Síða 1 af 1

Kaup á 32" LED Smart TV

Sent: Mið 17. Júl 2013 17:57
af GTi
Er að pæla í að kaupa mér sjónvarp og ég hef ekki mikið fylgst með þróuninni.
Er samt kominn að þeirri niðurstöðu að kaupa mér 32" LED Smart TV.

Búinn að vera skoða og hef verið að pæla í þessum tveimur.

Sony 32" LED Motionfl.200Hz FHD
Philips 32" Smart LED TV

Ef þið vitið um fleiri sjónvörp sem vert er að skoða, megið þið endilega posta þeim.

Hvað finnst ykkur? \:D/

Re: Kaup á 32" LED Smart TV

Sent: Mið 17. Júl 2013 19:36
af appel
Hví svona lítið?

Re: Kaup á 32" LED Smart TV

Sent: Mið 17. Júl 2013 19:41
af cure
appel skrifaði:Hví svona lítið?

nkl.. ég keypti mér svona lítið sjónvarp fyrir nokkrum mánuðum og dauð sé eftir því.. þetta er ágætis tölvu skjá stærð en svo er svo léleg upplausn í mínu að ég get varla notað það sem skjá ](*,) persónulega myndi ég fara í ekki minna en 42" í dag

Re: Kaup á 32" LED Smart TV

Sent: Mið 17. Júl 2013 19:44
af appel
Ég keypti mér 50" fyrir 5 árum.

Var að skða 75" í samsung setrinu í dag, nokkuð flott, en kostar tvo fótleggi. En myndi upgreida í það ef það væri í svona 300 k verðinu.

Re: Kaup á 32" LED Smart TV

Sent: Mið 17. Júl 2013 19:48
af cure
var það þetta ?? http://www.samsungsetrid.is/vorur/607/ maður náturlega hefði enga ástæðu til þess að fara út úr íbúðinni sinna aftur ef maður væri með svona sjónvarp og væri að vinna heima.. :D
þetta er ávísun á innipúka dauðans hehe allavega yrði ég það ef ég ætti svona heitt kvikindi :happy

Re: Kaup á 32" LED Smart TV

Sent: Mið 17. Júl 2013 19:48
af svanur08
32 er alltof lítið, lámark 40-42 tommu. Size matters :happy

Re: Kaup á 32" LED Smart TV

Sent: Mið 17. Júl 2013 19:55
af worghal
ég fór úr 32" í 51" og núna get ég einfaldlega ekki horft á 32" sjónvörp.

Re: Kaup á 32" LED Smart TV

Sent: Mið 17. Júl 2013 20:09
af appel
32" er algjört frímerki, ekki fá þér þannig nema þú sért í 5 fm. herbergi.

Re: Kaup á 32" LED Smart TV

Sent: Mið 17. Júl 2013 20:13
af GTi
Ég vil frekar kaupa mér gott 32" sjónvarp en að eiga lélegt 42"
Ég er að uppfæra úr 28" túbu frá 1972 og ég er viss um að ég verði sáttur við 32".

En ef þið getið hjálpað mér að finna gott 42" sjónvarp á ~150.000 kr. þá má alveg skoða það.

Kröfur:
- Full HD.
- LED LCD.
- Smart TV.

Re: Kaup á 32" LED Smart TV

Sent: Mið 17. Júl 2013 20:22
af Moquai
Hvaða krafthausastæla eruð þið með drengir, maðurinn má fá sér eins stórt sjónvarp og hann vill.

Sjónvarpsstærð fer allt eftir því í hvernig herbergi/umhverfi þið eruð með sjónvarpið í og hversu langt það er frá þér.

Re: Kaup á 32" LED Smart TV

Sent: Mið 17. Júl 2013 20:29
af svanur08
GTi skrifaði:Ég vil frekar kaupa mér gott 32" sjónvarp en að eiga lélegt 42"
Ég er að uppfæra úr 28" túbu frá 1972 og ég er viss um að ég verði sáttur við 32".

En ef þið getið hjálpað mér að finna gott 42" sjónvarp á ~150.000 kr. þá má alveg skoða það.

Kröfur:
- Full HD.
- LED LCD.
- Smart TV.


Myndi hugsanlega spá í þessu tæki -----> http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... oryid=1732

Re: Kaup á 32" LED Smart TV

Sent: Mið 17. Júl 2013 20:31
af cure
jafnvel þessu líka http://www.samsungsetrid.is/vorur/719/
*edit* það er ekki smart :O :O

Re: Kaup á 32" LED Smart TV

Sent: Mið 17. Júl 2013 20:37
af GTi
svanur08 skrifaði:
GTi skrifaði:Ég vil frekar kaupa mér gott 32" sjónvarp en að eiga lélegt 42"
Ég er að uppfæra úr 28" túbu frá 1972 og ég er viss um að ég verði sáttur við 32".

