Síða 1 af 1

Langar í Media Center og heimabíó

Sent: Lau 12. Jan 2013 02:17
af kisustelpa
Hæ hæ,

mig langar svakalega í Media Center og heimabíó en veit eeeeeekkert hvað ég ætti að kaupa. Ég var með eldgamlan borðtölvuhlunk með XP sem ég var að nota, en geisladrifið var orðið bilað, diskurinn lítill og svo fór power supply-ið að ybba gogg og ég ákvað að leggja tölvunni og keypti mér notaðan Tvix sjónvarpsflakkara í staðinn og fannst eins og ég væri að fara úr Rolls-Royce í Lödu. Ég var svo með tölvuhátalara tengda við borðtölvuna.

Mig langar í alvöru heimabíó og Media Center og veit nákvæmlega ekkert hvað ég á að kaupa. Ég er ekkert sérstaklega kröfuhörð en vil ágætis gæði. S.s komast sem ódýrast frá þessu án þess að sitja uppi með drasl.

Ef einhver þarna úti langar til að hjálpa snót í vandræðum þá endilega tjáið ykkur. :-)

Re: Langar í Media Center og heimabíó

Sent: Lau 12. Jan 2013 03:25
af Cascade
Kannski segja fyrst nákvæmlega hvað þig vantar og hvað þú átt

Ég geri ráð fyrir að þú eigir sjónvarp, en gæti verið að þú viljir uppfæra

Þegar þú segir heimabíó, langar þig þá í 5.1 heimabíó kerfi (þeas 5 hátalara og magnara til að keyra þá)
Eða meinaru kannski að þig vantar einungis græjur til að spila dót sem þú sækir af netinu? "sjónvarpsflakkara" eins og þeir kölluðust einu sinni


Eða vantar þig kannski allt, sjónvarp, hátalara og afspilunargræjur?

Re: Langar í Media Center og heimabíó

Sent: Lau 12. Jan 2013 04:01
af AudunnLogi
Sjálfur er ég enginn sérfræðingur í þessu en ég er með server sem hýsir allar bíómyndir og þætti, svo stream'ar hún öllu efni á fartölvu sem er með xbmc sem er tengd við sjónvarpið.
Xbmc er mjög flott og það tekur ekki langan tíma að læra inn á það.
Gætir alveg eins reynt að finna þér einhverja notaða vél hérna á spjallinu fyrir lítinn pening og notað hana. :)

Re: Langar í Media Center og heimabíó

Sent: Lau 12. Jan 2013 04:09
af AciD_RaiN
Ég er sjálfur búinn að vera í svipuðum pælingum og þú og er kominn með svona bráðabyrgða media center. Helsta spurningin er hvað þú getur eytt miklu í þetta því mögulearnir eru endalausir.
Ertu að nota diska ss DVD eða blu-ray?
Ég var að spá í þessu í smá tíma en komst svo að því að það er ekki optical útgangur á þessu.

Þú vilt væntanlega 5 hátalara + bassabox og magnara fyrir þetta allt ekki satt?

Re: Langar í Media Center og heimabíó

Sent: Lau 12. Jan 2013 09:15
af rango
Veistu ekki láta þá plata þig í einhvað "Súperdúper" media center Sérstaklega ef það er í gegnum venjulega tölvu.

Ég er þá að gera ráð fyrir því að þú sért hinn meðalnotandi, Og ef svo er þá gæti Apple TV verið græjan fyrir þig. Og mér skilst að þú getir sett upp XBMC á apple tv.

http://istore.is/index.php?id_product=1 ... er=product

Re: Langar í Media Center og heimabíó

Sent: Lau 12. Jan 2013 09:53
af hagur
Hvar geymirðu efnið sem þú ætlar að horfa á? Ertu með það á annarri tölvu á LAN-inu eða ertu með það á USB tengdum flakkara?

Möguleikarnir eru svo endalausir í þessu að það hálfa væri hellingur. Allt frá smátölvum (Raspberry Pi, AppleTV, Roku, etc.) upp í fully fledged HTPC.

