Sælir
Er að fara erlendis í sumar og langar að taka bluray heimabíó sem ég get fengið á 40000kall með mér heim. Kemst ekki á síðuna hjá tollinum. Er ekki tollfrjálst upp að vissu marki?
versla erlendis
-
Höfundur - Ofur-Nörd
- Póstar: 252
- Skráði sig: Fös 02. Des 2011 11:01
- Reputation: 6
- Staða: Ótengdur
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16540
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2126
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: versla erlendis
Ef þú kemst ekki inná síðuna hjá tollinum þá er þetta hérna:
Varan má kosta 88. þúsund án þess að þú þurfir að greiða af henni, þannig að þú sleppir vel með þetta.
http://www.tollur.is/displayer.asp?cat_ ... t_id=11777
Varan má kosta 88. þúsund án þess að þú þurfir að greiða af henni, þannig að þú sleppir vel með þetta.
16. mars 2013
Hækkuð heimild ferðamanna til að flytja inn einstakan hlut tollfrjálst
Í dag tóku gildi lög um breytingu á tollalögum nr. 88/2005. Með breytingunum hækkar hámarksverðmæti einstaks hlutar sem ferðamaður, búsettur hérlendis, má taka með sér tollfrjálst til landsins. Áður höfðu verið gerðar breytingar á tollalögum sem tóku gildi þann 1. mars s.l. Með þeim breytingum var heimild hvers ferðamanns til tollfrjáls innflutnings hækkuð úr 65.000 kr. í 88.000 kr. og hámarksverðmæti hvers hlutar var hækkað úr 32.500 kr. í 44.000 kr.
Nú hefur hámarksverðmæti hlutar verið hækkað enn frekar og er nú 88.000 kr. Getur ferðamaður því nýtt alla sína heimild til tollfrjáls innflutnings til að flytja inn einn hlut. Rétt er að taka fram að heimild til tollfrjáls innflutnings takmarkast einnig við varning til persónulegra nota ferðamannsins, fjölskyldu hans eða til smágjafa og á því ekki við um vörur sem ætlaðar eru til endursölu eða eru keyptar til nota í fyrirtækjarekstri. Áðurnefndar breytingar gilda afturvirkt frá 1. mars s.l. Tollstjóri mun hafa frumkvæði að því að endurgreiða þeim sem rétt eiga á endurgreiðslu vegna afturvirkni laganna
http://www.tollur.is/displayer.asp?cat_ ... t_id=11777