig þetta virkaði.



Sama hér, var sjálfur að fikta í þessu en ég man bara enganvegin hvort mér hafi tekist þetta með þessu.. rámar eitthvað í það þó.

Re: Stjórna hvaða hljóð spilast í hvaða jack tengi..

Sent: Sun 15. Sep 2013 21:15
af Gúrú
Orri skrifaði:Hmm, þegar ég var með Realtek HD Audio Manager þá var option sem sagði "Make Front and Rear output devices playback two different audio streams simultaneously."..
Prófaði þetta samt aldrei og hef ekki hugmynd hvort né hvernig þetta virkaði.


Þetta var ekki og er ekki í boði á Windows 7, sem að flestir okkar eru jú að nota. Veit ekki hvernig staðan er með það á Windows 8 því ég hef engan áhuga á W8. :)

Re: Stjórna hvaða hljóð spilast í hvaða jack tengi..

Sent: Sun 15. Sep 2013 21:17
af Televisionary
Hafið þið prófað Virtual Audio Cable? http://software.muzychenko.net/eng/vac.htm

Re: Stjórna hvaða hljóð spilast í hvaða jack tengi..

Sent: Sun 15. Sep 2013 21:44
af Vignirorn13
Televisionary skrifaði:Hafið þið prófað Virtual Audio Cable? http://software.muzychenko.net/eng/vac.htm


Ég held þú þurfir líka 2 hljóðkort og átt þá að gera notað Virtual Audio Cable og stillt það á sitt hvort kortið.. :megasmile

Re: Stjórna hvaða hljóð spilast í hvaða jack tengi..

Sent: Sun 15. Sep 2013 22:07
af Garri
Er með Xonar hljóðkort og Xonar Audio Center. Ekkert mál að stilla þar hvort hljóðið fer á Headphone eða hátalara.

Er með netsíma og þar get ég eins stillt hvort hljóðið fari í blue-tooth, hátalara eða headphone.. man ekki með Skype en svo framanlega sem það er til service fyrir hvert og eitt úttak eða inntak, þá ætti þetta að vera hægt í langflestum svona forritum. Enda sjá þjónustunar um samskiptin við kortin.

Re: Stjórna hvaða hljóð spilast í hvaða jack tengi..

Sent: Sun 15. Sep 2013 22:13
af GrimurD
Þetta breyttist mikið í Windows Vista og uppúr, ef ég man rétt þá er þetta hægt ef forritið býður uppá það. Hér er meira info:

http://social.technet.microsoft.com/For ... nd-outputs

Re: Stjórna hvaða hljóð spilast í hvaða jack tengi..

Sent: Sun 15. Sep 2013 23:04
af kizi86
Gúrú skrifaði:
Orri skrifaði:Hmm, þegar ég var með Realtek HD Audio Manager þá var option sem sagði "Make Front and Rear output devices playback two different audio streams simultaneously."..
Prófaði þetta samt aldrei og hef ekki hugmynd hvort né hvernig þetta virkaði.


Þetta var ekki og er ekki í boði á Windows 7, sem að flestir okkar eru jú að nota. Veit ekki hvernig staðan er með það á Windows 8 því ég hef engan áhuga á W8. :)



bull og vitleysa. er sjálfur með realtek hd audio manager og windows 7, og þar get ég valið á milli mute the rear output device when a front headphone plugged in, eða make front and rear output devices playback two different audiostreams simultaneously....

ef ert með realtek hljóðkort í tölvunni, er alveg bókað mál að getir gert þetta, ef ert með realtek taktu þá screenshot af forritinu og ég eða einhver hjérna skal leiðbeina þér hvernig átt að breyta þessu

Re: Stjórna hvaða hljóð spilast í hvaða jack tengi..

Sent: Sun 15. Sep 2013 23:16
af Gúrú
kizi86 skrifaði:
Gúrú skrifaði:
Orri skrifaði:Hmm, þegar ég var með Realtek HD Audio Manager þá var option sem sagði "Make Front and Rear output devices playback two different audio streams simultaneously."..
Prófaði þetta samt aldrei og hef ekki hugmynd hvort né hvernig þetta virkaði.

Þetta var ekki og er ekki í boði á Windows 7, sem að flestir okkar eru jú að nota. Veit ekki hvernig staðan er með það á Windows 8 því ég hef engan áhuga á W8. :)

bull og vitleysa. er sjálfur með realtek hd audio manager og windows 7, og þar get ég valið á milli mute the rear output device when a front headphone plugged in, eða make front and rear output devices playback two different audiostreams simultaneously....
ef ert með realtek hljóðkort í tölvunni, er alveg bókað mál að getir gert þetta, ef ert með realtek taktu þá screenshot af forritinu og ég eða einhver hjérna skal leiðbeina þér hvernig átt að breyta þessu


Og fengið seinni valmöguleikann til að virka?
Mér þætti alls ekki leiðinlegt ef þeir hefðu bætt þetta með einni af ófáum hugbúnaðaruppfærslunum sínum en þetta var allavegana ekki hægt á Windows 7.

Re: Stjórna hvaða hljóð spilast í hvaða jack tengi..

Sent: Mán 16. Sep 2013 11:11
af eriksnaer
kizi86 skrifaði:
Gúrú skrifaði:
Orri skrifaði:Hmm, þegar ég var með Realtek HD Audio Manager þá var option sem sagði "Make Front and Rear output devices playback two different audio streams simultaneously."..
Prófaði þetta samt aldrei og hef ekki hugmynd hvort né hvernig þetta virkaði.


Þetta var ekki og er ekki í boði á Windows 7, sem að flestir okkar eru jú að nota. Veit ekki hvernig staðan er með það á Windows 8 því ég hef engan áhuga á W8. :)



bull og vitleysa. er sjálfur með realtek hd audio manager og windows 7, og þar get ég valið á milli mute the rear output device when a front headphone plugged in, eða make front and rear output devices playback two different audiostreams simultaneously....

ef ert með realtek hljóðkort í tölvunni, er alveg bókað mál að getir gert þetta, ef ert með realtek taktu þá screenshot af forritinu og ég eða einhver hjérna skal leiðbeina þér hvernig átt að breyta þessu

Smelli inn mynd þegar ég kemst í tölvuna mína... er ekki með hana með mér hérna upp á sjúkrahúsi....

en ætti þetta að vera hægt í fartölvum líka... spila tónlist í innbyggðu hátölurum og hafa skype/leiki í heyrnatólum...