En ef þið getið hjálpað mér að finna gott 42" sjónvarp á ~150.000 kr. þá má alveg skoða það.

Kröfur:
- Full HD.
- LED LCD.
- Smart TV.


Myndi hugsanlega spá í þessu tæki -----> http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... oryid=1732


Takk fyrir ábendinguna. En hefur þetta tæki e-ð umfram t.d. http://sm.is/product/32-smart-led-tv-phs-32pfl5007t. Fyrir utan kannski 3D sem ég myndi sjálfsagt aldrei nýta mér?

Philips tækið hefur 400Hz á móti 200Hz hjá Samsung?
Svo er ekkert sagt um skerpu eða birtustig á Samsung tækinu.

Ég er annars alveg grænn í þessu. :baby

Re: Kaup á 32" LED Smart TV

Sent: Mið 17. Júl 2013 20:38
af svanur08
Myndi aldrei fá mér Philips, hef slæma reynslu af þeim, en það er bara mín skoðun, en þetta 100hz 200hz 400hz er bara sölutrick. þú vilt ekki sjá bíómyndir smooth og slekkur á þessum fítus.

Re: Kaup á 32" LED Smart TV

Sent: Mið 17. Júl 2013 20:45
af appel
Vinn með einum sem fékk sér 32" fyrir hálfu ári. Núna í dag sér hann eftir því. Ég sagði honum að kaupa stærra tæki, en hann hlustaði ekki.

En jú vissulega ræður þú því hvernig tæki þú færð þér, er bara að segja þér mitt álit :)

Auk þess finnst mér þetta "smart tv" vera bara sölutrikk. Ég er með svona smart tv hjá mér og nota það aldrei. Þekki marga með "smart tv" tæki og þeir nota þetta aldrei.

Myndi bara finna gott 40-42" tæki með góð myndgæði og gleyma hinu.

Re: Kaup á 32" LED Smart TV

Sent: Mið 17. Júl 2013 21:12
af Skari
Var að google-a þetta eitthvað um daginn, ég t.d. nota mikið forritið plex sem media server og skilst að plex sé bara fyrir samsung smarttv og lg smarttv.
Einnig myndi ég skoða ítarlega hvaða file-a sjónvarpið nær að spila, kíkti á sjónvarpið sem var í fyrsta linknum og þar kom ekkert fram hvaða file-a hún nær að spila ef þú ert mikið fyrir að downloada efni og athugaðu líka með hljóðið. Er með sjónvarp í láni núna og á því þá t.d. næ ég að spila 720p/1080p myndir, minnir að flestar hafi verið .mkv en sjónvarpið supportaði ekki hljóðið.

Mæli með að þú farir í allar verslanirnar og fynnir eitthvað sjónvarp sem þér líkar við og ekki taka þessa ákvörðu i flýti, google-aðu öll sjónvörpin sem þér lýst vel á og finndu umsagnir fyrir þau, persónulega finnst mér alltaf betra að taka mark á því þar sem sölumaðurinn gerir jú allt til að selja þér eitthvað.

Re: Kaup á 32" LED Smart TV

Sent: Mið 17. Júl 2013 21:59
af GTi
svanur08 skrifaði:Myndi aldrei fá mér Philips, hef slæma reynslu af þeim, en það er bara mín skoðun, en þetta 100hz 200hz 400hz er bara sölutrick. þú vilt ekki sjá bíómyndir smooth og slekkur á þessum fítus.


Ég hélt einmitt að það væri betra að hafa hærra Hz. Hélt að þessi "smooth"-leiki í flatskjáum sem maður sér stundum hjá vinum og ættingjum væri vegna þess að það væri með lágt Hz.

appel skrifaði:Auk þess finnst mér þetta "smart tv" vera bara sölutrikk. Ég er með svona smart tv hjá mér og nota það aldrei. Þekki marga með "smart tv" tæki og þeir nota þetta aldrei.

Myndi bara finna gott 40-42" tæki með góð myndgæði og gleyma hinu.

Já, það er svosem ekkert must að hafa SmartTV þegar ég pæli í því. Stefnan var að kaupa með þessu Rasperry Pi sem ég kæmi til með að nota sem Media Center.

En hvaða tegundir eru það sem teljast "bestar" í dag?

