Síða 1 af 1

Hvert er hægt að fara með hátalara í bilanagreiningu?

Sent: Mið 17. Júl 2013 00:42
af Storm
Sælir

Ég á tvo Highland Oran 4303 gólfhátalara http://www.highland-audio.com/EN/Produits/Oran_4303.html sem eru með svolítið skrítið vandamál, lýsir sér þannig að það koma greinilegar og miklar truflanir í hljóði, aðallega í bíómyndum og klassískri tónlist en í mörgum tegundum af tónlist þá kemur þessi bilun lítið sem ekkert fram eins og í rokki. Breyting á eq stillingum hafa lítil sem engin áhrif, þetta byrjaði í einum hátalaranum en er nú komið í þá báða.. búinn að fara með þá heim til vinar míns og tengja þá við kerfið hans þar og bilunin hljómar alveg eins í þeim lögum þar sem þetta kemur greinilega fram. Um daginn eftir að hafa komið heim og verið að athuga málið þá var vandamálið algjörlega horfið og bíómynd sem var nánast óáhorfanleg útaf hljóðtruflunum spilaðist fullkomlega, en byrjaði svo aftur daginn eftir ](*,) . Hvert er gott að fara með svona raftæki í bilanagreiningu / viðgerð og dettur ykkur eithvað í hug hvað þetta gæti verið?

Re: Hvert er hægt að fara með hátalara í bilanagreiningu?

Sent: Mið 17. Júl 2013 01:12
af DJOli
Hátalarar, eða tengin í þeim eru yfirleitt mjög einföld.

Ertu búinn að prufa aðrar snúrur?

Ertu búinn að prufa að opna hátalarana og skoða?.

Það gæti verið að eitthvað lítið viðnám inni í þeim sé að fara, svo gæti verið að þetta sé kannski í magnaranum.


Ég á sjálfur hátalara sem ég hef heyrt truflanir í, og það er vegna framleiðslugalla. Ég er að fara að skipta þeim út upp á ábyrgð.

Re: Hvert er hægt að fara með hátalara í bilanagreiningu?

Sent: Mið 17. Júl 2013 01:16
af Storm
ég er búinn að fara með þá heim til vinar, þannig annar magnari, aðrar snúrur og allt, bara plögguðum mínum inn í staðinn fyrir gólfhátalarana hans og spiluðum lag sem ég vissi að truflanir heyrðust vel í. Ég keypti þá notaða af manninum sem flutti þá inn og seldi á sínum tíma þannig mjög líklega ekki í ábyrgð..

Re: Hvert er hægt að fara með hátalara í bilanagreiningu?

Sent: Mið 17. Júl 2013 02:26
af rapport
Hljómar eins og sprunginn tweeter, eða hvað sem þetta litla heitir...

Hvaða unit hátalarans er að gefa þetta hljóð frá sér?

Re: Hvert er hægt að fara með hátalara í bilanagreiningu?

Sent: Mið 17. Júl 2013 02:54
af playman
Þessir hátalarar eru pottþétt með drivera inní sér, spólur, þétta, viðnám og þessháttar, eitthvað af því getur verið farið.
Ef það er lítið mál að opna þá, eða taka hátalarana sjálfa úr, þá væri sniðugt að spila eitthvað sem framkallar þessi óhljóð
og taka einn og einn úr sambandi þangað til að þú hittir á þann sem er með óhljóðin.

Ef að t.d. annar neðri eða efri hátalarana eru með þessi óhljóð, þá gætirðu prófað að svissa þeim
og tjekkað hvort að það breytir einhverju, ef að óhljóðið er ennþá, þá er þetta nær öruggt bilaður driver hjá þér.

Re: Hvert er hægt að fara með hátalara í bilanagreiningu?

Sent: Mið 17. Júl 2013 03:45
af DJOli
Ef playman hefur rétt fyrir sér þá er allavega að hafa samband við framleiðanda og spyrja hvort þeir eigi replacement hátalara (sömu týpu auðvitað) til á lager sem þú gætir pantað í stykkjatali til landsins.


Pabbi á t.d. Polk Audio hátalara, og bassakeilan fór í einum þeirra. Ég hafði bara samband við þá, og þeir áttu til replacement speaker (sömu týpu) á lager.
Bassakeilan kostaði sjálf 10.000, hingað komin var hún á minnir mig riflega 15þúsund.

Re: Hvert er hægt að fara með hátalara í bilanagreiningu?

Sent: Mið 17. Júl 2013 09:14
af Storm
Þetta heyrist í báðum gólfhátölurunum, í öllu sem gefur frá sér hljóð þegar þetta gerist (2x hátalarar og tweeter per súlu) Aðal spurningin núna er hvert ég get farið með þá í bilanagreiningu?

Re: Hvert er hægt að fara með hátalara í bilanagreiningu?

Sent: Mið 17. Júl 2013 11:30
af rapport
WUT?

Í báðum hátölurunum og í keilunum og tveeterunum?

Re: Hvert er hægt að fara með hátalara í bilanagreiningu?

Sent: Mið 17. Júl 2013 12:03
af Storm
jebb, og gerist ekkert alltaf.. þetta er fáránlegt

Re: Hvert er hægt að fara með hátalara í bilanagreiningu?

Sent: Mið 17. Júl 2013 12:38
af astro
Storm skrifaði:Þetta heyrist í báðum gólfhátölurunum, í öllu sem gefur frá sér hljóð þegar þetta gerist (2x hátalarar og tweeter per súlu) Aðal spurningin núna er hvert ég get farið með þá í bilanagreiningu?


Sónn í skeifunni, hef farið með nokkra active mac og genelec hátalara þangað með góðum árangri.