Heimabíó-ið og sjónvarpið er svo allt annar handleggur .... Áttu sjónvarp sem þú ætlar að nota? Vantar þig bara heimabíókerfi? Hvert er budget-ið?

Re: Langar í Media Center og heimabíó

Sent: Lau 12. Jan 2013 11:40
af upg8
Það er ekkert að því að taka "súper dúper tölvu", þær þurfa ekki að kosta mikið. Steam eru t.d. að fara að leggja mikla áherslu á sjónvarpstölvur og nánast allir leikir í dag eru þannig að þeir eru gerðir fyrir Xbox 360 fjarstýringar sem virka líka á PC.

Ef þú tekur tölvu með AMD APU þá ert þú vel sett, Þær ráða við alla nýja leiki og kosta tiltörulega lítið. Líka hægt að setja almennilegt hjlóðkort í HTPC og Blu-Ray drif, sjónvarpskort og fleira smám saman. En það er auðvitað hægt að eyða endalaust í að hafa þetta "betra"

Það fara líka að koma nýjir og þyngri algórithmar til pökkunar á myndefni, það gerist á nokkurra ára fresti og Apple TV og álíka smábox munu ekki ráða við það. Ég hef brennt mig á því tvisvar að kaupa eitthvað sem er aðeins "nógu gott" til afspilunar og það hefur alltaf endað með því að það hefur orðið of kraftlítið fyrir nýjustu pökkunaraðferirnar.

Svo mæli ég með Windows 8, það er sérstaklega æðislegt stýrikerfi til að nota á Media Center vélar. Gaman að nota forrit eins og cocktail flow á sjónvarpi og svo virkar allt hitt eins og í Windows 7, bara ennþá hraðvirkara. Það er líka stöðug aukning á góðum forritum á markaðnum.

Re: Langar í Media Center og heimabíó

Sent: Lau 12. Jan 2013 17:22
af kisustelpa
Takk fyrir svörin. :-)

- mig langar ekki í sjónvarpsflakkara, ég vil eitthvað betra, sem ég get stjórnað betur. - Lenti í að geta ekki spilað sumt og í öðru var hljóðið asnalegt og ekki hægt að stilla eins og maður gerir vanalega í VLC
- ég er aðallega að spila dl efni - einstaka sinnum af disk. Ekki blu-ray.
- myndi helst vilja litla netta tölvu til að hýsa þetta og spila af og sem ég get spilað diska líka - ef einhver er að selja þannig þá endilega tala við mig! Ég er samt alltaf hálf hikandi við að kaupa notað ef maður þekkir ekki til þess sem er að selja...
- vil allavega 500GB disk

- er dálítið skotin í hátölurum sem fara allan hringinn, s.s bakvið sófann / til hliðar

Helst myndi ég vilja komast sem ódýrast frá þessu en geri mér alveg grein að þetta kostar helling. ;-)

Sjónvarpið mitt er fínt. 42" tommu LCD á fjórða aldursári. Kemur stundum leiðindahljóð í það í sumum útsendingum.

Re: Langar í Media Center og heimabíó

Sent: Lau 12. Jan 2013 17:35
af kisustelpa
Annars sýnist mér að allt svona sé morðdýrt.

Ég legg meiri áherslu á Media Center-ið. Ég á [url=Logitech X-530 5.1 Speaker System]Logitech X-530 5.1 Speaker System[/url] sem væri hægt að tengja við tölvuna. Heimabíóð gæti beðið.

Annars held ég að ég þyrfti bara að finna einhvern nörd sem á Media Center og heimabíó og er að fara að uppfæra hvort tveggja hjá sér og vill selja mér sitt gamla!

Re: Langar í Media Center og heimabíó

Sent: Lau 12. Jan 2013 18:04
af tdog
Ég var að setja upp Plex Media Server á vél hjá mér í gær, núna sit ég vestur í Dölum og streymi efni af þeim server yfir VPN, viðmótið er snappy og umgjörðin öll frábær. Svo var ekkert ves að setja þetta saman.