Re: Kaup á 32" LED Smart TV

Sent: Mið 17. Júl 2013 22:31
af GuðjónR
Ég á 42" Philips LCD TV 42PFL7403D og það er of lítið fyrir mig í dag enda sit ég í 4-5 metra fjarlægð frá því´

Þetta er draumatækið

Mun kaupa það ef ég vinn í lottó!

Bottom line, ekki kaupa 32"

Re: Kaup á 32" LED Smart TV

Sent: Mið 17. Júl 2013 22:46
af appel
GuðjónR skrifaði:Ég á 42" Philips LCD TV 42PFL7403D og það er of lítið fyrir mig í dag enda sit ég í 4-5 metra fjarlægð frá því´

Þetta er draumatækið

Mun kaupa það ef ég vinn í lottó!

Bottom line, ekki kaupa 32"


úff, plasma... jæja, þarft allavega ekki að kveikja á ofnunum yfir veturinn því plasma tækið nær að kynda allt húsið. Ég er með 50" plasma og þarf að hafa opið út ef það er í gangi lengi.

Re: Kaup á 32" LED Smart TV

Sent: Fim 18. Júl 2013 01:06
af nonesenze
GuðjónR skrifaði:Ég á 42" Philips LCD TV 42PFL7403D og það er of lítið fyrir mig í dag enda sit ég í 4-5 metra fjarlægð frá því´

Þetta er draumatækið

Mun kaupa það ef ég vinn í lottó!

Bottom line, ekki kaupa 32"


bara svona lotto dæmi hjá mér
plasma þá þetta http://www.samsungsetrid.is/vorur/367/

eeeen....

ef LED þá þetta http://www.samsungsetrid.is/vorur/607/

annars myndi ég reyna að safna mér fyrir þessu http://www.samsungsetrid.is/vorur/537/ flott tilboðs verð

Re: Kaup á 32" LED Smart TV

Sent: Fim 18. Júl 2013 01:25
af Pandemic
appel skrifaði:úff, plasma... jæja, þarft allavega ekki að kveikja á ofnunum yfir veturinn því plasma tækið nær að kynda allt húsið. Ég er með 50" plasma og þarf að hafa opið út ef það er í gangi lengi.


Ætli það sé ekki mismunandi eftir tækjum. Annars myndi ég alltaf kaupa mér plasma enda miklu betri myndgæði en eru í LCD.

Re: Kaup á 32" LED Smart TV

Sent: Fim 18. Júl 2013 12:23
af rapport
Þetta eru sjónvörp... ég verð með 28" túbuna þar til hún deyr og þá kaupi ég mér eitthvað feitt og læt það duga þar til það deyr...

Re: Kaup á 32" LED Smart TV

Sent: Fim 18. Júl 2013 13:17
af Skari
rapport skrifaði:Þetta eru sjónvörp... ég verð með 28" túbuna þar til hún deyr og þá kaupi ég mér eitthvað feitt og læt það duga þar til það deyr...


Já flott hjá þér, ætlaði að koma með smá rant hérna á þig þar sem þetta er svo ótrúlega þreytt þegar fólk segir eitthvað svona.. sættu þig bara við að það hafa ekki allir sama áhugamál og þú og vilja ekki sætta sig við 28" túbu.

Re: Kaup á 32" LED Smart TV

Sent: Fim 18. Júl 2013 20:56
af Haxdal
Pandemic skrifaði:
appel skrifaði:úff, plasma... jæja, þarft allavega ekki að kveikja á ofnunum yfir veturinn því plasma tækið nær að kynda allt húsið. Ég er með 50" plasma og þarf að hafa opið út ef það er í gangi lengi.


Ætli það sé ekki mismunandi eftir tækjum. Annars myndi ég alltaf kaupa mér plasma enda miklu betri myndgæði en eru í LCD.

Já örugglega, ég er hæst ánægður með 42" Panasonic plasma tækið mitt og ég verð ekki var við neinn afbrigðilegan hita frá því.

Annars myndi ég hiklaust fara í 42", jújú stórt stökk að fara úr túbu yfir í 32" flatskjá en fyrst maður er að taka stökkið á annað borð þá er lítið til fyrirstöðu að fara í "normal" stærð (gefið að OP sé með full fledge stofu en er ekki með þetta í herberginu sínu). Svo veit ég ekki með þetta Smart TV dót, er með eitthvað afbrigði af því í TVinu mínu og ég hef aldrei notað þetta. Hugsa að það væri best að fá sér bara overclocked raspberry pi eða notaðan media flakkara sem spilar allt það helsta.

Re: Kaup á 32" LED Smart TV

Sent: Fim 18. Júl 2013 23:40
af Stubbur13
Ég er með 46" í herberginu mínu og sit svona 1.5m-2m frá því og finnst það snilld