Síða 1 af 1
Tvær góðar sjónvarpsseríur
Sent: Þri 05. Feb 2013 21:48
af appel
Get mælt með tveimur seríum sem eru nýjar. Báðar mjög vandaðar og lofa góðu.
House of Cards... epic pólitískt drama með engum öðrum en meistaranum Kevin Spacey. $100 milljóna þáttaröð frá Netflix.
The Americans... um KGB njósnarapar sem lifir sem fyrirmyndar amerísk fjölskylda í úthverfunum.
Re: Tvær góðar sjónvarpsseríur
Sent: Þri 05. Feb 2013 22:06
af AciD_RaiN
Hefurðu eitthvað tékkað á
The Following með Kevin Bacon? Ætla annars að kíkja á þessa tvo sem þú póstaðir
Re: Tvær góðar sjónvarpsseríur
Sent: Þri 05. Feb 2013 22:08
af diabloice
Horfði á The americans um daginn , mæli klárlega með þeirri þáttaröð
Re: Tvær góðar sjónvarpsseríur
Sent: Þri 05. Feb 2013 22:08
af appel
AciD_RaiN skrifaði:Hefurðu eitthvað tékkað á
The Following með Kevin Bacon? Ætla annars að kíkja á þessa tvo sem þú póstaðir
Já, hef bara lesið um þá. Bacon er leikari sem fer doldið í taugarnar á mér, en gef The Following kannski tækifæri þegar það gefst.
Re: Tvær góðar sjónvarpsseríur
Sent: Mið 06. Feb 2013 13:02
af Dagur
Ég get mælt með House of cards, ég er búinn að horfa á meirihlutann á 2 dögum
Re: Tvær góðar sjónvarpsseríur
Sent: Mið 06. Feb 2013 13:08
af AntiTrust
Mæli bæði með Following og House of Cards. House of Cards þó heldur, reyndar alveg rosalega pólitískir þættir en near-HBO gæði.
Re: Tvær góðar sjónvarpsseríur
Sent: Mið 06. Feb 2013 14:23
af sibbsibb
Þarf að tjékka á þessu! Þakka ábendinguna... ég horfði á fyrsat þáttinn af Utopia sem eru breskir þættir með einum af aðal leikarnum í The Misfits (sem eru snilldar þættir). Fyrsti þátturinn var fínn, ætla að fylgjast með því.
Utopia:
http://www.youtube.com/watch?v=drh2HiEAj3cThe Misfits:
http://www.youtube.com/watch?v=ODl-kAhVsXY
Re: Tvær góðar sjónvarpsseríur
Sent: Mið 06. Feb 2013 14:33
af valdij
Takk fyrir ábendinguna um The Americans - vissi af hinum og ætla definetely að ath. þá en var ekki búinn að heyra af The Americans.
Mæli líka með fyrir þá sem hafa gaman að þáttum að checka á HBO þáttunum "How to make it in America" einungis tvær seríur af þeim samt, því miður. Mjög fínir þættir
Re: Tvær góðar sjónvarpsseríur
Sent: Lau 09. Feb 2013 12:25
af appel
Ég gleymdi að minnast á einn þátt:
Bansheehttp://www.tv.com/shows/banshee/Nokkuð góðir og vandaðir þættir. Aðeins 5 þættir komnir út í BNA.
Re: Tvær góðar sjónvarpsseríur
Sent: Lau 09. Feb 2013 13:03
af Dúlli
Er eithvað syfy ? væntanlegt ? er ekki búin að finna neitt síðan stargate
Re: Tvær góðar sjónvarpsseríur
Sent: Lau 09. Feb 2013 13:40
af magnusgu87
http://www.salon.com/2013/02/01/how_net ... newsletterAnsi áhugaverð grein um hvernig House of Cards varð til hjá Netflix. Hef ekki séð neinn þátt af þessu þannig að ég er ekki að reyna að drulla yfir þáttinn, bara benda á þessa grein sem sýnir hvernig Netflix er að nýta þessa gagnasöfnuna sína. Kem til hinsvegar að tékká þessu.
Re: Tvær góðar sjónvarpsseríur
Sent: Fös 15. Feb 2013 21:18
af appel
House of Cards er brilliant þáttur, og það skiptir engu máli hvað liggur á bakvið hjá Netflix. Líklega eru þeir bara að reyna bæta upplifun viðskiptavina sinna, og gott hjá þeim.
Re: Tvær góðar sjónvarpsseríur
Sent: Fös 15. Feb 2013 22:20
af AntiTrust
Þetta er ósköp skiljanlegt hjá Netflix, þeir, eins og öll önnur broadcast fyrirtæki þurfa að hafa e-ð exclusive til að halda viðskiptavinum hjá sér.