Re: Langar í Media Center og heimabíó

Sent: Lau 12. Jan 2013 18:45
af Davidoe
Myndi ekki eitthvað svona standa fyrir sýnu sem media center?

HD 4000 skjástýring
mATX móðurborð, er með tvö sata3 tengi
2x4GB vinnsluminni
1Tb diskur
500w ef hann passar í kassan
kassi með fjarstýringu
dvd drif

Samtals: 130.300 kr.

Svo væri kannski hægt að spara aðeins. Til dæmis fara í ódýrari kassa, sleppa dvd drifinu og kannski minna vinnsluminni?

Pæling.

Re: Langar í Media Center og heimabíó

Sent: Lau 12. Jan 2013 20:52
af tdog
Eða, notaðann Mac Mini á 30 þúsund. Svo má bæta við plássi og minni eftir hentisemi, en það dugar og er alls ekki dýrt. Spilar 720p efni easily.

Re: Langar í Media Center og heimabíó

Sent: Lau 12. Jan 2013 21:06
af kisustelpa
Úff púff Media Center fyrir 130 þúsund kall er ekki alveg það sem ég er að spá í.

Líst betur á notaðan Mac mini.

Ég nenni ekki að standa í veseni með að kaupa stærra minni eða stærri disk eða setja eitthvað upp. Vil bara fá eitthvað sem ég get stungið í samband, sett efni á og byrjað að horfa. ;-)

Æj ég horfi bara áfram á efni í fartölvunni minni. ;-)

Re: Langar í Media Center og heimabíó

Sent: Lau 12. Jan 2013 21:13
af IL2
En að tengja hana við sjónvarpið og svo einhvern magnara fyrir hátalarana?

Re: Langar í Media Center og heimabíó

Sent: Lau 12. Jan 2013 21:15
af AciD_RaiN
Ég er að nota svona græju með engum disk í. Bara tengi flakkara með efni við þetta og þetta styður 1080p og optical hljóð. Er líka með Ethernet tengi ef þess þarf... Sniðug ódýr lausn svona tímabundið ;)

Re: Langar í Media Center og heimabíó

Sent: Lau 12. Jan 2013 21:17
af Benzmann
er þetta ekki bara málið fyrir þig ?, lang auðveldast, og auðvelt í uppsetningu.
http://tolvutek.is/vara/point-of-view-h ... ar-spilari

Re: Langar í Media Center og heimabíó

Sent: Lau 12. Jan 2013 21:44
af GuðjónR
Dýrt og ódýrt er svo afstætt.
Mér finnst t.d. ekki dýrt að kaupa netta media center tölvu fyrir ~100k ef hún endist amk. næstu 5 árin í sjónvarpsgláp.

Fyrir 3-4 árum keypti ég þennan kassa og í honum er þetta móðurborð.
Tölvan keyrir á win7 og er með 1TB +500GB diska, væri alveg til í að skipta út 500GB fyrir 120GB SSD.

Hef aldrei haft viftu á örgjörvanum og það kemur ekki að sök, tölvan er silent, það er slim DVD drif sem hægt er að skipta út fyrir Blue Ray drif, hef bara ekki haft þörf á því.
Hún spilar leikandi ALLT efni sem ég hef hent í hana, 16GB 1080 fælar renna í gegn eins og að drekka vatn, líka af usb lyki.
Lítið mál að streama efni þráðlaust, hef stundum gert það líka.

Ef ég væri að fara í nýjan media center í dag þá væri Mac-Mini mitt fyrsta val, og svona smátölva kæmi þar næst á eftir.

Re: Langar í Media Center og heimabíó

Sent: Sun 13. Jan 2013 00:43
af upg8
Það er hægt að fá nýja og mjög ódýra og góða tölvu fyrir lítið. Það eru til mjög ódýr móðurborð fyrir Trinity á Íslandi, t.d. er eitt m-atx hjá tölvulistanum á 10.990kr. (það er ranglega merkt sem ATX á síðunni)

Gætir sjálfsagt látið A4-5300 duga og hann er á 9.750 í retail pakkningu. 65w.

