Síða 1 af 1

Sjónvarpshljóð - Suð í SPDIF -> RCA converter

Sent: Þri 02. Júl 2013 14:31
af Viktor
Sælir.

Er með nýlegt Philips sjónvarp sem er einungis með SPDIF(Coax) hljóð út, ekki RCA L+R.

Ég keypti mér svona fína græju frá Kína á um 2000 kr., sem lítur nákvæmlega eins út og þessir dýru converterar fyrir Coax input - RCA output.

Mynd

Vandamálið er að þegar það er slökkt á sjónvarpinu þá kemur þvílíkt suð í græjurnar, þangað til að ég kveiki á sjónvarpinu, þá virkar hljóðið eins og í sögu.

Hefur einhver lausn við þessu?
Prufaði létt Gúgl, ekki erindi sem erfiði.

Spurning hvort maður ætti að reyna að grounda þetta með einhverju moddi?

Re: Sjónvarpshljóð - Suð í SPDIF -> RCA converter

Sent: Þri 02. Júl 2013 14:40
af jonsig
Ekki bara crap transformer fyrir dacinn ,kína transformerar eru oftast cheap rusl? Eða hljóðkaplarnir liggja utaní 230v köplum?

Re: Sjónvarpshljóð - Suð í SPDIF -> RCA converter

Sent: Þri 02. Júl 2013 14:52
af Viktor
jonsig skrifaði:Ekki bara crap transformer fyrir dacinn ,kína transformerar eru oftast cheap rusl? Eða hljóðkaplarnir liggja utaní 230v köplum?


Mín reynsla af raftækjum beint frá Kína er sú að þú ert yfirleitt að kaupa nákvæmlega sama hlut og þú myndir kaupa í verslunum eins og Elko, nema að borga 10% af verðinu.

Hér er verslunin, borgaði 15$, free shipping, 99,3% positive feedback.

http://www.ebay.com/sch/dttech/m.html

Re: Sjónvarpshljóð - Suð í SPDIF -> RCA converter

Sent: Mið 03. Júl 2013 06:07
af jonsig
Þú getur athugað kínverska ac-dc transformerinn eða bara lifað við þetta hljóð. Mér er sama.