Síða 1 af 1

Raspberry Pi XBMC uppsetning.

Sent: Mið 03. Apr 2013 22:26
af axyne
Pantaði mér Raspberry Pi ásamt fylgihlutum fyrir páska.
Ég prufaði að setja upp OpenElec 3.0, share með SMB, MySQL fyrir library,O.C í 800Mhz, keypti VC1/MPEG2 license og setti síðan upp XBMC á serverinn(borðtölva) líka til að auðvelda mér library management.

Er að nota Edimax EW-7811Un 150Mbps þráðlausan pung sem virkaði strax án vesens, Viera link virkaði strax svo ég hef ekkert þurft að tengja lyklaborð og sleppti því að nota 1000mA spennugjafan sem ég keypti líka, powera bara í gegnum USB frá sjónvarpinu, sparaði mér vesenið að taka sjónvarpið niður og þræða snúru í gegnum vegginn :megasmile . Pantaði líka 16GB class 10 minniskort en þá er ekki ennþá komið svo ég er að nota eh gamalt 2GB minniskort sem ég stal úr myndavélinni minni. Tróð þessu svo bakvið sjónvarpið sem er veggfest. Routerinn er síðan bakvið sófa í 4m fjarlægð.

Aldrei prufað XBMC neitt af viti áður og djöfulli er þetta sniðugt, er að fíla ardwork-ið og IMDB upplýsingarnar. Menu mætti vera hraðvirkara en sætti mig alveg við það enda er pínku lagg í gegnum panasonic fjarstýringuna, meira smooth ef ég nota Android fjarstýringu í gegnum símann.
Konan er rosalega ánægð að vera laus við 10m HDMI snúruna sem lá á gólfinu uppí sjónvarp og var einga stund á læra á þetta.

Spilar alla þættina mína hnökra laust og meðan HD myndirnar eru kóðaðar með VC1 þá spilar hún 720/1080 án vandræða.
Restin af HD safninu spilast misílla, mikið artifacts hvort sem skráin sé 2 eða 10GB. Og þá skiptir eingu máli hvort ég sé tengdur gegnum lan og með spennugjafann tengdan.

Eins og ég er að gera þetta núna þá færi ég sjálfur skrárnar í viðeiganda möppur eftir að hafa downloadað þeim í gegnum utorrent og uppfæri síðan library-ið handvirkt.
Langar að hafa þetta meira sjálfvirkt, þannig að myndin/þátturinn er strax aðgengileg(ur) í XBMC eftir að niðurhali í lokið og þá auðvitað færð á viðeigandi stað líka.
Hvernig eruð þið að gera þetta sem eruð með svipaða uppsetningu varðandi content management?

Ég prufaði þegar var að fikta í byrjun að O.C í 900MHz án þess að hækka spennuna en fékk það ekki til að starta sér svo ég nennti ekki að pæla meira í því.
Er meira aggressive O.C þess virði?

Hefur einhver prufað að keyra stýrikerfið á USB lykli? mikill munur?

Re: Raspberry Pi XBMC uppsetning.

Sent: Mið 03. Apr 2013 23:13
af hagur
er með mjög svipað setup, nota SickBeard fyrir þætti og CouchPotato fyrir bíómyndir. Þessar tvær lausnir sjá um download og library management a.m.k þann part að endurnefna skrár og færa í réttar möppur og senda notification á aðal XBMC setupið hjá mér um að uppfæra library. Þar sem ég er með shared library í MySQL þá uppfærist það allstaðar í leiðinni.

Re: Raspberry Pi XBMC uppsetning.

Sent: Fim 04. Apr 2013 01:12
af kthordarson
Er að keyra raspbmc sem virkar fínt. Veistu hvað USB tengið á sjónvarpinu sendir frá sér (V/mA)? Ef græjan er ekki að fá stöðuga spennu munt þú lenda í veseni. Algjört lágmark að vera spennugjafa sem skilar 1000mA og stöðuga spennu. Stundum hafa símahleðslutækin ekki dugað til, þótt að þó séu merkt 5V/1A.

Re: Raspberry Pi XBMC uppsetning.

Sent: Fim 04. Apr 2013 12:32
af axyne
kthordarson skrifaði:Veistu hvað USB tengið á sjónvarpinu sendir frá sér (V/mA)?

Tekið frá manual: 5VDC / 500mA max tækið er Panasonic TX-P42UT30Y.

Hef verið að sjá tölur á netinu að RPI sé að draga~400mA undir álagi án jaðartækja og að púngurinn sé að draga ~90mA. það er pottþétt eitthvað over-current protection á USB frá sjónvarpinu svo ég er ekkert að fara að skemma neitt. Auðvitað er það ekki ideal að vera svona á mörkunum en meðan þetta virkar án vandræða þá kvarta ég ekki.