þá ertu komin uppí 20740, getur byrjað með 2GB vinnsluminni fyrir c.a 2000kr.
og ert komin uppí 22740...

60GB SSD dugar vel ef þú ert með tölvuna tengda við heimanet. 13.750kr. fyrir Corsair SSD Force 3...
36.490 og það vantar aflgjafa, getur fengið þolanlegan aflgjafa á 6000kr.

42.490 og þú getur notað gamla kassann þinn til að byrja með. Þar sem þú átt Windows XP þá kostar uppfærsla yfir í Windows 8 Professional 8.950kr. ef þú kaupir í pakkningum (Getur fengið ódýrari á netinu)

Heildarpakki 51.440kr... það þarf ekkert að kosta alltof mikið...

Re: Langar í Media Center og heimabíó

Sent: Sun 13. Jan 2013 17:45
af rango
Benzmann skrifaði:er þetta ekki bara málið fyrir þig ?, lang auðveldast, og auðvelt í uppsetningu.
http://tolvutek.is/vara/point-of-view-h ... ar-spilari


Bíddu er ekki apple TV sem er á 23þ betra?

Allavega held ég að ódýrt og einfalt í formi tölvu sé langt skot, Fer sammt allt eftir hvað er ódýrt.

Re: Langar í Media Center og heimabíó

Sent: Sun 13. Jan 2013 20:13
af FreyrGauti
rango skrifaði:
Benzmann skrifaði:er þetta ekki bara málið fyrir þig ?, lang auðveldast, og auðvelt í uppsetningu.
http://tolvutek.is/vara/point-of-view-h ... ar-spilari


Bíddu er ekki apple TV sem er á 23þ betra?

Allavega held ég að ódýrt og einfalt í formi tölvu sé langt skot, Fer sammt allt eftir hvað er ódýrt.


Það er ekki búið að jailbreak'a Apple TV 3.
http://www.jailbreakappletv.com/blog/20 ... d-of-2012/

Re: Langar í Media Center og heimabíó

Sent: Mán 14. Jan 2013 10:51
af rango
FreyrGauti skrifaði:
rango skrifaði:
Benzmann skrifaði:er þetta ekki bara málið fyrir þig ?, lang auðveldast, og auðvelt í uppsetningu.
http://tolvutek.is/vara/point-of-view-h ... ar-spilari


Bíddu er ekki apple TV sem er á 23þ betra?

Allavega held ég að ódýrt og einfalt í formi tölvu sé langt skot, Fer sammt allt eftir hvað er ódýrt.


Það er ekki búið að jailbreak'a Apple TV 3.
http://www.jailbreakappletv.com/blog/20 ... d-of-2012/


Þarftu jailbreak til að nota Apple TV sem media center?

Re: Langar í Media Center og heimabíó

Sent: Mán 14. Jan 2013 11:52
af hagur
Ef þú vilt setja upp XBMC, já .... veit ekki hvað það getur spilað out of the box.

Re: Langar í Media Center og heimabíó

Sent: Mán 14. Jan 2013 16:27
af berteh
hagur skrifaði:Ef þú vilt setja upp XBMC, já .... veit ekki hvað það getur spilað out of the box.


bara .mp4 sem geymt er í itunes :dissed fékk svona í afmælisgjöf í maí rosa spenntur eftir að það komi jailbreak til að geta farið að nota þetta almennilega en það virðist vera eitthvað í það :-#

Re: Langar í Media Center og heimabíó

Sent: Mán 14. Jan 2013 16:37
af hagur
Það er ekki enn komið Jailbreak á iOS 6 - hef heyrt að það gæti jafnvel farið svo að það muni aldrei koma. Myndi selja ATV3 og kaupa notað ATV2, nema þú sér mjöööööög þolinmóður ;-)

Re: Langar í Media Center og heimabíó

Sent: Mán 14. Jan 2013 16:59
af berteh
Þolinmæðin hjá mér er amk alveg á þrotum um leið og android fyrir rasb pi klárast almennilega og getur byrjað að streyma netflix skipti ég yfir :P